Vikan


Vikan - 13.11.1969, Side 46

Vikan - 13.11.1969, Side 46
Húsid med jérnhlidunum Hér birtist annar hluti nýrrar framlialdssögu eftir Elisabeth Ogilvie: Caroline Brewster segir söguna í fyrstu persónu. Hún er ung stúlka, sem var orðin leið á lífinu og réði sig samkvæmt auglýsingu til að gæta lítils drengs í afskekktu húsi niður við strönd. Hús- bcndinn heitir Rees Morgan. Hann missti konu sína í slysi þremur árum áður og einkasonur þeirra slasaðist þá svo illa, að hann býður þess aldrei bætur. Allt gengur vel fyrstu vikuna, nema ýmis smávægileg atvik vekja illan grun. Á fyrsta frídeginum sín- um fer Caroline til Somerset, sem er næsti bær. Þar hittir hún afgreiðslustúlku á veitingahúsi, sem var áður í vist hjá Rees Morgan. Hún ber honum heldur illa söguna. Framhaldssaga eftir Elisabeth Ogilvie — 2. hluti Hún leit út um gluggann og hristi höfuðið. — Og samt var það sem ég gerði alls ekki svo mjög hættu- legt. Drengurinn meiddi sig ekki vitundarögn. Og enginn hafði bannað mér þetta. Hún gretti sig í framan og teygði sig: — Mér er ennþá illt í skrokkn- um. Rees Morgan er sterkur og hann var óður af reiði. Ósjálfrátt lagði ég trúnað á hina ótrúlegu frásögn hennar. En ég gat alls ekki ímyndað mér, að hin djúpa og hlýja rödd Rees Morgans gæfi frá sér reiðiöskur. Og ég vildi heldur ekki trúa því, að hið fallega andlit hans gæti afmyndazt í reiði. Hver vissi bet- ur en ég hve mildur og blíður hann var, til dæmis þegar hann gældi við son sinn? Andartak þráði ég, að hann sýndi mér sömu ástúð og hlýju og syni sín- um. En í fjarska heyrði ég rödd Phyllis Partridges: — ... hann hefði getað sagt mér þetta sama á vingjarnlegan hátt. En augnaráð hans skelfdi mig svo, að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að búa undir sama þaki og hann. íSg hugsaði með mér, að hún gæti varla verið með öllum mjalla. — ... aumingja Tim, hélt hún áfram. Ég má ekki einu sinni til þess hugsa hvað um hann verði. — En Morgan elskar Tim, skaut ég inn í. — Hann er eins góður við hann og hægt er að hugsa sér. — Það er hægt að elska á margan hátt, sagði hún dular- full á svip. - Ósköp ertu áhyggjufull á svip, Phyllis, sagði einhver hlæj- andi fyrir aftan okkur. Ungur maður, hár vexti og ljóshærður, í skítugum vinnu- buxum og röndóttri skyrtu, hafði komið að borðinu án þess að við tækjum eftir því. Það lifnaði yfir Phyllis Part- ridge. — Halló, Erik, sagði hún. — Þetta er nýja stúlkan á Bell- wood. — Caroline Brewster. — Erik Allenby. Brosið hvarf af vörum hans og augun urðu dimm og hæðnisleg. Má ég setjast hjá ykkur? spurði hann. Hann var sólbrúnn, hárið ljóst og gullið og augun skærblá og fjörleg. Hvernig líður ykkur þarna úti? spurði hann, þegar Phyllis gekk að afgreiðsluborðinu til að sækja kaffibolla. — Phyllis er þeirrar skoðunar, að Morgan sé djöfull í mannsmynd. - Álítið þér það líka? Eg þekki hann ekki. Og reyndar þekkir enginn hann hér um slóðir. Hann var eins konar einsetumaður, jafnvel á meðan konan hans lifði. En hann er laglegur og aðlaðandi, eða er það ekki? Þær voru margar stúlk- urnar, sem vildu krækja í hann, þegar hann varð aftur einhleyp- ur. En þær gáfust allar upp. Ætlið þér líka að einangra yður í sama tilgangi og allar hinar? — Ég kann ágætlega við ein- veruna, enn sem komið er að minnsta kosti. En Rees Morgan leggur til, að ég fari eitthvað einu sinni í viku. — í sérhverri hryllingssögu, sagði Erik, — þá þarf geggjaði vísindamaðurinn að fá eitthvert tækifæri til að gera sínar djöful- legu tilraunir. É'g gat ekki varizt því að hlæja. Hann var strákslegur á svip og háðskur, þegar hann sagði þetta. Og hann var sannarlega aðlað- andi og vingjarnlegur, þegar hann sagði: — Það gleður mig sannarlega, að þér skuluð fá frí einu sinni í viku og að Somerset skuli vera eini staðurinn, sem þér getið heimsótt. Hafið þér ekki gaman af siglingum? Jú, þér hljótið að hafa ánægju af að sigla. Eg sé það á yður. Ég hringi til yðar næstkomandi miðvikudag. Ef veðrið verður slæmt þá, veljum við einhvern annan dag. Nú verð ég því miður að fara. En við sjáumst sem sagt aftur. Þegar ég ók heimleiðis í feg- urð sumarkvöldsins. brosti ég í hvert, skinti sem mér varð hugs- að til Eriks Allenby. Þegar hann mundi hringja til mín, ætlaði ég svo sannarlega að segja honum til syndanna, og koma honum í skilning um, að ég væri ekki jafn auðveld bráð og hann héldi. Síðustu sólargeislar kvöldsins spegluðust í gluggum Bellwood. Þéttur skógurinn var allt í kring- um mig og mér fannst hann þrengja að mér á sama hátt og járnhliðin, þegar ég ók inn um þau. Ég þaut upp á loftið til að að- gæta, hvort Tim væri vakandi. Rees sat við rúmstokkinn hjá honum og las í bók. Þeir urðu ekki varir við mig fyrst í stað. É'g stóð um stund og horfði aft- an á Rees, á breiðar axlir hans, hnakkann og dökkt hárið. Um leið og Tim kom auga á mig, lifnaði heldur betur yfir honum. Carol, sagði hann. — Komstu með nokkuð handa mér? Rees sneri sér við og horfði á mig og mér fannst einkennileg- ur glampi í augum hans. Hann gekk til mín og lagði hlýjar hendurnar á axlir mér. - Við vorum einmitt að bíða eftir þér, sagði hann lágt. Á samri stundu skynjaði ég, að ég gæti ekki barizt gegn til- finningum mínum lengur. Ég bar sannarlega hlýjan hug til hans. Því varð ekki neitað. Við stóð- um þarna hlið við hlið og horfð- um á Tim opna pakkann, sem ég hafði fært honum. — Þú ættir kannski að fara að sofa núna, Tim, sagði ég. — Komdu niður á eftir og fáðu þér glas með mér, sagði Rees við mig, kyssti son sinn og fór. — Þarftu að fara fram á bað, Tim? spurði ég. — Nei. Jú, kannski ég geri það. Hann settist upp og sveiflaði fótunum undan sænginni. Ég ætlaði að styðja hann fram úr rúminu, en þá brosti hann og reyndist geta gert það með öllu hjálparlaust. Mér til mikillar undrunar sá ég, að hann gat gengið án þess að vera með spelkurnar. Hann var að vísu óstyrkur og valtur á fótunum, en hann gat samt gengið. — Ég vissi ekki, að þú gætir þetta, sagði ég, þegar hann kom aftur. — Veit nabbi þinn það? Ég má ekki gera þetta, hvíslaði hann að mér fullur af sektarkennd. — Þá er víst bezt, að þú hlýð- ir pabba þínum, sagði ég, bauð honum góða nótt og fór. Á leið- inni niður stigann hugsaði ég með mér, að í rauninni vissi ég alltof lítið um meiðsli Tims. Kannski var ekki vonlaust um, að honum gæti farið mikið fram. Hvernig gat ég vitað það? En Rees hlaut að hafa gert allt fyr- ir hann sem hægt var. Hann var svo samvizkusamur og hugsaði eins vel um drenginn og frekast var hægt. Hann beið eftir mér niðri. —■ Við skulum ganga út stund- arkorn, sagði hann, lagði jakk- ann sinn yfir axlir mér ofur- hægt og varfærnislega. Við geng- um þögul í bláleitu rökkrinu. Skyndilega rauf hann þögnina. — Hvað gerðir þú í fríinu þínu? Ég sagði í stórum dráttum frá bílferðinni og Somerset. Og síð- an minntist ég á Phyllis Part- ridge. — Jæja, er hún þarna enn- þá? spurði hann. — Og hvað sagði hún við þig? — Hún sagði, að þú hefðir orðið reiður við hana, og kvaðst hafa tekið það svo nærri sér, að hún hafi farið úr vistinni á samri stundu. Eg treysti Rees og vildi vera fullkomlega heiðarleg gagnvart honum. Þess vegna fannst mér, að hann þyrfti að vita, hvað ég hafði frétt í bænum. — Já, það er rétt, ég missti stjórn á skapi mínu gagnvart þessari ágætu ungfrú Partridge. Siáðu til, Carole. Það var ekki að ástæðulausu. Ég sá þau dag nokkurn hana og Tim hérna á klettabrúninni fyrir framan okk- ur. Tim var að leika sér einmitt á beim stað, þar sem móðir hans dó o<? hann sjálfur slasaðist, svo að hann býður þess aldrei bæt- ur. Það er ekkert grindverk þar sem bi'm féll fram af klettunum. Tim féll líka fram af. en líkami bennar biargaði lífi hans. Þetta var svo hræðilegt, Carol. Og 46 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.