Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 8
BÚSÁHÖLD LAUGAVEGl 59 SÍMI 23349 VIÐARÞILJUR í miklu úrvali. VjV Viðartegundir: eik, askur, álmur, beyki, lerki, fura, valhnota, teak, mansonia, caviana. HARÐVIÐUR og Þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, Thermopal, ýmsir litir. Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 11+, símar 11931 og 13670 VHKftt^ Menntun á balli Kæra Vika! Það sem kom mér til að skrifa þér og biðja þig um ráðningu á draumi, sem mig dreymdi fyrir stuttu, var vitneskja um draum sem þú réðir og hefur komið fram. Og svo auðvitað forvitnin. Ég vona því, að þú hafir pláss fyrir þennan draum minn ein- hvers staðar í dálknum þínum, helzt sem allra fyrst. Mér fannst að ég og vinkona mín værum á dansleik. Hún var að dansa við fjarska myndarleg- an strák, sem ég hef aldrei séð, en ég sat og horfði á. Allt í einu verð ég vör við, að hún er að hæðast að mér við strákinn. Mér sárnaði þetta ægilega og rauk í burtu. En þá er þessi sami strák- ur skyndilega kominn fyrir fram- an mig og býður mér upp. Ég tók boðinu, en um leið fannst mér -vinkona mín líta. reiðilega til mín. Við dönsum góða stund, en setjumst síðan og tökum að tala saman. Við tölum mest um það, sem við ætlum að læra og þess háttar. Allt í einu segir hann: .,Þú verður að vera mín í nótt!“ Ég gef ekkert út á það. Þá segir hann: „Og svo skulum við alltaf fylgjast með menntun hvors annars!“ Ég varð fyrir hálfgerðum von- brigðum og var líka hálfundr- andi yfir því, að hann skyldi vilja, að við fylgdumst með menntun hvors annars. Síðan fór hann að segja mér frá húsi, sem hann kvaðst eiga langt frá öllum mannabyggðum, og þar gætum við verið í nótt. Ég var á báðum áttum um hvað gera skyldi. Skynsemin og útlit stráksins toguðust á. Og með það vaknaði ég. Gerðu það nú fyrir mig, Vika góð, að ráða bennan draum fyr- ir mig. Þá skal ég kaupa þig til æviloka annars ekki! Með fyrirfram þökk. A. Þ. Það gleður okkur, að við skyld- um ramba á að ráða draum rétt, eins og þú minntist á í uppliafi bréfs þíns. Vonandi reynumst við líka sannspáir hvað draumi þín- um viðvíkur: Þú munt flækjast á einhvern liátt inn í einkamál vinkonu þinnar og átt í miklu sálarstríði af þeim sökum. Xalið um menntun ykkar bendir til þess, að þú eigir kost á nánum kunningsskap við strák vinkonu þinnar, en þér ber að varast hann. BarnsfæSing í Bandaríkjunum Kæri draumráðandi! Mig langar til að leita eftir ráðningu við draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Hann hljóð- ar svo: Mér fannst ég hafa verið með pilti, sem ég hafði aðeins einu sinni séð. Mér fannst ég hafa verið með honum í þrjá eða fjóra mánuði. Þá fannst mér ég fara í vist til Bandaríkjanna og stuttu eftir að ég kom þangað, komst ég að raun um, að ég var vanfær. En maðurinn sem ég vann hjá virtist vera með af- brigðum velviljaður í minn garð. Hann bauðst til að hafa mig og barnið, á meðan ég væri að koma undir mig fótunum. Þegar eitt og hálft ár var liðið, hélt ég svo aftur heim til íslands. Faðir barnsins hafði frétt af barninu, en hafði ekkert haft af því að segja. Þegar til landsins kom, hafði ég upp á honum og sagði honum, að mér þætti ekki til mikils ætlazt, að hann sæi mér og barninu fyrir íbúð, þar sem hann hefði ekkert haft af okkur að segja í eitt og hálft ár. Hann samþykkti þetta, því að hann var mjög hrifinn af drengn- um og vildi, að hann kynntist sér sem föður sínum. Þá kom okkur saman um, að hann gætti barnsins, ef ég þyrfti að fara eitthvað út. Svo var það eitt sinn sem oft- ar, að hann gætti barnsins, á meðan ég fór á dansleik. Þegar heim af dansleiknum kom, hafði ég kunningja rninn með mér. Ég gaf í skyn við barnsföður minn, að hans væri ekki þörf lengur, en hann var þá tregur til að fara. Kunningi minn vildi ekki vera valdur að misklíð okkar á milli og kvaddi því. Endirinn varð sá, að ég og barnsfaðir minn gengum í það heilaga. Draumráðandi góður! Ráddu þennan draum minn. Með fyrir- fram þökk. A. J. Það er gömul trú, að giftum kon- um sé það fyrir góðu, að þær ali barn, en ógiftum fyrir erfiðleik- um í ástamálum. Hins vegar er cinnig sagt, að það sé fyrir vel lieppnuðum áformum að fæða sveinbarn. Og einhvern veginn finnst okkur, að þessi draumur hljóti að vera fyrir einhverjum erfiðleikum, sem síðan rætist prýðilega úr og allt endi vel og farsællega. 8 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.