Vikan


Vikan - 13.11.1969, Síða 19

Vikan - 13.11.1969, Síða 19
hans: — Ég vildi að við hefðum verið bundin sterkari böndum. Oleysan- legum böndum! Oleysanlegum böndum! Hann var algerlega ókunnur! Hvað ímyndaði hann sér eiginlega? En hendur henn- ar titruðu. — Góða nótt — fagra frú. Batsheba var viðutan og klaufa- leg, þegar hún flýtti sér yfir hlað- ið og inn í húsið, læsti á eftir sér og skaut tvöföldum slagbrandi fyr- ir dyrnar. Hún varð að *á ró. En dökku augun og lágværa, stríðnislega röddin, létu hana ekki í friði. Sumarhitinn var kæfandi innan veggja rósagarðsins, og loftið óm- aði af voldugu suði, eins og hljóm- kviðu; það var býflugnamergðin sem suðaði! Batsheba lagfærði blæjuna yfir barðabreiðum hattinum. Hún hægði á sér, því það var um að gera að koma beint undir bý- flugnamökkinn, sem var eins og ský á lofti; reyna að veiða þessi loðnu skordýr og koma þeim var- lega fyrir í býkúpunni. En þetta var ekki hættulaust verk; það varð að gæta þess vel að blæj- an hyldi andlitið og að ekkert gat væri á glófunum. Hún hafði reynd- ar getað látið einhvern vinnumann- inn gera þetta, en það vildi hún ekki. Þetta var starf húsmóðurinn- ar. Og hún hlakkaði til að fá gull- ið hunangið í lok sumarsins, og að láta Liady og frú Coggan setja það á glös til vetrarins. Það var nota- leg tilhugsun. Loftið var þrungið af ilmi innan steinveggjanna í rósagarðinum, þegar hún fikraði sig varlega upp þrepin. En skyndilega hrökk hún við og nam staðar. Hún heyrði glað- legan hlátur fyrir aftan sig. Svo fann hún hvernig blóðið þaut upp í kinnar hennar Þarna var hann. Hann hallaði sér upp að bogahliðinu, og augun voru jafn dökk, og ennþá stríðnislegri, en þegar hún hitti hann um nóttina við hveitistakkinn. Hún var fegin því að blæjan huldi andlit hennar. — Ungfrú Everdene! sagði hann, oq kom hægt í áttina til hennar. — Ég vissi ekki hver þér voruð þarna um kvöldið. Þér, sem sneruð á kornmangarana. Hann stóð kyrr og dökk augun voru biðjandi. — Viljið þér fyirrgefa ókurteisi mína? Slíkur maður var auðvitað vanur að fá vilja sínum framgengt! En ekki hérna, — ekki hjá henni. — Nei, það geri ég sannarlega ekki, svaraði Batsheba og lyfti blæjunni frá and- litinu. Hann skildi sjá að henni væri alvara. Hún var snögg í bragði og gerði það með viIja. — Ég ætlaði ekki að særa yður, sagði hann ísmeygilega. — Og það er grimdarlegt af yður að taka þessu svona illa. Ég sagði yður hve fögur þér eruð, og það er satt. Ég er heiðarlegur maður, ungfrú Ever- dene. — Mér kemur ekkert við hvort þér eruð heiðarlegur eða ekki, en mér líkaði ekki hve nærgöngull þér voruð. Batsheba var hnarreist eins og drottning, og sneri sér við. Hún ætlaði að ná í býflugurnar, og hún hafði engan tíma til að ta|a við þennan Frank Troy. En hún fann að hann fór ekki, hann stóð þarna inn- an um rósirnar, mjög nálægt henni. Hana hitaði í andlitið og hjartað sló hraðar. — Viljið þér alls ekki fyrirgefa mér? Frank Troy var ekki í vand- ræðum með blíðmælgina. Batsheba Everdene var líka töfrandi; hörund hennar var eins og blöð rósanna um- hverfis hana. Og glampinn í kulda- legum, bláum augunum, hafði egn- andi áhrif á hann. — Nei, ég geri það alls ekki, ég er búin að segja yður það, svaraði hún í sama róm og áður. — Það er ekki mín sök að þér eruð svo fögur, sagði hann. — Þér vitið ekki sjálf hver áhrif slíkir töfr- ar hafa á varnarlausa menn eins og mig .... Hendur Batshebu titruðu. Enginn hafði talað þannig til hennar áður. Svo greip hann hana í faðm sér . Hún varð vandræðaleg, óörugg, en hana langaði til að sýna yfirburði sína, en það var tilgangslaust. Henni fannst hún vera að kafna. Hann var svo ólíkur öðrum mönnum, mönn- um sem hún hafði áður hitt. — Vilj- ið þér ekki gjöra svo vel að fara héðan, ég hefi störfum að sinna, sagði hún, frekar biðjandi en skip- andi. — Þér megið ekki tala svona til mín, — ég vil ekki hlusta á yður. Hann anzaði því engu og kom nær. — Ég hefi verið að hugsa um yður, síðan ég sá yður fyrst. Ég varð ástfanginn í yður við fyrstu sýn. Batsheba sneri sér snöggt við. Var þetta satt? Var hann að draga dár að henni? En augnaráð hans var alvarlegt og hann leit beint í augu hennar. — Og ég er það ennþá, sagði hann, með sömu lágværu, lokkandi röddinni. — Það er útilokað! Hún leit á hann og var svo taugaspennt að hún tók andann á lofti. — Slíkt skeð- ur ekki í veruleikanum. . . . En augu hans andmæltu henni, og hún kom ekki upp nokkru orði í viðbót. Gabriel sá Batshebu langleiðis að. Hún kom hlaupandi niður heim- keyrsluveginn, létt eins og fugl, í hvítum sumarkjól, og sólin geislaði í rauðbrúnu hárinu. Hún hljóp fram hjá fjárgirðingunni og kallaði til hans: — Gott kvöld, Gabriel! en hún nam ekki staðar. Hún hélt áfram niður með hæðunum við ströndina, þar sem grasið var lágvaxið og strítt. Hann horfði á eftir henni um stund, en sneri svo við. Hún var húsmóðir hans, hún hafði rétt til að fara hvert sem hún vildi. Hann var aðeins einn af vinnumönnum hennar, fjárhirðirinn .... Batsheba hafði varla tekið eftir honum, það var rétt svo hún sá hann, á sama hátt og hún sá kind- urnar sínar. Hún kastaði á hann kveðju um leið og hún hljóp fram hjá honum. Hjarta hennar var hjá öðrum manni, allt öðrum en honum! Hermanni Hennar Hátignar, I þröngum, bláum, borðalögðum buxum og skarlats- rauðri treyju með gullborðum á ermunum! Hann hafði lofað henni að sýna henni undirstöðuatriði í skylmingum, — ef þau gætu hitzt þar sem enginn sá þau . . . Blóðið þaut eftir æðum hennar. Hún hljóp, það var engu líkara en hún flygi, snerti varla jörðina, nið- ur hallann, rekin áfram af einhverri ólýsanlegri tilfinningu, sem hún gat ekki fyllilega gert sér grein fyrir. Hún vissi aðeins það eitt að hún varð að komast burt frá búgarðin- um, burt frá öllum skyldustörfum, — burt til að hitta Frank Troy með leynd! Hann hafði beðið hana að hitta sig. Hún gat ekki annað en svarað því játandi. Dökka, ákafa andlitið stóð alltaf fyrir hugskot- sjónum hennar, já alltaf! Lafmóð eftir hlaupin, nam hún staðar og leit í kringum sig. Hvergi sázt glitta í gull eða skarlatsrauðan jakka, og andartak fann hún sáran sting von- brigða í brjósti sér. Ef hann kæmi nú ekki? En það vissi enginn að hún hefði farið til móts við hann, enginn skyldi fá tækifæri til að hlæja að henni .... Svo sneri hún höfðinu, og varir hennar opnuðust í Ijúfu brosi. Hann var þarna! Hann stóð upp á háum hól, beint á móti henni. Hún þaut niður hallann, niður í lautina, til að mæta honum á miðri leið, og nam staðar, rétt fyrir fram- an hann. Hún gekk upp og niður af mæði, en hún leit ekki beint í augu hans, og Frank Troy hló. — Troy liðþjálfi, mættur til að sýna skylmingar, ungfrú! sagði hann mjög hátíðlega. — Fáið yður sæti, ungfrú! Hún hné niður í grasið og leit upp til hans. Hann dró sverðið úr slíðrum, og það glitraði á það í sterklegri, þrúnni hönd hans. Hún Framhald á bls. 34. 48 tbl VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.