Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 29
knúðan til að vinna að öðru en eigin hagsmunum, og þetta fólk túlkar auðvitað framkomu Palmes eftir sín- um eigin mælikvarða; telur hann kaldan bjarsýnismann og valdasjúkan, 'fyrir utaú ýmislegt annað, sem það vill telja honum til lasts. Það er vitað mál að póli- tískt vald gefur mikla mögu- leika til framkvæmda, mögu- leika til þess að gera hug- myndir að veruleika. Olof Palme er liarður i hom að taka, og hann á sér lítið rautt kver. Það er stöðug spenna í kringum þennan mann. Fóllc finnur ekki til öryggis i nær- veru hans. Hann virðist ætl- ast til þess að menn hugsi sjálfstætt, og það er ekki allt- af vel liðið. Ásýnd hans, eða réttara sagt, ásýndin sem var, hefir verið mjög milcið milli tann- anna á fólki, síðan hann skaut áhorfendum skelk í bringu með hvössu augna- ráði í sjónvarpinu. Olof Palme virðist ekki skeyta mikið um útlit sitt, ekki fyrr en hann fékk það framan í sig, að honum væri eins gott að fá sér skárri hárgreiðslu- meistara, það gæfi skaðað málstaðinn, ef hann væri elcki sómasamlega klipptur. Það var sagt að hann hefði lagt sér til Hamlet-klippingu fyx-ir flokksþingið í fyrra. Drættirnir i andliti hans, sem áður voru túlkaðir á ýmsa vegu, eru nú horfnir, og sömuleiðis barnatennurnar. En þetta með tennurnar var reyndar ekki gert til að ganga í augun á sjónvarpsáhorfend- um, heldur til að þóknast lækni hans. Síðan hefir Palme vei'ið dálítið ess-mælt- ur, og það ætti hann að taka til athugunar. En svo er það augnsvipur- inn. Það leynir sér ekki að maðutinn fær ekki nægan svefn. Það er líka mála sann- ast. Á árunum 1953—1958 svaf hann lítið sem eklci neitt. Þá sat hann í undirbúnings- nefn rikisráðsins. Og hann hefir ekki haft mikinn tima til sveflns síðan. Palme er ekki morgunmaður, en neyð- ist samt til að fara snemma á fætur. En hann hressist Þótt kastað sé fúleggjum, tyllir Palme sér því betur á tá! fljótt, þegar liða fer á dag- inn, og er hinn sprækasti fi-am yfir miðnætti. Hann er því ekki sérlega hraustlegur á morgunfundum í þinginu, — þá er hann fölur og fár, en nær venjulega eðlilegum litarhætti, þegar lxann fer að tala. Þá verður liann ungleg- ur og óþreytandi að sjá. Hann er mjög góður i*æðu- maður, patar mikið til á- herzlu orðum sínum, og hef- ir það mikinn sannfæringai'- nxátt, að áheyrendur lirífast með. En ef litið er hak við ræðustólinn, sézt að hann treður eiginlega sjálfan sig um tær, svo hann hlýtur að slíta yfirleðrinu á undan skó- sólunum. Hann týnir venju- lega haridritum að ræðum sinum, en það skiptir ekki Sjöman tók viðtal við Palme. Því var skellt inn í myndina „Forvitin gul“, og vakti það hneyksli. máli, lxann er ekki í neinum vandræðum með að tala blaðalaust, er það rökfastur að í'æður lxans standast próf- un eftir á. Hann segir aldx-ei „hum“, og það eiga áheyr- endur dálítið erfitt með að fyrirgefa honum. — Það er eittlxvað drengja- legt við hann, sem stangast á við háfleygar skoðanir hans. Hann umgengst kven- fólk, eins og það sé mann-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.