Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 25

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 25
STJÖRNUSPÁ ^ ^ ^ Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprfl); Þú verður að viðurkenna hluti fyrir sjálfum þér sem þér er þvert um geð, en þegar þú hefur sætt þig við þá gengur allt betur. Þú hefur mjög mikið að gera og hvílir þig alltof lítið. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú hefur góð fjárhagsplön, sem þér reynist þó nokk- uð erfitt að fylgja, en því betur sem það tekst því glæsilegri árangur, því í rauninni er þetta skyn- samleg áætiun. Þú kynnist spennandi persónu. Nautsmerkið (21. aprfl — 21. maí): Þú reynir að koma til móts við vin þinn sem er i vanda staddur. Miklar líkur eru til þess að þú ferðist nokkuð. þ>ú þarft að hugsa um sjúkling. Tími þinn nýtist óvenju vel þessa viku. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þig langar að biðja kunningjakonu þína bónar en kemur þér seint að því. Þar sem þetta mál er þér ríkt í huga skaltu koma því á framfæri hið fyrsta, það getur reynzt örlagaríkt. Heillalitur gulur. m Tvíburamerkið (22. maf — 21. júnf): í fyrsta sinn á ævinni fæst gamall kunningi þinn til að taka ráðleggingum þínum, það er á vissan hátt sigur fyrir báða. Þú veltir fyrir þér breyting- um á högum þínum. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): það er óvenju mikið sem þú þarft að snúast fyrir aðra og gengur ekki alltaf sem bezt. Þú hefur um tíma hlut til varðveizlu sem er þér til mikils ama. Þú verður heima flest kvöld vikunnar. # Krabbamerkið (22. júní — 23. júlQ: Að líkindum ferðu í ferðalag sem skilur þig frá 1 fjölskyldu þinni um tíma. Þú lendir í deilu og eru lyktir hennar mjög tvísýnar, þar til nýtt tromp kemur i spilið. & Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Vikan verður nokkuð útgjaldasöm og verðurðu að halda í við óhófsemi sjálfs þín. Kunningi þinn vill stjana í kringum þig en hætt er á að hann vilji fá eitthvað fyrir snúð sinn. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ógúst): Þú skemmtir þér óvenju mikið án þess þó að kosta miklu til, en samt finnst þér þú einmana. Reyndu heldur að eignast félaga sem sömu áhugamál og þú. Be*ti dagur vikunnar er mánudagur. Á.*Mi Vatnsberamerkið C21. janúar — 19. febrúar): Eldri kona gerir þér margan greiða smáan og stór- an sem þú metur ekki sem skyldi. Gamall frændi þinn reynir að koma þér á sína skoðun, sem veldur nokkurri deilu milli ykkar. %u. **mr AAeyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú ert óvenju þögull og hugsandi, en fáir vita ástæðuna, sem betur fer fyrir þig. þ>ú átt vin sem þú getur treyst fyrir leyndarmáli þínu og ættir að gera það, þótt þú viljir leysa fram úr þessu einn. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Athafnasemi þín á sér lítil takmörk en gættu vel að eyðslusemi þín standi ekki í jöfnu hlutíalli við hana. Kunningjakona þín biður þig ásjár, en þú átt óhægt með að sinna henni. TOMRMR Wjómsveitin, sem tekið er eftir S G - HLJ ÓMPLÖTUR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.