Vikan


Vikan - 13.11.1969, Síða 47

Vikan - 13.11.1969, Síða 47
hann mun sjálfur aldrei geta skilið það. Stundum er mér nær að óska þess, að hann hefði feng- ið að deyja með henni. Hann drúpti höfði og sagði ekki eitt einasta orð, þar til við komum aftur til Bellwood. — Þakka þér fyrir, Carol, sagði hann lágt. — Ef ég hefði verið einn í kvöld, hefði ég ráf- að úti alla nóttina. Hann reyndi að hlæja. — Nú höfum við sannarlega gott af því að fá okkur ofurlitla hressingu. Ég gekk fram og aftur um stofuna með glasið í hendinni. Það klingdi örlítið í ísmolunum. 'Eg stanzaði fyrir framan mynd af hinni látnu konu hans. Hún var ung og alvarleg á svipinn á myndinni. Augun lýstu rósemi og munnurinn var viðkvæmnis- legur. Þú ert alls ekki ólík henni. Mér finnst öll ógæfa mín gleymd og grafin, þegar þú ert hér, ung, falleg og lifandi. Hann var undarlega fjarrænn. Hann leit á myndina, lyfti glasi sínu og drakk. Ég hefði líklega getað farið út úr herberginu, án þess að hann tæki eftir því. En hvers vegna gerði ég það ekki? Eg var hing- að komin til að líta eftir Tim, en ekki til þess að verða ást- fangin af föður hans. — Carol, sagði hann. — Fyrir- gefðu mér. Sýndu mér ástúð og þolinmæði alveg eins og Tim litla. — Góða nótt, Rees, sagði ég lágt. Hann stóð neðst í stiganum, þegar ég gekk upp hann. Eg sá andlit hans enn fyrir mér, um leið og ég lokaði dyrunum á herbergi mínu. Þetta undarlega sambland af sorg og gleði. Ég lá í rúminu mínu og heyrði, að Rees lék klassísk verk af hljómplötum niðri. Mér leið mjög þægilega. Ég var á milli svefns og vöku og hugsanir mín- ar voru á reiki fram og aftur. f rauninni var aðeins ein kona til í huga Rees. Og hún var dá- in. En samt leið mér vel. Eg hrökk upp með andfælum og stóð skyndilega ein á gólfinu í kolniðamyrkri. Eg hafði heyrt langt og skerandi öskur. Eg var stjörf og starði út í myrkrið. Bergmál ópsins kastaðist frá ein- um veggnum til annars í þessu stóra húsi. Það var innilokað á sama hátt og ég. Tim. Það var hið fyrsta sem mér datt i hug, þegar ég heyrði ópið. En hann svaf vært við dauft skin náttlampans. Ég lag- færði sængina á honum skjálf- andi höndum, gekk síðan að glugganum og leit út. Trjágrein- arnar svignuðu undan vindinum og í fjarska heyrðist í briminu, þegar það skall á klettunum. Ég lokaði glugganum og gekk síðan aftur inn í herbergið mitt. Ég settist í hægindastól og horfði út um gluggann, á gras- flatirnar og skóginn. Ég kom auga á staðinn, þar sem skógar- stígurinn hófst. Bergmálið af öskrinu hljóm- aði enn fyrir eyrum mér. Var það ég sjálf, sem hafði rekið upp þetta skerandi neyðaróp? Phyll- is Partridge hafði talað um slæma drauma og martröð. Mér datt í hug, að þetta stafaði af því, sem Rees hafði sagt mér kvöldið áður, um slysið, þegar konan hans dó. Hún hlaut að hafa rekið upp nístandi óp, þeg- ar hún féll fram af klettunum; þegar snarpur vindsveipur gerði það að verkum að hún missti jafnvægið, eða hvernig sem það nú var, sem slysið bar að höndum. Síðan hafði ég smátt og smátt róazt og sannfærzt um, að það hefði verið ég sjálf sem hrópaði eða þá eitthvert dýr í skóginum. Loks gat ég sofnað aftur. Daginn eftir var sólríkur júlí- dagur og síðan fylgdi hver dag- urinn í kjölfar annars. Alltaf var glaðasól og gróðurilmur í lofti. Miðvikudagur. Næsti frídagur- inn minn. Eftir morgunverðinn vorum við stundarkorn á strönd- inni, Tim og ég. Við byggðum hús í sandinum og fundum nokkra smákrabba. Ég baðaði mig í sólinni. Hvers vegna skyldi ég ekki fara út með Erik Allenby? Eg átti hvort sem var að fara eitthvað, þegar ég átt.i frídas, samkvæmt eindreg- inni ósk Rees. — Tim, sagði ég. — í kvöld kem ég ef til vill ekki heim, fyrr en þú ert sofnaður. En ég skil eftir ofurlítinn pakka handa þér við rúmið þitt. Hann hló og var hinn ánægð- asti. — Einhvern tíma kem ég með þér til bæjarins, Carol. — Við sjáum til, Tim, sagði ég til þess að dreifa talinu, af því að ég vissi að þetta var und- ansláttur. En hann gerði sér þetta svar að góðu. Klukkan ellefu kom Roberts niður að ströndinni til að sækja okkur og segja mér, að Erik hefði hringt til mín. Hann spurði, hvort ég gæti ekki hringt til hans. Tim greip fram í fyrir okkur, benti á húsið, sem við höfðum byggt í sandinum og sagðist mega fara með mér til bæjarins einhvern tíma. Roberts vék sér að mér og hvíslaði: — Herra Morgan vill ekki, að Tim sé gerður spenntur að ástæðulausu. — En þetta er hans eigin hug- mynd og eg hef alls ekki lofað honum þessu, svaraði ég og var sárgröm. Rees hitti okkur fyrir utan húsið. Hann lyfti syni sínum upp og sagði síðan yfir öxl hans við mig, að ég skyldi hringja úr bókaherberginu sínu. — Ég kem seinna niður að ströndinni til að skoða sandkast- alann, sagði hann við Tim og hélt síðan inn í húsið. Hann stóð fast við hliðina á mér í bókaherberginu, á meðan hann fletti í símaskránni í leit að símanúmeri Eriks. Mér virt- ist hann vera svo þreyttur og einmana, að ég fann hjá mér hvöt til að tala einslega við hann og í fullum trúnaði. — Rees, sagði ég. — Roberts segir, að ég megi ekki gera Tim litla spenntan að ástæðulausu. Mér skilst á honum, að ég megi ekki heldur segja honum sitt af hverju, sem hann spyr mig um og langar til að vita. Þú ert faðir hans og þess vegna langar mig til að spyrja þig ráða. Tim kom í morgun með bók til mín og bað mig um að segja sér, hvað bókstafirnir hétu. Hann þekkir suma þeirra, en hann langar til að læra meira. Hann var svo ákafur og svo fljótur að læra nýja stafi, að ég varð himinlif- andi af ánægju. Rees — ertu viss um, að það megi ekki þjálfa heila hans aftur. Hvernig ætti það að geta skaðað hann? Rees varð hugsi á svip og tók að troða tóbaki í pípuna sína. — Tim er óvenjulega fjörmik- ill og aðlaðandi krakki, sagði hann loks. — Hann virtist vera mjög vel gefinn, þegar hann var lítill og hann hefði eflaust náð góðum árangri, ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu. Það sem bú verður vör við eru aðeins daufir elampar. ofurlítið brota- brot af þeim gáfum og hæfileik- um, sem hann hafði. — Það sem hann vill gera er aðeins óskadraumur hans, sagði Rees og í sama bili heyrðum við hlátur Tims úr baðherberginu. — Hann vill gera svo ótalmargt, sem hann getur ekki. Þess vegna reynum við að haga uppeldi hans þannig, að hann verði fyrir sem minnstum vonbrigðum. Hann mun ekki geta þroskazt eins og önnur börn. Ef við reynum að vinna að því, þá vofir alltaf yfir sú hætta, að aftur blæði inn á heilann. Ég horfði á hann þar sem hann stóð teinréttur. Það leyndi sér ekki, að hann átti í miklu sálar- stríði, á meðan hann sagði þetta. Það var eins og hann fyndi til í hverjum vöðva og mig langaði ákaft til að hjálpa honum. Eg ákvað að hætta þessum rökræð- um og reyna að horfa á málið frá hans sjónarhóli, þótt mér væri það þvert um geð. — En hvað á ég að gera, ef hann spyr mig um bóksafi og tölur? Rees svaraði ekki og ég beit á vörina. — Vera mín hér veldur bara erfiðleikum og skapar ný vanda- mál, sagði ég. - Ég sé ekki bet- ur en að það sé bezt að ég fari mína leið. Hann sneri sér snöggt við, um leið os ég sagði þetta: — Carol. Við þörfnumst þín. Augnaráð okkar mættust. Framhald á bls. 50. «. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.