Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 24
r „Boulogne“-buff V2 kg kjöthakk, nautahakk 100 g skinka 4 msk. brauðmylsna 1 dl mjólk 2 egg 2 msk. tómatkraftur 6 msk. rifinn ostur V2 tsk. kóngakrydd (oregano) salt og pipar eftir bragði V2 laukur, saxaður smátt 1 dl kjötsoð eða sódavatn (eða jafnvel vín, hvítvín eða rauð- vín). Til steikingar: smjör eða smjör- líki. Til skrauts: 2 tómatar og V2 dós af smurosti. Leggið brauðmylsnuna í bleyti í mjólkini. Saxið skinkuna og blandið helming hennar saman við kjötið. Hrærið nú öllu saman kjötinu, eggjunum og kryddinu (tómatmauk, rifinn ostur, kónga- krydd, salt, pipar og laukur) að ógleymdri brauðmylsnunni og vætið með kjötsoði eða sóda- vatni. Búið til kringlóttar buff- kökur og steikið þær ljósbrúnar við vægan hita. Stráið afgangi skinkunnar yfir buffkökurnar og leggið eina tómatsneið og dálít- inn ostbita yfir hverja köku. Lát- ið pönnuna inn í 250° heitan ofn (eða kveikið á glóðarristinni) í um 5 mín. Berið síðan réttinn á borð með steiktum kartöflum og grænum baunum. Kryddbuff V4 kg nautahakk Vt kg kindahakk 2 hveitibrauðssneiðar, bleyttar í mjólk 2 msk. söxuð steinselja 2 msk. saxaður laukur, sem soð- inn hefur verið í dálitlu smjöri örlítið af rifnum hvítlauk 1 egg salt og pipar. Til steikingar: smjör eða smjör- líki. Sósa: IV2 dl kjötsoð 1 eggjarauða sítrónusafi sinnep salt og pipar 1—2 tsk. hveiti 1—2 tsk. kapar. Hnoðið öllu saman og mótið buffkökur. Steikið þær Ijósbrún- ar á pönnunni, hellið dálitlu vatni við og sjóðið buffkökurnar í um 10 mín. Hellið soðinu af pönnunni, jafnið það með hveiti og bragðbætið með sítrónusafa, sinnepi, salti og pipar. Stráið kapar út í og látið sósuna sjóða í um 5 mín. Þeytið eggjarauðuna með dálitlu salti og smáhellið sósunni út í hana. Látið því næst sósuna yfir buffkökurnar. Berið kryddbuff á borð með soðnum kartöflum eða kartöflustöppu og tómatsalati. 24 VIKAN 46-tbl- Kjötbrauð V2 kg kindahakk V2 dl brauðmylsna 2 dl rjórni eða sódavatn 1 egg salt, pipar og brúðartryggð (ros- marin) 1 dl sterkt kaffi 2 msk. söxuð steinselja örlítill hvítlauksbiti, rifinn nið- ur (eða ögn af hvítlauksdufti) 2 dl kjötsoð Til steikingar: smjör eða smjör- líki, eggjahvíta og brauð- mylsna. Bleytið brauðmylsnuna með dálitlu af rjómanum eða sóda- vatninu. Hrærið síðan kjötinu, egginu og kryddinu saman við. Vætið deigið smám saman með afgangi vökvans og látið stein- selju og hvítlauk saman við. Mótið þykkan sívalning úr kjöt- deiginu og leggið hann í smurða ofnskúffu. Berið á hann létt- þeytta eggjahvítu og stráið brauðmylsnu yfir. Brúnið „steik- ina“ í 200° heitum ofni, hellið kjötsoðinu yfir og steikið í um 40 mín. Berið réttinn fram með ofnsteiktum kártöflum og græn- um baunum. Freisting hans KonráSs V2 kg nautahakk 10—12 stórar kartöflur 4—5 laukar smjörlíki 3 dl rjómi 2 tsk. sinnep (ósætt) salt og pipar 2 msk. kínverskur sósulitur (soya). Flysjið kartöflurnar og skerið þær í mjóar ræmur, þerrið þær með eldhúspappír. Skerið lauk- inn í sneiðar og brúnið hann í smjörlíki. Blandið saman rjóma, sinnepi og sósulit, stráið salti og dálitlum pipar út í. Smyrjið ofn- traust mót og leggið kartöflur, kjöthakk og lauk í lögum í mót- ið. Dreifið úr kjöthakkinu með fingurgómunum. Hafið kartöflur sem neðsta og efsta lag. Hellið rjómablöndunni yfir og látið nokkra smjörbita efst. Sjóðið réttinn í 225° heitum ofni í um 35—40 mínútur. Kjötrúllur Vi kg nautahakk (saxað smátt) 50 g skorpulaust hveitibrauð 2 dl rjómabland 2 eggjarauður 1V> tsk. hvítlaukssalt 1 tsk paprika 1 laukur, saxaður smátt. Fylling: 2 msk. saxaður graslaukur 2 msk. söxuð steinselja 1 msk. kapar 1 tsk. múskat. Til steikingar: 50 g smjör eða smjörlíki Sósa: 1 Yi dl rauðvín 1 dl kjötsoð 1 tsk. kínverskur sósulitur (soya). Brúnið saxaða laukinn, og lát- ið hann kólna. Leggið hveiti- brauðið í bleyti í rjómablandinu. Blandið öllu saman og hnoðið kjötdeigið, þar til það hangir vel saman. Vætið smjörpappír og breiðið hann á stórt skurðbretti. Mótið aflanga ferhyrninga úr deiginu á brettinu. Leggið fyll- inguna á þá miðja, og vefjið þeim saman í rúllu. Brúnið rúll- urnar vel á öllum hliðum. Hellið rauðvíninu við og sjóðið rúllurn- ar við vægan hita í um 15 mín. Hafið lok á pönnunni Leggið síð- an rúllurnar á heitt fat. Hellið kjötsoði og sósulit á pönnuna og sjóðið í nokkrar mínútur. Látið heita sósuna yfir rúllurnar á fat- inu. Berið fram kjötrúllur með heitum karöflum og hrásalati. Kjöthleifur með reyniberjahlaupi V2 kg kindahakk 1 dl brauðmylsna IV2 dl rjómabland 1 egg 2 tsk. salt 2 msk. saxaður laukur, soðinn í smjörlíki 3—4 msk. smjör eða smjörlíki 1 dl vatn eða kjötsoð 2 dl reyniberjahlaup með sherrýbragði. Sósa: steikarsoð 1 msk. hveiti IV2 dl rjómi 1 dl reynberjahlaup. Hnoðið kjötdeigið og mótið það eins og brauð. Leggið það í smurt ofntraust fat, og setjið það í 200° heitan ofn. Brúnið kjötið, hellið síðan vatninu við og steik- ið í um það bil 45 mínútur. Sker- ið rifu í „brauðið“ að endilöngu og fyllið hana með reyniberja- hlaupi, rétt áður en rétturinn er borinn fram. Búið til góða sósu úr steikarsoðinu og bragðbætið hana með reyniberjahlaupi. Ber- ið steikta sveppi með þessum rétti. Á fatinu á myndinni eru sýnd- ir sveppir, sem steiktir eru í smjöri og bragðbættir með salti og pipar (Svíar nota mikið kant- areller, en sú sveppategund er ekki til hér á landi). Sinnepsbuff V2 kg -.nautahakk salt og pipar 2—3 msk. smjörlíki. Sósa: 4 eggjarauður 4 msk. ansjósulögur( hér mætti ef til vill nota lög úr gaffal- bitadós) 3 msk. saxaður brúnaður laukur. Til skrauts: tómatsneiðar laukhringir sinnep kapar Hnoðið salti og pipar saman við kjötið og mótið úr því 8 buff- kökur. Steikið buffkökurnar á báðum hliðum við vægan hita, leggið þær síðan á fat. Sósa: Þeytið eggjarauðurnar með an- sjósuleginum og brúnaða laukn- um og hellið yfir buffkökurnar. Leggið tómatsneið og laukhring yfir hverja köku og fyllið lauk- hringinn með sinnepi og kapar. Góðbúaglás % kg folalda-, nauta- eða kinda- hakk 2 laukar 4 msk. tómatkraftur dálítill hvítlaukur, ef vill V2 dl salatolía um V2 1 vatn 1 súputeningur 1 lárviðarlauf salt og pipar 1 tsk. kóngakrydd (oregano eða merian). Saxið laukana og brúnið þá í salatolíunni við vægan hita. Not- ið pott með þykkum botni. Látið kjötið í pottinn og hrærið vel í. Bætið síðan tómatkrafti, lárvið- arlaufi, súputeningi og vatni út í pottinn og sjóðið í um 20 mín. sé það nauta- eða folaldahakk en skemur, sé það kindahakk. Kryddið, þegar suðutímiinn er hálfnaður. Berið góðbúaglás á borð með soðnu spaghetti. ☆ Kjöthakk í vínlegi % kg kindahakk. Vínlögur: 1 dl hvítvín 1 msk. salatolía Vi tsk. blóðberg (tímian) 1 lítið lárviðarlauf 1 Vi tsk. salt 5 piparkorn 1 laukur, saxaður smátt 2 egg 1 soðin kartafla 100 g lifrarkæfa. Til steikingar: smjör eða smjörlíki. Steytið kryddið, blandið því út í vínið og hrærið salatolíunni sam- an við. Hellið dálitlu af leginum í skál, leggið kjöthakkið í skál- ina og látið það hylja alveg botn skálarinnar, hellið síðan öllum leginum yfir. Látið skálina standa í kæliskáp yfir nótt. Hnoðið síð- an leginum saman við kjötið, ásamt lauk, lifrarkæfu, eggi og kartöflu. Mótið þykkan sívaln- ing úr kjötdeiginu og leggið hann í smurt ofntraust mót og steikið í 175° heitum ofni í um 50 mín- útur. Gerið sósuna þykka með dálitlum hveitijafningi, látið e.t. v. steikta sveppi út í sósuna. Berið réttinn fram með steiktum kartöflum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.