Vikan


Vikan - 13.11.1969, Qupperneq 21

Vikan - 13.11.1969, Qupperneq 21
um“ eins og hann komst sjálfur að orði. í handritum þeim, sem Hen- rik Ibsen lét eftir sig, hafa fund- izt margar teikningar af ýmiss konar orðum og heiðursmerkj- um. Af þessu hefur sú ályktun verið dregin, að Ibsen hafi í tómstundum daðrað við óska- draum sinn um ytri tákn viður- kenningar. Mér er sönn ánægja að segja hið rétta í þessum efn- um. Á hinum mörgu árum fá- tæktar og erfiðleika, skorti Ib- sen að sjálfsögðu oft fé. Á jólum og afmælisdögum var hann þess vegna vanur að heiðra konu sína með peningaseðli, sem hann teiknaði sjálfur. Seðillinn fékk þá fyrst gildi, er peningar komu frá forlaginu, og hann mátti leysa út í „Hinum Ibsenska landsbanka". Hann skreytti þessa peningaseðla með teikningum af eikarlaufum og kattarhöfðum. En oftast teiknaði hann þó á þá mynd af erni því að hann kall- aði einmitt konuna sína mjög oft Örnina sína. Hann teiknaði sem sagt ekki hinn prússneska örn eins og álitið var, heldur tákn eiginkonu sinnar. Á sama hátt sæmdi hann konu sína „Hinni Ibsensku heimilis- orðu“ fyrir ómetanlegan stuðn- ing á erfiðum tímum. Þessi orða var að sjálfsögðu skrautlega teiknuð með krossum og stjörn- um og oft líkti hann eftir kunn- um heiðursmerkjum. Þessa venju hélt hann í mörg ár, og þess vegna fundust margir slík- ir bréfmiðar í fórum hans, skop- teikningar af orðum, sem hann sæmdi konu sína í gamni fyrir ianga og dygga þjónustu. Þetta vissi enginn utan fjöl- skyldunnar. Um hin eiginlegu heiðursmerki, sem Ibsen tók við, segir hann svo í bréfi til föður míns, sem hafði andstyggð á öllu orðufargani: „Konungsvaldið sæmir okkur heiðursmerkjum, af því að það ber virðingu fyrir alþýðuhylli og vinsældum. Ég fyrir mitt leyti lít svo á, að með því að afþakka slíkt, gerði ég mig sek- an um ósanngirni bæði gagnvart sjálfum mér og öðrum. Ef ég væri sólginn í svona góss, þá mundi ég að sjálfsögðu varast ádeilur í verkum mínum, því að slíkt fellur ekki í góðan jarðveg." Ibsen tók við mörgum og virðulegum orðum um ævina, og þess vegna hefur því verið fleygt, að hann hafi verið hé- gómagjarn. Þetta er ekki nema hálfur sannleikur. Hann ofmetn- aðist ekki af heimsfrægðinni og lét hana yfirleitt hafa lítil áhrif á sig. En hann var með afbrigð- um stoltur, ekki sízt fyrir hönd ættar sinnar, og ég hygg, að hina þjóðfélagslegu viðurkenningu, sem heiðursmerki fólu í sér, hafi Ibsen litið á sem eins kofriar uppreisn, ekki aðeins fyrir sjálf- an sig, heldur alla ætt sína. Sér- hvert stórmenni á sinn akkilles- arhæl. Hinn viðkvæmi blettur á Ibsen var Skien. Eftir heimsóknina hjá her- toganum af Meiningen, ferðað- ist Ibsen borg úr borg í Þýzka- landi. Verk hans voru sýnd í öllum leikhúsum landsins. Ibsen var gjarnan viðstaddur frum- sýningar á verkum sínum og hvarvetna hylltur ákaft. Faðir minn gladdist yfir velgengni starfsbróður síns og sendi hon- um bréf, sem hefst á þessa leið: „Kæri lbsen: Ég sé í blöðunum, að þú ert kominn aftur til Múnchen, og þess vegna vil ég ekki láta hjá líða að senda þér mínar hjart- anlegustu hamingjuóskir í til- efni af sigurför þinni um Þýzka- land. Hún er að sjálfsögðu rétt að byrja. Þetta er ekki aðeins sigur fyrir sjálfan þig, heldur skáldskap þinn, norska menn- ingu og leiklistina almennt. Á þennan hátt einan getum við sannað umheiminum tilverurétt norsku þjóðarinnar. . . . “ Tilveruréttur norsku þjóðar- innar. Um hann hafði föður minn lengi dreymt. Þegar Sig- urður hóf baráttu sína, sá hann þegar í stað, að þar var á ferð- inni ungur maður, sem gat unn- ið þjóð sinni gagn. Hann studdi hann á opinberum vettvangi, og Sigurður varð svo glaður, að hann tók sér ferð á hendur til Aulestad til þess að þakka fyrir sig. Þá sá ég hann í fyrsta sinn. Það gekk á ýmsu í samskipt- um Ibsens og föður míns um dagana. Faðir minn hafði hjálp- að honum óendanlega mikið, þegar mest lá við. Ég hef fund- ið bréf frá móður minni, þar sem hún segist hafa verið að glugga í gömul bréf, sem Ibsen skrifaði kringum 1860. Hún seg- ir: „Þessi bréf eru um margt at- hyglisverð. Faðir þinn útvegar honum peninga allan tímann, og Ibsen er mjög þakklátur. Þau hafa ekki annað til þess að lifa af, en það sem föður þínum tekst að aura saman handa þeim, og það er ekki meira en svo, að einu sinni neyðist Ibsen til að senda bréf sitt ófrímerkt. Mér finnst bréfin í hæsta máta eftir- tektarverð, og kannski ekki sízt fyrir þá sök, að þau sýna okkur, að faðir þinn hefur verið bæði gúðhjartaður og hjálpsamur . Þetta er hverju orði sannara. Þegar snurða hljóp á þráðinn hjá þeim skáldunum, stafaði það oftast af því, að óvingjarn- legir menn reru undir. Og það var fjarska auðvelt, þar sem faðir minn og Ibsen höfðu gjör- ólika skapgerð. Faðir minn krafð- ist innilegrar vináttu af Ibsen, en Ibsen megnaði ekki nema ör- sjaldan að láta hana í ljósi. En staðreynd var hún engu að síð- ur. Um fáar manneskjur þótti Ibsen jafn vænt og föður minn. Framhald á bls. 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.