Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 12

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 12
EFTIRFÖRIN EFTIB SONVII OOBMAN Eftir á að hyggja var hún ekki beinlínis óþekkt, sagði hún við sjálí'a sig, jafnvel samanborið við hann, sem var þekktur vísindamaður. Þau stóðu í tilraunastofu hans — hann í hvítum sloppi, hún í tvíddragt, og umhverfið hefði eins vel getað átt heima í hrollvekjukvikmynd. En það var einliver virðuleiki og ró yfir þessum manni, sem nýlega hafði hlotið mikið lof og heiðurslaun fyrir rannsóknir sín- ar, og verið mikið umtalaður í blöðunum. Hann var sann- arlega athyglisverður maður. — Það er gaman að sjá yður aftur, sagði hann. Hún fann fvrir einhverri notalegri öryggiskennd í návist hans, þótt hún væri ekki laus við feimni. Hún gat heldur ekki losnað við þá tilfinningu að hann væri henni svo miklu fremri. Hana Jangaði í sígarettu, en þorði ekki að kveikja í henni þarna, vegna hinna eldfimu efna, enda var hún svo taugaóstyrk að hún hefði ekki getað það, án þess að brenna sig. — Hvernig leið yður i sumarfríinu? spurði hann. — Prýðilega. Eg notaði tímann til að hvíla mig. (Eg fékk hlaupabólu af syni mínum, og var svo flekkótt og aum, að ég gat hvergi látið sjá mig). — Eg notaði líka tímann til að dunda í garðinum mínum. Það var garðyrkja hennar sem kom á kynnum milli þeirra, því hún hafði gert tilraunir með kynl)löndun jurta, tilraunir með tvær jurtategundir, sem voru þekktar fyrir eiturverkan- i sínar. Afbrigðið sem hún hafði fengið út úr þessari kyn- blöndun, tvöfaldaði gagnsemi þessarar jurtar. Þetta varð alveg óvart hjá henni; hún var að skera ofan af jurtinni, til að fá hana laufmeiri, en varð það á að snerta varir sínar með fingrinum. Varir hennar hlupu upp í blöðrur, nefið bólgnaði, og hún sá mjög ógreinilega í þrjá daga, og þá skrif- aði hún dr. Vine til að segja honum frá þessu. Hann skrifaði henni um hæl, spurði ýmissa spurninga og eggjaði hana til að halda áfram við kynblöndunina, reyna að fá fræ af öruggu afbrigði. Þau höfðu hitzt einu sinni, þegar hún var viðstödd fvrirlestur, þar sem hann skýrði frá jurtarannsóknum sínum. Hún girti af lítið svæði í garðinum sínum. Sonur hennar, tíu ára, varaði sig á þessum plöntum, en það gat verið að ókunnugt fólk snerti þær. Þegar hún var búin að rækta ör- uggt fræ, sendi hún dr. Vines sýnishorn. Og nú var hún liingað komin, ekkja, móðir og þó nokkuð þekkt Ijóðskáld, sem hafði fengið viðurkenningu fyrir ljóð sín. Hún hafði farið langa leið, til að skila persónulega skýrslum yfir tilraun- ir sínar um þetta nýja afbrigði. Hún rétti dr. Vines stórt, gult umslag, sem innihélt skýrsl- ur hennar, og þessutan hafði hún stungið í það eintaki af annarri ljóðabók sinni, með áletrun. Svo sagði hún: — Viljið þér ekki borða með mér hádegisverð, doktor, ef þér hafið tíma til þess? Hann horfði vingjarnlega á hana. — Þakka yður fyrir, en ég hef ekki tíma. Hinn ungi aðstoðarmaður dr. Vines, sem var kubbslegur og feitur náungi, sagði: — Það vilja allir fá hann með sér í há- degisverð. Hún sneri sér að honum, og áður en varði hafði hún stokk- ið á fætur, og sagði hvasslega við unga manninn: — Eg er ekki allir! En á meðan hafði dr. Vines lagt umslagið á skrifborðið sitt, án þess að opna það. — Eg hlakka til að lesa skýrslu yðar, sagði hann, — og þakka yður fyrir boðið, en ég sé enga leið til að losna héðan, frú Kerns. Þú ert lygari, hugsaði hún, en þú ert líka frægur maður . . . Hún bar enga sérstaka lotningu fyrir frægð hans, frekar fór það í taugarnar á henni, þessi frægð var fyrirstaða fyrir nán- ari kynnum þeirra. — IComið þér ekki til Telhamton á blóma- sýninguna? spurði hún. — Hvaða blómasýningu? spurði hann, og það kenndi tor- trvggni í röddinni. — Eg íetla að sýna plöntuna okkar hérna, sagði hún, og benti á umslagið á borðinu, og í huganum hafði hún upp fyrir sér upphaf tveggja beztu Ijóða sinna og tileinkaði þau dr. Fredericlc Vines, af öllu hjarta. — Jæja, ætlið þér að gera það? sagði hann, og ýtti dökk- rauðu hárinu frá enninu, og það voru fyrstu merki sem hann sýndi um óþolinmæði. Það var gott, hugsaði lnin, það var ekkert réttlæti í því að hún ein fyndi fyrir óþægindum. Aðstoðarmaðurinn kom til þeirra. — Blómasýningu? sagði hann. — Já, sagði hún, sneri sér að honum og reyndi að vera eins töfrandi og hún gat, og átti hún ekki erfitt með það, því hún var mjög aðdáunarverð. Enda féll hann fyrir töfrum hennar. Framhald á bls. 48. Hún var þó nokkuð þekkt sem Ijóðskáld, og við garðyrkjuna hafði hún hina svokölluðu „grænu fingur“, en sem kona var 12 VIKAN 46 tbl hún ekki eins happasæl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.