Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 17

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 17
Gabriel gerði það ekki heldur. Nokkrum mínútum síðár kom hann, þeysandi í loftinu á hesti Andrews. Þetta þoldi enga bið. Hann mundaði oddmjótt og hár- beitt áhald, sem hann stakk i síðu hinna sárþjáðu dýra, með styrkri hönd og hárfínni nákvæmni, svo loftið streymdi úr kviðarholi skepnanna, eins og stungið hefði verið á uppblásinni blöðru. Gabriel hafði hraðar hendur, nokkurra sentimetra munur og kindin hefði drepist. En Gabriel mistókst ekki. Bats- heba gat ekki haft augun af hönd- Batsheba hikaði í fyrstu. En allt var svo hátíðlegt og hún var sjálf svo glöð og hamingjusöm. Allt í einu datt henni nokkuð í hug. Hún benti Gabriel að koma til sín. — Hafið þér flautuna með yður? Hann kinkaði kolli. Hann skildi flautuna aldrei við sig. Og gleði- hljóð barzt frá þeim sem sátu við borðið, þegar hann bar hana að vörum sér. — Hvað á ég að spila, ungfrú? spurði hann. — Milli runna og rósa, sagði Batsheba. — Milli runna og rósa! Gabriel — Stundum er ég sorgmædd og sorgin slær mitt geð, söng Bats- heba, og sakleysisleg augu Cainy Balls fylltuzt af tárum, og þegar hún hafði lokið söng sínum, var eins og enginn vildi syngja meir. Vinnumennirnir fundu á sér að veizlunni var lokið; þeir stóðu þung- lamalega upp og hneigðu sig. William Boldwood gekk inn í hús- ið með Batshebu. — Herra Boldwood, sagði Bats- heba lágt, og sneri sér að honum, þar sem hann stóð við arineldinn. Hún leit beint framan í hann. Hann var sannarlega laglegur moður, sér- staklega voru það augu hans, sem voru athyglisverð, — og hann elsk- aði hana. Hún fann að svolítill fiðr- ingur af stolti hríslaðist um hana. Hann var eftirsóttasti maðurinn í héraðinu, og margar stúlkur hefðu viljað gefa ár af ævi sinni til að — Þér skuluð aldrei þurfa að iðr- ast ef þér giftist mér, aldrei þurfa að iðrast, ef það verður á valdi mínu. Ungfrú Everdane, hvenær má ég búast við svari? — Eg skal ekki halda yður lengi í spennu, svaraði hún hikandi. — Þér skuluð samt ekki hrasa að neinu, sagði hann. Andardréttur hans var ákafur og ör. — Kannski um uppskerutímann Hann greip hönd hennar og færði hana að vörum sér. Með þessari riddaralegu athöfn vottaði hann henni virðingu sina. Hversvegna, ó, — hversvegna var hann ekki fær um að snerta hjarta hennar? — Um uppskerutímann, hafði hann upp eftir henni, lágum rómi. — Þá veit ég það En aftur varð Batsheba hrædd um að hún hefði lofað upp í ermina aumi um hans. Hann lyfti kindunum upp, studdi þær varlega á fætur. Þær sem lifðu, þegar hann kom, voru fljótar að jafna sig, og hann lét koma þeim fyrir á öruggri beit. Þegar Gabriel rétti úr sér, eftir að hann var búinn að ganga frá síð- ustu kindinni, gekk hún til hans. — Gabriel, sagði hún auðmjúk. — Viltu koma aftur til mín? Hún sagði ekki meir, og hann hló glaðlega og sagði: — Já, ég skal verða kyrr Glæsilegt veizluborð var dúkað á grasflötinni fyrir framan hús Bats- hebu, og rúningarhátíðin í fullum gangi. Batsheba sat hnarreist við annan borðendann, og vinnumenn hennar höfðu hagað þannig sætum sínum, að Gabriel sat við borðend- ann á móti, þótt hann hefði gert til- raun til að malda í móinn. Stúlkurn ar báru fram mat og drykk og þar var ekkert skorið við nögl. Smám saman hvarf feimnin og vinnumenn- irnir fóru að syngja. -Þeir eggjuðu hvern annan með glaðværum hróp- um, og Liddy og stallsystur hennar hnipptu glaðlega í sína útvöldu og eggjuðu þá til að láta ekki sitt eft- ir liggja. Hafði Batsheba boðið William Boldwood að koma til hófsins, eða lokkaði söngurinn og glaðværðin hann? Það vissi enginn, en skyndi- lega kom hann í Ijós, gekk hægt fram að borðinu og hneigði sig fyrir henni. — En hve það er gaman að sjá yður herra Boldwood, sagði Bats- heba, virðuleg eins og drottning. Hún hafði ekkert á móti því að hann sæi hana sem húsmóður. Hún reigði sig svolítið. — Gabriel, sagði hún, og það var áskorun í rómnum, og Gabriel skildi hana. Heiðurssætið átti að vera fyr- ir gestinn, ekki fyrir hann. Hann stóð upp og benti Boldwood á stól- inn sinn, en vinnumennirnir á öðr- um bekknum færðu sig saman svo hann gæti setzt. — Viljið þér ekki syngja fyrir okkur, ungfrú? sagði einhver. Hann greip Ijóskerið og lýsti framan í hana. hló. Svo spilaði hann angurvært en kátlegt lag, sem skógarpúkinn Pan hefði vel getað leikið á flautu sína Og Batsheba söng með lágri en skærri rödd, Ijóðið um stúlkuna sem beið unnusta síns. Karlmenn- irnir tóku undir viðlagið: — Kom fljótt, kom fljótt til mín. Djúpar raddir þeirra hljómuðu vel saman. Boldwood söng lika, en enginn tók eftir því að hann spenti greipar svo fingurnir hvítnuðu, undir borðbrún- inni. Allra augu mændu á Batshebu. heyra þau orð af hans vörum, sem hann hafði sagt við hana. En var hann maður handa henni? — hún vissi það ekki, og eitthvað var það sem kom í veg fyrir að hún veitti jáyrði sitt. En hún hafði hagað sér illa gagnvart honum, hann átti betra skilið. Hún varð að gefa honum eitthvert svar. — Ef ég héldi að ég gæti orðið yður góð kona, þá myndi ég ekki hika við að giftast yður, hélt hún áfram, með sama lága rómnum. — En ég get engu lofað i kvöld. Hann gekk nokkur skref í áttina til hennar, og sagði með hásri rödd: sína; gert eitthvað, sem ætti eftir að hafa afleiðingar sem hún réði ekki við. — Ég lofa engu, sagði hún, og það var hræðsluhreimur í röddinni, en sá hræðsluhreimur fór fram hjá William Boldwood. Þegar hann fór, Ijómaði hann í framan eins og ung- ur maður. Á hverju kvöldi gekk Batsheba með Ijós.ker kringum hús, gripahús og hlöður, til að sjá hvort allstaðar væri slökkt og læst fyrir nóttina. Daufur Ijósgeislinn flökti yfir vel kemdar lendar hestanna, þung- lyndisleg augu kúnna og trýni svín- 46. tw. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.