Vikan


Vikan - 13.11.1969, Side 49

Vikan - 13.11.1969, Side 49
þegar hann loksins léti sjá sig. — Já, sagði stúlkan í gesta- móttökunni, þegar hún sá hana koma. — Viljið þér tala við hann í símann? — Hvaða númer er á herberg- inu hans? Stúlkan horfði á hana, og sagði: — Viljið þér ekki heldur nota innanhússímann. Jú, það var auðvitað skynsam- legra, hún gat þá heyrt hvernig lá í honum. Þegar hún heyrði rödd hans, sagði hún glaðlega: — Dr. Vines, þetta er Daisy Kerns. — Mér datt í hug hvort þér vilduð ekki hitta mig á barn- um og fá eitthvað að drekka, ef þér hafið tíma. — Það er fallegt af yður að bjóða mér það, sagði hann, og hún heyrði á röddinni að hann var skelfingu lostinn. — En ég er svo tímabundinn. — Það þarf ekki að taka lang- an tíma, svo er það einstaklega gott fyrir blóðrásina. — Ég hitti yður þá á barnmn, sagði hann, og rödd hans hljóm- aði eins og hann væri dauða- dæmdur, og það kætti hana, vegna þess að þá fannst henni hann ekki með öllu áhugalaus. Hún settist við borð nálægt dyrunum, og þegar hann kom spratt hún upp til að heilsa hon- um, þótt hún hefði verið búin að ákveða að sitja sem fastast og brosa kuldalega til hans. — Það er fallega gert af yður að vilja hitta mig. Dr. Vines sett- ist andspænis henni. — Hvað viljið þér drekka? — Gin, sagði hún, — ég elska gin. Þegar það er vel kalt, þá finnst mér það eins og ísjaki, sem ég sit innan í og bræði mig sjálfa út úr honum . . — Finnst yður það? sagði hann. — Viljið þér ekki eitthvað með því? Hana dauðlangaði til að biðja um samloku, en gerði það ekki. — Grape, sagði hún, og hann pantaði það sama fyrir þau bæði. — Og hvernig hefur yður nú liðið? spurði hann. Henni fannst hann kuldalega virðulegur — Finnst yður erfitt að sam- eina starf yðar hversdagslegum vandamálum? spurði hún. — Nei, sagði hann, — það held ég ekki. Svo var eins og rynni upp fyrir honum ljós. — En auð- vitað er það erfitt fyrir yður; Það er allt öðru vísi fyrir kon- ur, sem þurfa líka að sinna heim- ilisstörfum. Henni fannst þetta andstyggi- leg athugasemd. (Þótt hún hefði sagt honum frá jarðarberjabúð- ingnum). Það var eins og hann sæi hana alltaf fyrir sér í gufu frá matarpottum, þvottabala og skúringafötum; en hún hafði nú líka kallað þetta yfir sig sjálf, því hún hafði reynt til að sýna sig í ljósi kvenlegrar ímyndar. Það var líka vafasamt að hann hefði meiri áhuga á henni sem skáldi. Frederick leit á klúkkuna yfir barborðinu. Hún var rúmlega hálf sjö, og hann átti að iíorða með Ernest Howe klukkan sjö, Þeir ætluðu að ræða um útgáfu vísindarita háskólans. Hann var ekkert hrifinn af rithöfundum eins og Howe, en á hinn bóginn létti hann honum störfin við skriftirnar. — Vitið þér, sagði frú Kerns, — að ef þér finnið stjörnu. þá get ég ort ljóð henni til dýrðar. Hann hrökk við og lyfti glas- inu. Hún hélt áfram, — ég á við að án yðar á ég enga stjörnu, og án mín veit enginn hve dásam- leg hún er. Þetta með stjörnuna er auðvitað líking. Auðvitað, viðurkenndi hann. Eitt andartak datt honum í hug að hún hefði ruglað honum sam- an við einhvern stjörnuspeking. — Ég á aðeins við að samband milli vísinda og lista gæti verið hagkvæmt. Frederick hugsaði að þannig ætti hann auðvitað að líta á Howe, það myndi auðvelda sam- vinnu milli þeirra. — Hvernig er sýning yðar? Hefur henni verið veitt athygli? spurði hann. — Ég skrepp þangað seinna. — Já, það gengur ágætlega, sagði hún, en hún var svo von- svikin að sjá, að honum datt í hug að líklega hefði hún ætlazt til þess að hann mundi bjóða sér að borða, og þegar hann hugsaði betur um það, þá var honum það ljóst að hann hefði viljað það frekar en að borða með Ernest Howe, sem alltaf var að hnippa í hann milli réttanna. En því var ekki hægt að breyta úr þessu. Hann stóð upp og sagði: — Ég ætla að reyna að sleppa klukk- an hálfníu. Verðið þér hér? — Já, ég verð hér, sagði hún, og leit á hann með svo sakleys- islegu ánægjubrosi, að það ylj- aði honum. Það er líklega aðal vandamál- ið að ég er ekki vanur ljóðskáld- um, hugsaði hann, þegar hann hraðaði sér að matsalnum. Hann hafði litið lauslega í ljóðabók hennar, og rakst þar á kvæði sem hann var hrifinn af, og þau vöktu líka undrun hans. En svo hafði hann stungið bókinni ein- hversstaðar milli bóka, og ekki fundið hana aftur. Ernest Howe beið hans við borð í matsalnum. Hann tók við venjulegum, óhjákvæmilegum hnippingum, og þeir pöntuðu matinn, en fóru svo strax að tala um ritgerðina. Howe ætlaði að tína saman það bezta af hug- myndum Fredericks, og setja það fram á lipru máli, en reyna samt að halda upprunalegum stíl Fredericks. Meðan þeir töl- uðu saman, hvarflaði það oftar en einu sinni að honum, að frú Kerns gæti örugglega gert þetta á miklu smekklegri hátt en Howe þrátt fyrir það að hún var ljóð- skáld, og hún myndi líka vera færari um að láta ekkert fara milli mála. Klukkan var orðin níu, þegar Frederick gekk yfir götuna að sýningai-skálanum, og hann staldraði við sýningarborðin fremst í salnum, til að draga tímann á langinn, tregur til að hitta frú Kerns, en samt óþolin- móður við sjálfan sig. Hann fór fram hjá hyacynthubeðunum, og * flðeins 90.- * þar var sætur blómailmurinn svo þungur, að hann flýtti sér áfram. Stór, rauðhærð kona sem sat bak við stórt borð, þakið af begóníum, sagði við hann, þeg- ar hann nálgaðist borðið: — Ef þér eruð að líta eftir Daisy, þá er hún þarna bak við hornið. Hann hrökk við. — Daisy? — Daisy Kerns. Hún sagði að þér kæmuð hingað. Eruð þér ekki maðurinn sem búið til öll þessi undarlegu lyf? Frú Kerns sat þarna bak við lítið borð, varla sýnileg í öllum manngrúanum. Frederick tók eftir því að konurnar horfðu á plönturnar, en karlmennirnir á Daisy Kerns. — Halló! kallaði hún glaðlega. — Komið hérna bak við borðið. Svo sagði hún lágt, en samt nógu hátt til að hann gæti heyrt það: — Herrar mínir og frúr, þetta er hinn frægi Frederick Vines, fyrsti maður til að finna upp metallic paraflorin . . . Hann ýtti varlega við öxl hennar, til að fá hana til að hætta, sem hún gerði, og leit hlæjandi framan í hann. — Fólkið gæti heyrt til yðar, sagði hann. — Nei, ekki í þessum hávaða, og þó svo væri, þá er þetta satt. Eiginlega ættuð þér að vera hluti af þessari sýningu. Viljið þér standa upp á jurtapotti á hvolfi, eða á ég að vefja yður inn í cellophan, og stinga yður undir borðið. Konan hlýtur að vera geggj- uð, hugsaði Frederick, en brosti til hennar. — Ég vil það síður, sagði hann. — Á ekki að fara að loka? — Jú, rétt strax, sagði hún. Þau urðu samferða inn í and- dyri hótelsins, og frú Kerns sagði: — Ég hefi alltaf með mér lítinn ketil og te, þegar ég ferð- ast. Viljið þér drekka te með mér á herberginu mínu? Hún horfði á hann grafalvarleg á svipinn. Frederick sagði: — Það er fal- lega gert af yður að bjóða það, en ég er hræddur um að það geti valdið vandræðum. — Jæja þá, eigið þá vandræði yðar fyrir mér. Góða nótt, doktor, og hún sveif í áttina til lyftunn- ar, og tók þá fyrstu upp. Hann var þreyttur, tók næstu lyftu upp, fór inn á herbergi sitt, þar sem hann settist á rúm- stokkinn og reif af sér annan skóinn og fleygði honum á gólf- ið. Ég veit ekki einu sinni hvaða númer er á herberginu hennar, hugsaði hann, og var það ljóst að hann vildi gjarnan vita það. Hann horfði á símann, hikaði andartak, en tók hann svo upp, og bað um samband við herbergi hennar. — Ég skal gefa yður samband, sagði símastúlkan, og hann var næstum búinn að fleygja frá sér símanum. Daisy svaraði við fyrstu hringingu. — Þetta er Frederick Vines, sagði hann. — Ég þekki rödd yðar. — Ég hef komizt að raun um, sagði hann og þagnaði svo. Hann sparkaði skónum undir rúm. — Ég hefi fundið, sagði hann og þagnaði aftur. — Fjandinn hafi það. Daisy, mig langar í te. — Það var gott að þér hringd- uð, ég skal setja ketilinn strax í samband. Herbergið er númer 44. En ef þú hikar of lengi, þá sýður vatnið og þú veizt að það verðui- innan skamms að gufu. — Ég veit það. Ég verð ekki svo lengi, sagði hann. ☆ 48. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.