Vikan


Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 4
Oft kemur góður, þá getið er, svangur, þá etið er, og illur þá um er rætt. íslenzkur málsháttur. # fólk i fréttunum „Eg var nakin í lauginni í Clivden, og heyrði ekki þegar Astor lávarður kom með einn gesta sinna. Stephen sagði þá við mig: „Chris, mig langar að kynna þig fyrir Jack Profumo.“ Bill Astor lét mig aldrei í friði allt kvöldið, en vandræða- legast fannst mér að standa þarna, í einu handklæði, þegar frú Profumo sagði: „Ert þú ekki í neinu gervi?““ Svo langt sem þetta nær er það allt í lagi, en þetta er nú bara örlítið brot af endurminningum Kristínu Keeler, og alla söguna hefur hún selt brezka blaðinu „London News of the World“. Hefur sú ákvörðun hennar vakið mikla reiði og athygli víða um lönd, og hafa margir orðið til þess að skora á ritstjóra blaðsins að vera ekkert að birta þetta „klám“. En í blaðið skal það, og raddirnar sem vilja kveða þennan draug niður verða sífellt háværari: „John Profumo hefur þegar liðið nóg,“ en hann starfar nú sem félagsráðgjafi í fátækrahverfum Lundúna. En höfundur bókarinnar, Kristín Keeler sjálf, berst af öllu afli fyrir því, að bók hennar verði birt í blaðinu. Hún skrifaði nýlega opið bréf til „The Times of London" þar sem hún sagði meðal ann- ars: „Sennilega ætlast allir til, að ég hafi skolazt burt í einhverjum rennusteininum fyrir löngu, en mér finnst ég eiga fullan rétt á því að segja frá minni hlið á málinu. É'g hef verið stimpluð hóra og mér finnst ég verða að gera eitthvað í því.“ Og vinkona okkar, Vanessa Redgrave, eignaðist son um daginn. Var sveinninn vatni ausinn strax við fæðingu og kall- aður Carlo Gabriel. Sonurinn fæddist á heimili Vanessu í Chiswick, Englandi, þann 15. september, og var fagnað ákaf- lega af móður og föður, en hann er ítalski leikarinn Franco Nero. „Hann var nærri því alltof myndarlegur; tæplega 180 cm á hæð og herðabreiður eft- ir því, með dökkbrúnt hár og þessi dá- samlegu augu sem virðast hafa gengið í erfðir. Bros hans var undursamlegt og mjög fáar konur gátu staðizt það. Hann var ekki orðinn 29 ára, ógiftur og millj- ónamæringur." Þessar línur eru úr bók- inni „Týndi prinsinn" — ævisögu Jóseps Kennedy, yngri, sem fórst árið 1944 er hann var að koma úr árásarherferð, yfir Englandi. Ævisöguhöfundur þessa elzta Kennedy-bróðurins er Hank nokkur Searls, og segir hann síðar í bókinni að júníorinn hafi verið ástfang- inn af ungri, enskri konu, giftri, „með himinblá augu og hlýlegan, eggjandi hlátur". Hún var gift manni sem átti milljónir á milljónir ofan og hafði áður verið gift náunga, sem átti enn fleiri spesíur. Þó er nafn þessarar konu hvergi nefnt, og „hún býr enn í Englandi, jafn fögur og fyrr — og gift í þriðja skiptið," sagði Searls við fréttamann nýlega. „Og það vill nú þannig til, að hún er nokkuð vel þekkt!" N? BÍLATEGUND Volkswagen-verksmiðjurnar hafa ný- verið sent frá sér nýja bílategund, sem spáð er miklum vinsældum. Hér er um að ræða fjögurra sæta, opinn bíl, sem er sérstaklega hentugur til ferðalaga á sumrin. Þessi bíll er ekki ósvipaður jeppategund, sem notuð var í stríðinu, eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. f-------------------------A STUTT OG LAG- GOTT Á hverjum degi í ellefu ár vaknaði sölumaður nokkur í San Francisco klukkan sex á morgnana til að fara út að ganga með hundinn sinn. Þá bar svo við, að hundurinn veiktist og drapst. Morguninn eftir vaknaði sölumaðurinn klukkan sex eins og venju- lega, en mundi ekki eftir hinum óbreyttu aðstæðum, fyrr en hann var búinn að klæða sig. Þá hnippti hann í konu sína og sagði: — Heyrðu! Geturðu ekki komið út að labba? V__________________________/ SJÁLFSMORÐ - FYRIR BÍLINN Loksins hafði Frakkinn Marcel Desgranges, sem var 32 ára, fundið einu og sönnu ástina í lífi sínu — bílinn sinn. Fyrir tveimur árum keypti hann sér lítinn, bláan Renault með afborgunum. Hann setti sjálflýsandi efni á stuðarana, klæddi hann að innan með silki og teppalagði. Og um hver mán- aðamót borgaði hann sína 150 franka. En daginn sem hann borgaði síðustu afborgunina, og bíllinn var loksins orðinn hans eigin, lenti hann í árekstri og bíllinn var ónýtur á eftir. Þá náði Marcel í haglabyssuna sína, labbaði út í skóg og skaut sig. Vinur hans sagði við frétta- mann, að „Marcel hefði ekki get- að hugsað sér að lifa án litla, bláa Renault-bílsins." ÁHYGGJURNAR Amerískur háskóli hefur kom- izt að þeirri niðurstöðu, að 40% af áhyggjum okkar sé vegna þess, sem aldrei gerist; 30% út af vandamálum, sem í rauninni séu þegar leyst og 20% af áhyggjum okkar séu smávægilegar og óþarfar. 4 VIKAN 44- ‘bi-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.