Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 34
Forstjórasonurinn
sem hrekur....
Framhald af bls. 31
ekld að spyrja um hlutina,
og það hlýtur að vera mikill
styrkur.
Hann hefir með ráðnum
hug dregið svolítið úr hrað-
anum upp á síðkastið, og
breytt framkomu sinni. Sum-
ir, sem eru vonsviknir yfir
því, segja að þreyta sé farin
að segja til sin hjá honum.
En þeir geta verið rólegir,
hann hefir hreytt unf fram-
komu, en ekki um skoðanir.
Nú skilur enginn hvers-
vegna hann var skammaður
fyrir að álita hverja tilraun
til að hefta félagslegan
þroska þjóðarinnar ögrun
gegn friði, og að það sé glap-
sýn að halda að hægt sé að
mæta kröfum um þjóðfél-
lagslegt réttlæti með valdi og
herafla.
Hann liafði á réttu að
standa. Þeir hafa kannski
rétt til síns máls, sem segja
að hann sé fæddur til að vera
skæruliðaforingi. Djúpristir
bátar ganga betur móti vindi,
og það verður örugglega ær-
inn mótvindur þar sem hann
nú hefir hafnað.
Það eru margir sem spá
þvi að hann verði harðstjórn-
armaður í embætti sínu. þeg-
ar hveitibrauðsdagarn'ir séu
liðnir og kosningarnar árið
1970 um garð gengnar; nota-
legt Erlandertímabil liðið
undir lok. Þetta segja þeir,
sem þykjast vita hezt. Og
þegar Thorsten Nilsson fari
að slaka á taumunum, muni
Palme bæta einhverjum af
störfum utanrikismálanna á
sig. Það er ekki ótrúlegt að
hann eigi eftir að turna utan-
ríkisstefnunni. Það getur lika
verið að það sé eklci seinna
vænna.
Hann hefir haldið því fram
að hann hafi ekki óskað eftir
að Verða forsætisráðhenna;
fáir vita betur en hann hve
ofboðslegt álag það starf hef-
ir i för með sér. En hann seg-
•izt ekki geta skorast undan,
þegar flokkurinn kalli til
starfa.
Hann er mikill tilfinninga-
maður, en getur verið alveg
ótrúlega kaldrifjaður, og
hefir alveg sérstakar aðferð-
ir til að standast árásir, enda
ekki vanþörf á. En stundum
finnst honum að hann horgi
þessa virðingarstöðu allt of
dýru verði, og þá getur ver-
ið að hann hugsi til fjöl-
skyldu sinnar. A!ð spurður
hvernig hann liti á föðurhlut-
verk sitt, segir hann:
Frá foreldralegu sjón-
armiði hefi ég valið alrangt
lífsstarf. Ég er alltof lítið
heima, sé drengina of sjald-
an. Ég fylgi algerlega jafn-
rétti i hjó^iabandi, en þar
stend ég illa í stöðu minni.
Éfí er þakklátur fjölskyldu
minni fyrir það umburðar-
lyndi sem hún sýnir mér . . .
☆
Fjarri heimsins glaumi
Framhald af bls. 19
gat ekki haft af honum augum, var
algerlega á valdi töfranna, sem hann
bjó yfir.
— Ég ætla að sýna yður byrjun-
aratriðin fyrst, sagði hann. — Svona,
eins og verið sé að sá korni! Svo
eins og að klippa limgriðingu! Slá!
Þreskja! Svo stóð hann kyrr og mætti
tindrandi augnaráði hennar. Hann
fann að hann hafði sigrað og augu
hans skutu gneistum. Hann brá
sverðinu, snöggt og liðlega.
— Nú erum við í stríði! sagði
hann. — Standið upp, þér eruð
óvinurinn.
— Nei, andmælti Batsheba. Glitr-
andi sverðsoddurinn vissi nú beint
að henni, — hún vildi ekki, — vildi
þetta ekki ....
Hann hnyklaði brúnirnar. — Þér
eruð þó ekki hrædd?
Hverju átti hún að svara? Hún
var ekki hrædd, en hún vildi ekki
látast vera óvinur hans. Hún hristi
hægt höfuðið. Nei, hún var ekki
hrædd.
— Ef þér eruð hrædd, þá get ég
ekki sýnt yður listir mínar! En ég
lofa því að snerta yður ekki. Verið
aðeins grafkyrr. Þá . . . .
Sverðið blikaði í hendi hans. Bat-
sheba saup hveljur. — Er það mjög
beitt? stundi hún.
— Nei, það er vita bitlaust.
Nú hvein í sverðinu, ýmist fyrir
ofan hana eða til beggja hliða,
stundum fannst henni sem það
myndi þá og þegar fljúga í gegnum
hana. Sólin glitraði í skínandi stál-
inu, — og hann var svo nálægur! —
Hún var algerlega á valdi hans, —
hún var varnarlaus, og vildi vera
það. Galopin augu hennar fylgdu
hverri hreyfingu hans, en hún stóð
hreyfingarlaus eins og myndastytta.
Hann hafði skipað henni að vera
hreyfingarlaus.
— Við erum vanir að hefja árás-
ir á hestbaki, sagði hann. Eins og í
leik, lézt hann taka tauminn í vinstri
hönd og keyra hestinn sporum, —
hún bókstaflega sá hestinn undir
honum! — flaug svo í áttina til
hennar með herópi. En hún hreyfði
sig ekki. Hún vildi ekki óhlýðnast
honum.
Það hvein i sverðinu fyrir ofan
hana, en svo var hann skyndilega
kominn fast að henni, með stríðnis-
legt bros á vörum.
— Það er lirfa á kjólnum yðar,
standið grafkyrr, sagði hann og
horfði á vinstra brjóst hennar. —
Standið kyrr; Svo brá hann sverðinu
snögglega, hún fann að sverðsodd-
urinn kom við hana, en engan sárs-
auka. Lirfan hékk á sverðsoddinum.
— Fáið mér lokk af hári yðar!
Þessi er heldur stór. Hann tók nokk-
ur hár og hjó, rétt við kinn hennar,
og hárlokkurinn féll til jarðar.
— Þér eruð hughraust kona, sagði
hann. — Hughreysti er sjaldgæf
með konum, — þetta er dásamlegt.
— Hvernig gátuð þér fengið yð-
ur til að skrökva svona að mér, þér
sögðuð að sverðið væri bitlaust . . .
— Bitlaust? það er beittara en
rakhnífur.
Hún trúði ekki sínum eigin eyr-
um. Beittari en rakhnífur, — sverðið
sem hafði sveiflazt fram og aftur
yfir höfði hennar.
— Þá hef ég verið aðeins hárs-
breidd frá bráðum bana? sagði hún
með veikri rödd.
— Svona eins og hálfa tommu,
— hálfa tommu frá því að verða
brytjuð í spað. Hann stakk sverðs-
oddinum í jörðina, og gekk nær
henni. Þau litu hvort á annað, graf-
kyrr og alvarleg, — auga mót auga.
Svo fann hún allt í einu hendur
hans við kinnarnar og varir hans
við sínar.
Hún varð að flýja! Hún varð að
komast burt frá honum! Hún þráði
að veita honum ást sína, en þorði
ekki! Hún hörfaði undan og tók á
sprett upp hæðina, en pilsið var
svo sítt, að hún steig í faldinn og
datt. Hann náði henni auðveldlega.
Hún fann varir hans, — svaraði koss-
um hans, æst og ástríðufull, en svo
sleit hún sig af honum og hljóp allt
hvað tók.
Frank Troy stóð grafkyrr svo sett-
ist hann í grasið. Niðri í lautinni
glitraði á sverð hans í sólskininu,
en hann sá það ekki. Hann hugsaði
ekkert um það, og heldur ekki um
Batshebu. Hugur hans var víðsfjarri,
— hjá Fanny, stúlkunni sem hann
hafði skilið eftir á kirkjuhlaðinu;
hann sá hana fyrir sér, svo ótrú-
lega umkomulausa og einmana.
Svo yppti hann öxlum. Hún var
horfin, — og Batsheba var falleg . . .
En Batsheba sjálf hljóp allt hvað
af tók, heim að búgarðinum; hún
óð yfir villiblóm á enginu, heim í
öryggi hversdagsleikans. Hún hratt
upp eldhúsdyrunum, þar sem frú
Coggan gekk fram og aftur og stúlk-
urnar fjórar sátu umhverfis borðið.
Þær urðu hennar ekki varar, en hún
heyrði hvað þær voru að segja.
— Ef þau gifta sig, þá hættir hún
að hugsa um bústjórnina sjálf, sagði
Mary-Ann hugsandi og skrifaði í
mjölið á borðinu fyrir framan sig.
— Já, hver myndi ekki hætta að
strita, sem fengi slíkan mann? fliss-
aði Soberness. — Það er ærið starf
að þjóna slíkum manni!
— En hann hefir stúlkur á hverj-
um fingri, sagði Temperance
hneyksluð. — Þær eru örugglega
eins margar og stafirnir í stafrófinu;
ungfrúin kemur ekki fyrr en X eða Z,
eftir því sem ég hef heyrt.
Liddy sat við borðsendann og hún
hafði ekkert lagt til málanna fram
að þessu. Batsheba vildi ekki heldur
hlusta á meira. Hún opnaði dyrnar
upp á gátt, og þær litu niður, þorðu
ekki að líta í gneistandi augu henn-
ar. — Ég heyrði hvað þið sögðuð!
sagði hún hvasst. — Það þýðir ekk-
ert fyrir ykkur að reyna að Ijúga að
mér! Þið ættuð að skammast ykkar!
Þær litu ekki á hana, ekki einu
sinni Liddy. Kinnarnar á Mary-Ann
voru blóðrjóðar. Frú Coggan var sú
eina sem hélt áfram við störf sín.
— Ég hefi ekki nokkurn áhuga á
herra Troy, sagði Batsheba ösku-
vond. — Ekki nokkurn minnsta
áhuga,, heyrið þið það! Það er
hyggilegast fyrir ykkur að láta mig
aldrei heyra slíkt þvaður!
— Já, ungfrú. Nei, ungfrú, taut-
aði Soberness undirgefin.
— Mér er fjandans sama um hann!
hélt Batsheba áfram, ennþá æstari.
— Ég hefi andstyggð á honum!
Kinnar Mary-Ann gátu ekki orðið
rauðari, það var eins og hún væri
að springa. En hún reyndi að kyngja
og sagði:
— Það geri ég líka, ungfrú!
— Og við allar, skaut Soberness
inn f.
Batsheba trúði ekki sínum eigin
eyrum. Hún starði á stúlkurnar, eina
af annarri. Hvað sögðu þær? Hvað
voru þær eiginlega að segja?
— Hann, — hann er mesti þrjót-
ur, ungfrú,- hrökk út úr Temperance,
og hún hnussaði af fyrirlitningu. —
Það finnst okkur öllum!
— Hvernig vogarðu þér að . . .
Batsheba stamaði af æsingi. —
Hvernig vogarðu þér að segja ann-
að eins og þetta upp í opið geðið
á mér? Hvað kemur til þess að þú
hafir andstyggð á honum? Hvað
áttu við með þvf?
Hún reigði sig og saup hveljur.
En þetta mátti ekki svo til ganga,
hún gat ekki verið þekkt fyrir að
skattyrðast við þjónustustúlkur sín-
ar. Þær gætu misskilið hana.
— Ég er ekkert hrifin af honum,
sagði hún drembilega og gekk að
dyrunum. — En ef ég heyri eitt ein-
asta hnjóðsyrði um hann frá ykkur,
bætti hún við og sneri sér eldsnöggt
á hæl, — þá verðið þið ekki lengur
í minni þjónustu! Þið skuluð leggja
ykkur þetta á minni ....
Framhald í næsta blaði.
34 VIKAN 46-tbl-