Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 20
SIGURÐUR FÉ'KK stöðu í þjón- ustu norska ríkisins, og síðar var hann í fjögur ár sendiráðsfull- trúi í Ameríku. Á þessum tíma var samband milli Noregs og Svíþjóðar og urðu oft árekstrar milli Sigurðar og hinna sænsku yfirboðara hans. Enda þótt hann kynni góð skil á sænskri tungu, skrifaði hann allar skýrslur sín- ar á norsku, og voru þær síðan undirritaðar og sendar til Stokk- hólms. Ekki varð þetta til að afla honum vinsælda þar. Nokkru síðar var honum samt boðið að ganga í þjónustu sænska utanríkisráðuneytisins, en hann hafnaði því. Honum var þá gef- ið í skyn, að hann gæti ekki bú- izt við að verða hækkaður í tign. Sigurður lét sér þetta ekki lynda og ákvað að segja upp stöðu sinni og gerði það í árslok 1889. Henrik Ibsen varð gramur yfir þessum málalokum, átaldi son sinn fyrir fljótræði, og ég hygg, að þetta hafi verið í fyrsta sinn, sem þeir feðgar urðu ósáttir. En Sigurður lét ekki hlut sinn. Hann hvarf heim til Kristian- íu, en sat ekki aðgerðalaus. Hann birti greinaflokk í Dagbladet og sagði þar frá reynslu sinni sem starfsmaður ríkjasambandsins. Greinarnar vöktu mikla athygli, enda skrifaðar af snerpu og hreinskilni. Aldrei hafði fyrr verið deilt svo harkalega á ríkja- sambandið, og sérstaklega höfðu Svíar ekki orðið fyrir slíkri mót- stöðu af hálfu Norðmanna. Sendi- herra Svía í Berlín, Lagerheim, svaraði greinum Sigurðar og í einni þeirra lýsti hann því yfir, að Sigurður gæti vart verið með fullu viti. Sigurður gaf sig hvergi, heldur lýsti hinni óþol- andi aðstöðu Norðmanna í ríkja- sambandinu með slíkum rökum, að Lagerheim var kveðinn í kút- inn. Ef til vill hefur honum snú- izt hugur, því að síðar urðu þeir Sigurður mestu mátar. Sigurður lét ekki hér við sitja. Stuttu síðar skrifar hann enn grein og ásakar landa sína fyrir linkind og undirlægjuhátt gagn- vart Svíum. Aldrei fyrr hafði málstaður Noregs verið studdur af slíkum myndugleik, og þetta var í rauninni upphafið að sjálf- stæðisbaráttu Norðmanna. Er þessir atburðir gerðust var Sig- urður þrítugur að aldri. Þar sem ljóst var, að Sigurður hugðist áfram heyja baráttu sína á norskri grund, ákvað Henrik Ibsen og kona hans að snúa nú loks heim eftir 27 ára búsetu er- lendis. Annars kunni Ibsen vel við sig þar sem hann var. Heims- frægð hans fór stöðugt vaxandi og næst eigin verðleikum þakk- aði hann Þýzkalandi hana. Hertoginn af Meiningen hafði stutt Ibsen með ráðum og dáð, en hann var kunnur fyrir leik- listaráhuga sinn. I lok ársins 1886 bauð hann Ibsen til dýrð- legrar veizlu í Meiningen. Um þá heimsókn segir Ibsen svo í bréfi til konu sinnar: „Ég skrifa þér fáeinar línur í flýti. Ég kom til Wúrzburg klukkan hálf tvö um nóttina, fór þaðan á hádegi næsta dag og kom síðan um fjögur leytið í dag. Á járnbrautarstöðinni tók á móti mér hirðmarskálkur í skrautvagni og ók mér til hall- arinnar, þar sem hertoginn og frú hans tóku hjartanlega á mótí mér. Þessi elskulegu hjón fylgdu mér bæði til veglegrar íbúðar, sem samanstóð af fjórum risa- stórum íbúðum með öllum hugs- anlegum þægindum. Sérstakur hirðþjónn er hér til þénustu reiðubúinn bara fyrir mig. Fleiri gestir eru hér, til dæmis Lindau, Voss og Hans Hopfen, en þeir búa ekki nærri því eins ríkulega og ég. Klukkan fimm var kvöldverð- ur framreiddur, Ernst prins hafði komið frá Munchen með annarri lest. Meðan setið var undir borðum, sté í salinn öllum að óvörum ungt par ferðaklætt. Þetta var krónprinsinn og prins- essan af Meiningen, og höfðu þau komið frá Berlín gagngert til að sjá sýninguna á Afturgöng- unum. Þau settust til borðs með okkur og prinsessan við hliðina á mér. Hún talaði af hrifningu um ferðalag sitt. Hún er sýnilega vel gefin og ótrúlega vel heima í nútímabókmenntum. Að borð- haldinu loknu var leiksýning og var sýnd þýðing Lindaus á ein- hverju sænsku leikriti. Þetta var ósköp venjuleg sýning og opin fyrir hvern sem er. Sama er að segja um leikritið Alexander eft- ir Voss, sem sýnt verður annað kvöld. í kvöld verður hins veg- ar sýning á Afturgöngunum mín- um, og er hún aðeins fyrir sér- staklega valda boðsgesti. Hér er mikið um höfðingja og stórmenni úr öllum áttum, sér- staklega þó frá Berlín. Eftir sýn- inguna verður kvöldboð hér í höllinni. Sýningin hefst klukkan sex og þess vegna verður setzt að snæðingi klukkan tvö. Mér líður aldeilis stórkostlega. Hér er andrúmsloftið eins frjálst og óþvingað og hugsazt getur, og hertoginn og frú hans eru sann- arlega rausnarlegir gestgjafar. Á þriðjudag fer ég aftur til Múnc- hen....“ Afturgöngurnar höfðu fallið í slæman jarðveg á Norðurlönd- um. Menn hneyksluðust óskap- lega á efninu. Henrik Ibsen var rifinn niður í öllum blöðum. Leikritið var hvergi sýnt og bók- in seldist lítið. Þess vegna var það mikil uppreisn fyrir hann, að hertoginn af Meiningen skyldi einmitt velja Afturgöngurnar til sýningar í veizlunni góðu. Einn- ig hafði hertoginn sæmt Ibsen æðsta heiðursmerki lands síns. Ibsen sagði sjálfur, að þetta hefði glatt sig, ekki af hégómaskap, heldur vegna hinna „heimsku- legu villudóma á Norðurlönd-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.