Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 26

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 26
Hér á dögunum komu rússnesk herskip í kurteisisheimsókn og bærinn fylltist af rúss- neskum dátum, sem fóru í Iitlum hópum um bæinn með offísera í broddi fylkingar. Sumir urðu guðhræddir og héldu, að Rússarnir væru komnir í alvöru. Og meira að segja Æskulýðsfylkingin varð súr á svip og taldi, að hér væri um samsæri að ræða hjá Rússum og Bandaríkjamönnum. Þeir mótmæltu öllu kurteisisheimsóknafargani! Allt um það settu rússnesku dátarnir svip á bæinn í nokkra daga. Og ljósmyndari Vikunn- ar fór á stúfana og tók svipmyndir af þeim, sem við birtum á þessari opnu. 4 Sviðsmynd af forvitnum strákum og rússneskum dátum á leið í land. 4 Ungur, rússneskur sjóliði í fullum skrúða hallar sér upp að skipi sínu og virðir fyrir sér íslenzkt umhverfi: nýtt og framandi. l»að er ekki á hverj- um degi sem rússneskir sjólið- ar heimsækja land, sem er í Atlantshafsbandalaginu. Strákarnir þyrptust í kringum einn liðsforingjann, sem var kumpánlegastur við þá. Sumum gaf hann mynd af Lenin og þá var nú heldur bet- ur uppi fótur og fit. Allir vildu fá mynd af Lenin. Þau voru tignarleg á að líta, rússnesku skipin, þar sem þau lágu við bryggju í Reykjavík- urhöfn og meira en lítið ógn- vekjandi, ef þau hefðu ekki verið í kurteisisheimsókn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.