Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 40

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 40
NÝKOMIN SENDING AF HINUM VINSÆLU BÚSÁHÖLDUM FRÁ „RUBBERMAID" í FJÖLBREITTU ÚRVALI. J. Þfliiáksson X Mrtgw í þá daga. Fimm slíkir dagar, sem ég lifði þá, eru nóg til að fleyta mér í gegnum áralangt andstreymi, — til þess að færa mér heim sanninn um það, að lífið sé þess virði að lifa því.... “ Já, við vorum ólík, en ein- mitt það átti stærstan þátt í hamingju okkar. Foreldrar mínir glöddust yfir trúlofuninni. En Ibsen var ekki jafn hrifinn. Margt misklíðar- efnið hafði komið upp milli hans og föður míns um dagana, eins og ég hef áður drepið á, og Ibsen var minnugur þess. Haiui gat ekki eins og faðir minn strik- að yfir það allt í einu vetfangi Stærð Hæð Breidd Dýpt’ 250 Lítra 84 cm 92 cm 70 cm 350 Lítra 84 cm 126 cm 70 cm 450 Lítra 84 cm 1 56 cm 70 cm Otí&Sl Laugav, 178. Simi 38000 og byrjað á nýjan leik. Hann var langrækinn og átti með af- brigðum erfitt með að gleyma. Og svokallaðir „vinir“, sem ekki óskuðu eftir trúlofun okk- ar, reru að því öllum árum að koma í veg fyrir hana. Það var að minnsta kosti víst, að þegar foreldrar mínir komu til Kristí- aníu, tók Ibsen ekki á móti þeim opnum örmum, ein3 og þau höfðu vænzt. Ánægja föður míns með ráðahaginn breyttist því í ofsareiði í garð Ibsens. Nú þeg- ar svo langt er umliðið, get ég ekki annað en hlegið að öllu saman. Enginn hefur verið mér betri en tengdaforeldrar mínir. En það tók tíma að kynnast þeim. Ibsen varð alltaf að yfirvinna eigin tortryggni og feimni, áður en hann gat vanizt nýju fólki og nýjum aðstæðum. Hann hefur ugglaust ekki getað sætt sig við þá tilhugsun, að tvær svo ólíkar ættir skyldu eiga að sameinast. Áður hafði kastazt í kekki milli þeirra, — hvað myndi ekki ger- ast, ef tengslin yrðu enn nánari? Allt bar að sama brunni og hér fer á eftir bréf, sem faðir minn skrifaði mér um þetta leyti. Eg birti það, því að það lýsir bezt því óveðursskýi, sem nú vofði yfir okkur. Auðvitað ýkir faðir minn. Hann er svo reiður, að hann veit varla hvað hann skrif- ar. Hann vitnar í ummæli Ib- sens sjálfs, sem gefa greinilega til kynna, að hann hafi skilið það á Sigurði, að ef hann kvænt- ist, þá mundi hann kvænast mér. Og þetta leggur hann út á þann veg, að Ibsen sé á móti trúlofun- inni. Ibsen þurfti aðeins að átta sig á þessu, venjast tilhugsun- inni. En faðir minn var bráður og gat ekki beðið. Og hér kem- ur svo reiðilesturinn: „Aulestad, 21. marz 1892. Kæra Bergljót: Þú ert alltof ung til að skilja allt hið illa, sem Ibsen hefur gert mér. Það gæti raunar allt verið gleymt og grafið. En hann kom hingað án þess að senda mér kveðju sína. Sigurður er trúlofaður þér, en hann hafði ekki samband við neinn úr fjöl- skyldunni, nema Björn og talaði við hann í niðrandi tón. Hann vill ekkert kannast við trúlofunina. Eg hef orðið þess var æ ofan í æ. Við mig sagði hann þurrlega hjá Ole Olesen, að Sigurður hefði sagt móður sinni, að ef hann mundi nokk- urn tíma kvænast, þá mundi hann kvænast þér. Ég heilsaði honum, og hann heilsaði á móti. Síðan sá ég hon- um rétt bregða fyrir í veizlum. Framkoma hans verður ekki skilin öðruvísi en svona: Hann vill ekkert hafa saman við okk- ur að sælda. Látum hann sigla sinn sjó. En þá vil ég líka vera frjáls maður og mega segja um hann og þessi nýjustu verk hans nákvæmlega það sem mér sýn- 40 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.