Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 6

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 6
"glugga tjalda- e£ni„ LAUGAVEGI 59 SÍMI 18478 /-----------------------------------> I ■ Þér spariö með áskrift IIIKAN Skipliolti 33 - sfmi 35320 v.__:_______________________________ Sígarettureykingar Herra Póstur! Það er ekki að okkur íslend- ingum að spyrja; hvaða skíthæll sem er getur gert okkur að al- gjörum bavíönum! Nú síðast skriðum við enn einu sinni fyrir Ameríkönum og látum þá kúga okkur til að merkja eitrið sjálf- ir. Svo var frá því skýrt opinber- lega, að „viðunandi lausn“ hefði fundizt á deilunni. Auðvitað átt- um við að neita að kaupa eina einustu sígarettu frá þeim þang- að til þær komu merktar eins og landslög fyrirskipa. Bretinn merkir jú handa okkur pakkana, enda eru það mannlegar verur en ekki stirð vélmenni tækni- þjóðfélagsins. Vertu svo blessaður. S. H. S. í rauninni er þetta spurning um það, hvort við getum „skikkað“ bandariska tóbaksframleiðendur til að fara að okkar lögum, enda segir mér svo hugur, að aldrei hafi verið til neinir samningar um það, að sígarettumar skuli koma með þessari viðvömn til landsins. Þvi má álykta að við megum sennilega nokkuð vel una við málalok enda hefði það getað haft ákaflega slæmar af- leiðingar hefðum við neitað að kaupa af þeim „eitrið“. Eg meina — efnahagslegt sjálfstæði okkar er ekki það stöðugt. Happdrætti Til Vikunnar! Síðastliðinn desember var ég staddur í Reykjavík og keypti þar nokkra happdrættismiða til styrktar góðum málefnum. En vinningsnúmerin hef ég hins vegar aldrei séð. Gætuð þið ekki birt þau númer sem upp komu hjá eftirtöldum aðilum? Það átti að draga rétt fyrir síðustu jól. f þessum þremur happdrættum keypti ég 1—2 miða í hverju: Happdrætti Krabbameinsfé- lagsins, Happdrætti Sjálfsbjarg- ar og Happdrætti Styrktarfélags vangefinna. Með beztu kveðjum og kær- um þökkum fyrir allt gott. Gamall sjómaður. Ég skal gefa þér virkilega gott ráð: Hringdu í aðalstöðvar þess- ara happdrætta og þar færðu að vita allt um þessi mál. Svar til Maju: í alvizku Póstsins getur hann því miður ekki hjálpað þér á annan hátt en þann, að vísa þér á skrifstofur skipaafgreiðslu hér í höfuðborginni, og þá myndi ég álíta Togaraafgreiðsluna einna vænlegasta. Með þessum upplýs- ingum sem þú hefur, ættu þeir áreiðanlega að geta hjálpað þér. Og fyrirgefðu svo að við skulum ekki hafa svarað þér strax. Gamaldags mamma Elsku Póstur! Ég þarf að leita ráða hjá þér. Ég hef gert það áður og ráðið sem þú gafst mér þá var ágætt. Jæja, ég er 14 ára og er talin frekar bráðþroska. Mamma mín er komin á frekar háan aldur og er mjög gamaldags. Til dæmis ef ég ætla í partý, verð ég alltaf að ljúga mig út: segjast ætla út að rúnta. En ef ég segist ætla í partý, þá verður hún hreint og beint vitlaus. Ef strákar hringja í mig, hangir mamma yfir mér á meðan ég er i símanum, og þó segist hún alveg treysta mér. Fari ég í bíó eða á böll, er ég farin að bíða eftir því að hún segi „Þú kemur sko beint heim!“ Ég get aldrei farið neitt á eftir með krökkunum. Og ég tala nú ekki um ef ég er með strák á föstu, þá spyr hún mig sojörun- um út og passar mig ennþá bet- ur en áður. Þú vilt kannske minna mig á lögin, en þá skal ég segja þér að lö^ean sést ekki úti eftir klukk- an tíu og það fer enginn eftir þessum löeum. Hvað á ég að gera til að láta hana skilia að ég get vel passað mig siálf? Ég er búin að seaia henni það, en það bara virðist ekki duga. Og svo er eitt enn: Eg er hrifin af strák sem reyndi við mig í fyrra, en þá vildi ég ekkert með hann hafa og fór illa með hann. Núna er ég alveg veik fyrir honum, en hvað á ég að gera til að vekja áhuga hans aftur? Finnst þér ekki að í siónvarp- inu ætti að vera þáttur þar sem talað væri við mæður og börn, og reynt að láta fullorðna fólkið skilia okkur unglingana. Ég heM að það væri þarfara en margt annað sem sýnt er. Að lokum þakka ég kærlega fyrir allt efni VIKUNNAR og vona að þú svar- ir mér. Guðrún. P.S. Hvernig er skriftin? Sjáffu nú til, Gunna mín. Þaff er ekki nóg aff fullorffna fólkiff skilji unglingana — unglingarn- ir verffa að skilja fullorffna fólk- iff líka. Þess vegna skaltu reyna aff setja þig í spor móffur þinnar og sjá hver útkoman verffur. En 6 VIKAN 46 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.