Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 6
Þar sem stöðugt berast bréf frá einmana fólki, sem vill láta okkur annast bréfaskipti fyrir sig, þá viljum við taka fram, af gefnu tilefni, það sem nú skal greina: Bréfin skulu látin í lokað ums- lag, frímerkt án utanáskriftar, en senda það í öðru umslagi ut- an yfir, frímerktu og utanáskrif- uðu til Vikunnar, pósthólf 533, Reykjavík. Með í umslaginu skulu fylgja fyrirmæli um, hverj- um eigi að senda ómerkta bréf- ið. Athugið: Þau bréf, sem gengið er frá á ófullnægjandi hátt, t. d. ekki nægilega frímerkt, lenda í ruslakörfunni. Svo kemur hér ein Einmana í borginni, sem vill gjarnan skrif- ast á við jafnaldra, en hún er um tvítugt, og nýkomin til borgar- innar. Hér kemur líka svar til EIIu: Þú getur skrifað V-M-9 og G. G. eftir þeim reglum, sem hér hafa verið greindar. Skólabækur Kæri Póstur! Mig langar til að leggja orð í belg varðandi mál, sem mér hef- ur lengi legið á hjarta. Það er 1 sambandi við skólabækurnar. — Mér er fullkomlega ljóst, að góð- ar og skemmtilegar skólabækur eru mikils virði og geta haft úr- slitaþýðingu um það, hvort bless- aðir unglingarnir nenna að líta í bók eða ekki. Það er ekki svo ýkja langt síðan skólabækur voru heldur óásjálegar, fábreytt- ar og lítt skreyttar myndum. Nú hefur þetta breytzt sem betur fer á nokkrum árum. Nú virðast kennslubækur vera skemmtilegri útlits og í alla staði girnilegri en áður var. Ég fagna þessu, en vandamálið gamla er samt ekki úr sögunni, að mínum dómi. Enn eru of margar kennslubækur í gangi í hverju fagi og er undir hælinn lagt hvaða bók er kennd, eftir því hvaða kennari á í hlut. Þetta kemur sér bagalega þar sem systkini eru mörg og kann- ski aðeins eitt eða tvö ár á milli þeirra. Þannig háttar til hjá mér. Elzti strákurinn keypti bækur fyrir þúsundir króna í fyrra, og ég hugsaði með mér, að sá næsti mundi geta notað þær líka, en hann er bara einu ári yngri. En þar skjátlaðist mér. Hann þurfti líka að kaupa sér skólabækur fyrir alltof mikinn pening, þar sem hann lenti hjá öðrum kenn- urum, sem vildu kenna aðrar skólabækur. Ég er ekki að segja, að þetta sé stórvægilegt atriði, en það er samt vel þess virði að mínum dómi að á því sé vakin athygli. Það er þröngt í búi hjá mörgum láglaunafjölskyldum, ekki sízt núna síðustu árin og munar sann- arlega um hvern eyri í dýrtíð- inni. Mér þætti vænt um, ef þú vildir, Póstur góður, birta þetta bréf fyrir mig, þótt þér finnist það kannski ekki merkilegt. Ég geri að tillögu minni, að fræðslu- yfirvöld hafi betra eftirlit með því, hvaða kennslubækur eru gefnar út, og reynt sé að kenna sömu bækurnar í sem flestum skólum. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Húsmóðir. Viff höfum áður fengiff bréf um þetta sama efni. Okkur finnst sjálfsagt aff þetta sjónarmiff komi fram, og birtum því bréf „Hús- móffur“ meff ánægju. Frygðarleg Kæri Póstur! Ég hef nú aldrei skrifað þér, en alltaf ætlað að gera það. Mér finnst Vikan skemmtilegt blað, þótt hún sé nokkuð dýr, sérstak- lega vil ég þakka fyrir fram- haldssöguna. En nú kem ég að erindinu. Hvað þýðir að vera frygffarleg? Kæri Póstur! Svaraðu þessu fyrir mig. Kær kveðja. Ein frygðarleg. (Hvað sem það nú þýðir). Sá, sem kallaffi þig þessu nafni, var sannarlega heppinn, aff þú skyldir ekki skilja þaff. Annars hefffir þú áreiðanlega lamið hann duglega. Frygffarleg er sú stúlka, sem ber þaff meff sér, aff hún sækist eftir holdlegum ástum. — Viff vonum, aff þetta gefi þér hugmynd um, hvaff orffiff þýffir, en ef þú vilt fá nánari vitneskju um þaff, skaltu fletta upp í ein- hverri íslenzkri orðabók. Og aff lokum: Næst þegar þú sérff þann, Reykurinn fer ca. 22,5 sm. í gegnum kælikerfi RONSON pípunnar og kemur kældur og þurr út. Það eru fleiri en ein pípa í sömu pípunni, 10 mismun- andi kóngar og tvenns konar munnstykki fyrirliggjandi. Það er hægt að velja á milli. EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. HVERFISGÖTU 89, REYKJAVÍK. 6 vikan 44 «•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.