Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 16
Batsheba stóS sem steinrunnin úti á enginu; hún kreppti hnefana í ör- væntingu, og leit á kindurnar, sem lágu afvelta á jörðinni, ! nýsprottn- um smáranum; kindurnar hennar, — þessi fallega hjörð. Þær gengu upp og niður í krampakenndum flogum og froðan vall úr munni þeirra. Og augun, — Batsheba þoldi ekki að horfa á þetta. — Hvað á ég að gera? hrópaði hún í ang- ist sinni. En svo varð hún fokvond: — Hversvegna höfðuð þið ekki gát á girðingunni? Hafið þ!ð enga ábyrgðartilfinningu? AAennirnir, sem stóðu hjá henni, þögðu. Þeir voru ekki fjárhirðar, og það vissi hún eins vel og þeir sjálfir. Síðan Gabriel fór, hafði enginn þeirra skipt sér af kindun- um. Það var eitt fyrir sig að sjá til að brynna fénu og setja það á beit, en það var ekki þeirra skylda að sýna aðra fyrirhyggju. Það hafði alltaf verið ábyrgur fjárhirðir að bænum. Þetta var hans skyldustarf. — Getið þið ekkert gert? öskraði matmóðir þeirra, frávita. Ein kindin kipptist við og sprikl- aði hjálparvana. Síðan lá hún hreyf- ingarlaus. Það var ekki heldur sú eina og þær urðu æ fleiri. Þær myndu ábyggilega farast allar saman. Ef Gabriel hefði verið viðstadd- ur, hefði þetta aldrei hent! flaug henni í hug. Hann hefði aldrei látið það koma fyrir að fjárhjörðin rifi niður girðingar og öslaði á beit út í nýsprottinn smárann, sem í ofaná- lag var blautur! Hann vissi betur. Hann hefði aldrei látið þetta koma fyrir. Vissan um það gerði hana ekki blíðari í skapi. — Getið þið þá ekk- ert gert? hrópaði hún aftur. — Mm-m. Joseph Poorgrass ræskti sig, en leit ekki í augu henn- ar. — Það er aðeins einn maður hér um slóðir, sem getur bjargað þess- um kindum, ungfrú, sagði hann rólega. — Náið þá í hann! Náið í hest og sækið hann! — Það er Gabriel Oak, ungfrú. Hún hefði mátt vita það! Nei, það voru takmörk fyrir öllu. Hún gat ekki beðið hann um hjálp, ekki eftir það sem á undan var geng- ið. Hún sneri sér undan, en þá fékk ein kindin krampaflog, og barðizt fyrir lífi sínu, skamma stund. — Ég vil ekki að hann stigi hingað Fjarri heimsins gl Batsheba Everdene er konan sem Gabriel Oak dreymir um; — fögur, dularfull, kjarkmikil og hrokafull. Hann bað hennar þegar hann var sjálfseignarbóndi, en hún hafnaði honum. Harín hittir hana aftur, þegar hann er orðinn eignalaus, en hún erf- ingi og eigandi að stór- um búgarð, þar sem hann gerist fjárhirðir hjá henni. Næsti nágranni Batsh- ebu er óðalsbóndinn William Boldwood, hlé- drægur, myndarlegur miðaldra maður, sem verður ástfanginn af henni við fyrstu sýn. Hann biður hennar, en hún biður hann um um- hugsunarfrest. Henni sinnast við Gabriel Oak og hún rekur hann úr vistinni..... fæti, sagði hún hörkulega En svo datt henni í hug að leita á náðir Williams Boldwood, hann var reyndur og hygginn bóndi. — Sæk- ið herra Boldwood, sagði hún. — Hann hjálpar mér örugglega. — Ungfrú, hann hefur ekkert lag á skepnum, sagði Cainy Ball, og leit á hana gegnum stálspangagler- augun, sorgmæddum augum. — Það er enginn sem getur bjargað kind- unum, nema Gabriel Oak. — Ég vil ekki hjá hann! Batsheba beit á jaxlinn. En þá fékk ein kind- in ennþá flog. Hún gat ekki horft á þetta, gat ekki samvizku sinnar vegna látið blessaðar skepnurnar kveljast svona. Hún mátti ekki svíkja þær! — Hún segir að þú verðir að koma strax! sagði Andrew Randle, og náði varla andanum, þegar hann kom að kofa Gabriels, hinum meg- in í dalnum. En Gabriel stóð kyrr og studdi sig við dyrakarminn. Jæja, hún ætl- aði að skipa honum, hann ætlaði ekki að láta bjóða sér það! — Það er nú svo, sagði hann við Andrew, — þú getur sagt matmóður þinni að ég komi ekki nema hún biðji mig hæverzklega — Ungfrú, hann segir að þér verðið að fara bónarveginn, sagði hann, kafrjóður. — En þ-það -verða allir að gera, sem óska aðstoðar, sagði hann. — Það geri ég aldrei! sagði Batsheba og snerizt á hæl, en þá stóð hún frammi fyrir dauðvona kindunum, hún þoldi ekki að sjá kvölina í augum þeirra Hvernig gat hann gert henni þetta? Að þvinga hana til undir- gefni á þennan hátt! En hún átti ekki annarra kosta völ, og hún skrifaði nokkur orð á bréfsnepil, við öxlina á Andrew, hún gat ekki far- ið að biðja Andrew að bera hon- um auðmjúka kveðju, svo allir vinnumennirnir hlustuðu á. Með skjálfandi hendi skrifaði hún að- eins. — Gabriel, svíktu mig ekki!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.