Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 10
níu íslenzkir hestar, sem ein- göngu eru notaðir til skemmtun- ar. Erindi fröken Hellkás til ís- lands, var að sækja einn hest til viðbótar. Ráðskonan Ambjörg Dahl, hef- ur í fjögur ár stundað nám við Kunst- og Hándverkskolen í Osló, og hún hefur aldrei mjólk- að kýr fyrr. Heima hjá henni var mjaltavél. — Þessvegna er þetta mjög spennandi, og svo hjálpa Helga og Sigríður mér vel. Þær hafa heldur ekki mjólkað fyrr. Sem betur fer var fimmta beljan tek- in í fóstur á næsta bæ. Við mjólk- uðum kýrnar kvölds og morguns, og mjólkin úr kúnum fyllir næst- um tvo brúsa á dag. Ég er orðin sterk eins og björn af þessum mjöltum, segir Ambjörg Dahl brosandi, og kreppir handlegg- inn framan í Ijósmyndarann. Stúlkurnar kunna ekki að slá með orfi og ljá, svo nágrannarn- ir verða að hjálpa til með það. — En þetta gengur ágætlega, ÍSLENZKAR FJfiSA- KONURí NOREGI Hestarnir og stúlkurnar fengu sér liað í vatninu. Sigríður mjólkar líka þótt hún hafi aldrei gert það áður. með góðra manna hjálp, segir Ambjörg Dahl. Annars segist hún sjá fyrir sér að nokkru leyti með því að prjóna kjóla og aðrar flíkur á prjónavél, en það sem upp á vantar fær hún hjá vin- um og ættingjum. — Er erfitt að selja prjóna- vörur í Osló? — Það gengur sæmilega. Kunningjakona mín á verzlun og selur fyrir mig vörurnar. En ég er húsnæðislaus í bili, svo það var ágætt að fá þetta starf, enda hafði ég ekki brjóst í mér til að segja nei, þegar Ingebjörg Helkas bað mig að gæta búsins, meðan hún færi til íslands. Það er bara skemmtilegt að stunda búskap í sumarfríinu. — Eru íslenzku stúlkurnar ekki duglegar? -— Jú, mjög. Klukkan 8 á hverjum morgni verðum v'ð að hafa mjólkina tilbúna í brúsum. Þá kemur míólkurpósturinn. — Þið verðið þá að fara á fæt- ur á miðjum nóttum? — Hér upp til sveita býðir lít-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.