Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 43
En skemmtilegustu myndina úr þessu samkvæmi hefur þó mál- arinn Erik Werenskiold dregið upp. Eg get ekki stillt mig um að birta hana hér. Erik Werenskiold skrifar: „í veizlunni voru milli þrjá- tíu og fjörutíu manns. Eg var svo heppinn að sitja þar sem ég bæði sá vel og heyrði það sem gerðist í þessari sögulegu veizlu. Ég hafði frú Augustu Sinding til borðs. Ibsen, sem sóttist eftir ungum stúlkum, hafði fengið Kittie Kjelland. Hún var reynd- ar hvorki ung né falleg, heldur þekktur listmálari og harðsvíruð kvenréttindakona. Ibsen var ber- sýnilega óánægður. Þegar líða tók á borðhaldið, reis Georg Brandes úr sæti sínu og sagði: — Sá sem kemur á elleftu stundu er jafn góður og sá sem kemur á sjöundu stundu eða ní- undu. Þó er munur á þessu. Við hér á Norðurlöndum komum á sjöundu stundu, við höfum skil- ið Ibsen fyrr en aðrir... . Þá byrjaði Ibsen að hrista sitt gráa höfuð. Brandes varð hverft við og tók að útskýra og færa sönnur á, að við hefðum þó skil- ið hann fyrr en aðrir, en því meir sem hann útskýrði, því meir hristi Ibsen höfuðið. Og þegar allir risu á fætur til að skála fyrir Ibsen, þá stóð hann aðeins til hálfs upp frá stólnum og sagði: — Ég hef margt við þessa ræðu að athuga, en ég mun ekki gera það hér.... Stemningin var sannarlega þvinguð. Þá stóð Thommessen ritstjóri upp og þakkaði Ibsen af hálfu leikara fyrir öll þau stórkostlegu hlutverk, sem hann hefði samið handa þeim. — É’g hef ekki samið hlutverk fyrir leikara eða leikkonur, hreytti Ibsen þá út úr sér. — Eg hef skrifað til að lýsa mannleg- um örlögum, en ekki til að semja hlutverk. Nokkru síðar hóf Kittie Kjel- land samræður við borðherra sinn, Ibsen. Hún áleit að flestar dáðir í Noregi hefðu verið drýgð- ar að vestlendingum: •—■ Því að þér eruð jú líka vestlendingur, herra Ibsen, sagði hún. — Ég er norskur, sagði Ibsen. Þér eruð ekkert drukkinn herra minn. Þær eru tviburar. -— En ég skil mætavel, að frök- enin hlýtur að vera frá Stavang- er. Svo var farið að ræða um Heddu Gabler. Kittie Kjelland gat ekki með nokkru móti þolað frú Elvsted. — Svona konur, sem fórna sér fyrir karlmennina, sagði hún. —- É'g skrifa til að lýsa mann- eskjum, svaraði Ibsen. — Og mér stendur gjörsamlega á sama um hvað ofstækisfullum kvenrétt- indakerlingum líkar eða líkar ekki. Nú var mælirinn fullur, enda borðhaldinu að ljúka. En þá kom Ibsen til konu minnar, sem hann þekkti frá Múnchen, leiddi hana og systur hennar fram og aftur um gólfið og ljómaði af ánægju. Síðar um kvöldið sagði Thom- messen ritstjóri við Ibsen, að George Brandes ætlaði að sækja um prófessorsstöðu við Hafnar- háskóla. — Jæja, sagði Ibsen. — Ég vona bara að hann fjalli ekki um norskar bókmenntir. Hann hefur nefnilega ekki hundsvit á þeim. Sá orðrómur gekk, að Thom- messen hefði sagt Brandes þetta síðar um kvöldið, er þeir sátu saman við borð. En sennilega er það aðeins gróusaga. Hitt er víst, að strax daginn eftir hélt Brandes rakleitt til Kaupmanna- hafnar, og hefur veizlan vafa- laust átt sinn þátt í hinni skjótu för hans.“ Þannig farast Erik Werenski- old orð og lýsing hans er vissu- lega kostuleg og leiftrar af kímni. Hins vegar skyldi enginn ætla, að hegðun Ibsen í veizlum hafði lýst innsta eðli hans. Sann- leikurinn er sá, að Ibsen leið illa í veizlum, hanín fann ,til þvingunar og kunni ekki við sig. Auk þess fannst honum þær stela of miklu af hinum dýrmæta tíma hans. Þeir sem eingöngu kynntust honum í veizlum og op- inberum samkvæmum, fengu því alranga mynd af honum. En þessari hlið Ibsen hefur einmitt verið haldið mjög á lofti. Því eldri sem Ibsen varð, því betur skildi hann, að hann hafði annað og þarfara við tímann að gera en sitja við veizluborð og bók- menntalegt blaður. Tíminn var naumur og enn átti hann margt ógert. Þess vegna krafðist hann nú sem fyrr algers næðis á heimili sínu, en stöðugt reyndist erfiðara að sjá honum fyrir því. Hann var umsetinn af forvitnu fólki. Dag nokkurn kom bakari til hans og bað hann að yrkja fyrir sig afmælisvísur, Ibsen titr- aði af reiði. En guð minn góður hvað við hin, sem urðum vitni að þessu, hlógum dátt. Ég má til með að rifja upp aðra sögu, sem við höfðum líka gaman af: Dag nokkurn kom Ameríkani, hringdi dyrabjöllunni og spurði hvort hann gæti fengið að sjá Ibsen og skrifstofu hans. Frú Ib- Afgreiðum næstu daga NUDSON sokka og sokkabuxur, bæði 20 og 30 den. Pantanir óskast endurnýjaðar DavíO S. Jónsson 8 Co. hf. Sími 24-333 _________________________________/ \ Uaritíiarkarlir INNI OTI BfLSKÚRS SVALA HURÐIR ShtH/- & 'Utikufli? H □. VILHJÁLMSHDN RÁNARGÖTU 12 SÍMI 19669

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.