Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 39
öllum beiðnum um að verða fast- ur starfsmaður einhvers háskól- ans, hefur hann hafnað, og þeg- ar hann svarar margvíslegum til- boðum frá fyrirtækjum, sem vilja fá hann til samvinnu, þá segir hann: — Nei, takk, mig langar ekkert til að þeytast á fætur klukkan átta á morgnana. Það hafa verið gerðar ítrekað- ar tilraunir til að fá hann út í stjórnmálin á ný, en þar er hann líka jafn fastur fyrir: — Ég hætti ekki í starfi mínu til að taka annað að mér! Hvort honum finnst það nægi- legt í framtíðinni að „njóta frí- daganna" með því að ríða um græn engi og haga, við hliðina á Lady Bird, horfa á sjónvarp og matast með fjölskyldunni og nánum vinum, verður tíminn að skera úr.... ☆ íslenzkar fjósakonur.. Framhald af bls. 11 áhuga á hestum, reyna að eign- azt hesta. Heima hjá mér eru margir hestar, ég veit ekki ná- kvæmlega hve margir, en ég held þeir séu um 15. Við systkinin erum átta, og við eigum hvert sinn hest. Við hugsum sjálf um þá, og þegar eitthvert okkar fer burt, annazt hin um þá á með- an. Það er orðin hefð að við fá- um hest í fermingargjöf. Við hugsum sjálf um hestinn og liðk- um hann á hverjum degi; það er mjög skemtmilegt. Við höfum garðyrkjubú, ræktum rósir, svo hestarnir þurfa ekki að strita hjá okkur, segir Sigríður. Og hafið þið heimþrá? — Nei, við skemmtum okkur vel hérna. Áður en við förum heim til íslands, ætlum við að fara til Danmerkur, þar á ég ættingja, segir Sigríður Jóhanns- dóttir, og stúlkurnar þeysa með- fram Nomevatninu. Svo fengu hestarnir að baða sig í vatninu. Það gerðu reyndar ungu stúlk- urnar þrjár, vinnukonurnar á Káse, en þær fóru ekki úr föt- unum, þær þvoðu þau um leið. ☆ Ibsen Framhald af bls. 21 Á sama hátt og föður mínum fannst Ibsen dulur og fálátur, þá gat faðir minn verið þreyt- andi fyrir Ibsen, bæði í reiði sinni og hrifningu. Nú höfðu þeir ekki sézt í mörg ár. Ibsensfjölskyldan bjó í Kristianíu, þar sem hún hafði setzt að á Viktoría Terrasse. Einmitt á þessum tíma var sam- bandið milli þeiijra ekki sem bezt. Guð má vita hvaða mis- skilningur hefur valdið því. Ég man það ekki einu sinni lengur. En hann hefur ekki verið alvar- /----------------------------\ GEFJUNARGARN Tízkgn í dag legri en svo, að Ibsen lýsti hrifn- ingu sinni yfir því, að faðir minn skyldi styðja Sigurð í baráttu hans. Og nú var sem sagt son- ur Ibsens kominn til Aulestad til þess að votta þakklæti sitt. Það var mikið rætt og ritað um Sigurð og við unga fólkið biðum komu hans með eftir- væntingu. Eina nóttina dreymdi mig, að ég væri trúlofuð hon- um, og því miður var ég svo heimsk að segja systkinum mín- um drauminn. Eftir það stríddu þau mér svo, að ég þorði ekki að láta sjá mig, þegar hann kom, heldur faldi mig bak við glugga- tjöld. Ég sá hann heldur ekki oft þessa fáu daga. Hann var stöð- ugt á tali við föður minn. Þeir áttu langar samræður á skrif- stofu hans. Sigurður var mjög alvarlegur og mér geðjaðist alls ekki að honum í fyrstu. En dag nokkurn stóð hann á svölunum ásamt föður mínum, en ég var í garðinum fyrir neðan. Þá brosti Sigurður allt í einu og leit nið- ur til mín. Upp frá þeirri stundu unni ég honum og hef gert það síðan. Blöðin höfðu komizt á snoðir um heimsókn Sigurðar til Aule- stad og almannarómurinn hafði þegar ákveðið, að við skyldum trúlofast. Þetta birtist meira að segja í mörgum blöðum. Ibsen varð æfareiður, þegar hann las þetta, því að auðvitað taldi hann sig eiga að vita slíkt á undan blöðunum. En þannig var í pott- inn búið, að við vissum þetta ekki einu sinni sjálf. Sigurður kom oft til Aulestad eftir þetta, áður en trúlofun okkar varð að veruleika. Við vorum ólík um flest, svo ólík, að ég get varla hugsað mér öllu meiri andstæður. Sigurður var þunglyndur að eðlisfari, en hversu oft tókst mér ekki að fá hann til að hlæja. Þegar við trú- lofuðum okkur vildi hann gefa mér hring, en ég bað hann að kaupa handa mér harmoniku í staðinn, þar sem mér hefur alltaf verið lítið um skartgripi gefið. Þessu gat hann aldrei gleymt. Hann rifjaði þetta litla atvik oft upp síðar á lífsleiðinni. En har- monikuna fékk ég og ríkulegri trúlofunargjöf hefur engin stúlka fengið. Hún var silfurslegin og tónarnir hljómuðu eins og heil hljómsveit. Ennþá get ég skemmt mér við að leika á harmonikuna, og þá minnist ég þessara daga okkar í Aulestad, þegar ég spilaði fyrir hann. Sól skein á heiðum himni, og úti á enginu sat ég með nikkuna og söng, en Sig- urður veltist um af hlátri. Eg var með hvítan knipplingahatt, sem ég hafði keypt í tilefni af trú- lofuninni. Eg skil það nú hversu góð áhrif ég hlýt að hafa haft á Sigurð, sem ekki hafði vanizt glaðværð af neinu tagi. Löngu síðar skrifaði hann mér: „Hversu hamingjusamur ég var 46 tbl VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.