Vikan - 13.11.1969, Side 41
ist. Hann hefur alltaf átt ómerki-
lega menn fyrir vini, menn sem
eru sjúkir og illgjarnir. Hugs-
aðu þér bara að geta þola'ð ná-
unga eins og Hans Jæger. Og
fleiri slíka. Það er ekki hægt að
treysta manni, sem umgengst
slíkt fólk.
Æ, láttu þessar ávítur ekki
fara neitt lengra. Ég hef jú ekki
kvartað undan Ibsen áður, hvorki
við þig né neinn annan. En þú
getur sagt Sigurði þetta alveg
eins og það er. Hann er svo
heiðarlegur og gáfaður maður, og
ég verð alltaf glaður, þegar ég
hitti hann.
Þinn faðir og vinur,
Björnstjerne Björnsson."
ÓVEÐRINU SLOTAÐI og haust-
ið 1892 var ákveðið, að brúðkaup
okkar skyldi fara fram. Faðir
minn skrifar Ibsen og býður
honum að koma til Aulestad.
Hann segir meðal annars:
„Kæri vinur:
Brúðkaupið er ákveðið þann
11. október og við Karolina höf-
um þann heiður og gleði að
bjóða ykkur hingað.... Það
spyrst ef þið komið ekki, og
krakkanna vegna má það ekki
gerast. . . . Aðeins nánustu ætt-
ingjar verða viðstaddir. .. . Við
munum reyna af fremsta megni
að taka vel á móti ykkur. ... “
Eins og sést á þessu bréfi er nú
allt fallið í ljúfa löð. Foreldrar
mínir hafa heimsótt Ibsens-hjón-
in í Kristíaníu og fengið hlýleg-
ar móttökur. Mikil voru því von-
brigðin, þegar Ibsen sendi afboð
rétt fyrir brúðkaupið. Hann var
orðinn veikur. En frú Ibsen kom
ásamt bróður sínum, Herman
Thoresen, hæstaréttarlögmanni.
Presturinn Konow vígði okkur
á skrifstofu föður míns 11. októ-
ber 1892. Þar með hafði rætzt
draumur ungu stúlknanna, Sús-
önnu Thoresen og Karoline
Keimers: Sonur annarrar var
kvæntur dóttur hinnar. Og Hen-
rik Ibsen hafði reynzt sannspár,
er hann sagði við konu sína eft-
ir heimkomuna frá Schwaz, en
þar sá hann mig í fyrsta sinn:
Nú hef ég séð eiginkonu Sigurð-
ar. ...
Við bjuggum síðan í Kristian-
íu og heimsóttum þess vegna Ib-
sens-hjónin mjög oft. Fyrir mig
var heimili þeirra eins og nýr
og einkennilegur heimur. Á
heimili okkar í Aulestad ríkti
jafnan líf og fjör, en hjá Ibsen
var allt grafkyrrt og hljótt. Hið
andlega líf var raunar engu síð-
ur öflugt á þessu heimili en á
Aulestad, þótt hið ytra form
væri gerólíkt. ííg var líka svo
ung þá og ótalmargt, sem ég
fékk ekki skilið. Ég var vön öðr-
um aðstæðum og öðru fólki, t. d.
föður mínum, sem trúði á allt og
alla, trúði því sem maður sagði
honum, hvort sem það var gott
eða illt. Hann trúði á mennina
almennt, bæði þá sem sögðu satt
og þá sem lugu. En nú þurfti
ég að venjast Henrik Ibsen, sem
trúði alls engu, sem honum var
sagt. Ég minnist þess, er ég kom
stundum til þeirra úr bænum,
hafði nýjar fréttir á hverjum
fingri og sagði hreykin frá. Hen-
rik Ibsen sat kyrr hjá og hlust-
aði.
Loks sagði hann:
— Þú skalt ekki trúa einu orði
af því sem fólkið blaðrar. Það er
allt saman tóm lygi.
Ég gat varla leynt vonbrigð-
um mínum, en þó skal viður-
kennt, að oft hafði Ibsen á réttu
að standa hvað þetta senrti.
Það var einkennilegt hversu
Ibsen virtist lengi að skilja. Það
varð að segja honum hverja sögu
tvisvar sinnum. í fyrra sinnið
hlustaði hann þegjandi á hana. f
annað skiptið spurði hann í
þaula spurði og spurði um hvert
einasta smáatriði, sem mér fannst
engu máli skipta. Þegar hann
heyrði eitthvað, sem hann hafði
sérstakan áuhga á, þá lyfti hann
annarri augabrúninni og annað
augað í honum virtist miklu
stærra en hitt.
En stuttu síðar spratt hann
kannski á fætur og fór inn í
vinnuherbergið sitt. Hann var
sívinnandi, enda var það ekkert
smáræði, sem hann afkastaði um
ævina. Eftir heimkomuna skrif-
aði hann „Bygmester Solness“
og skömmu eftir brúðkaup okk-
ar Sigurðar var hann önnum
kafinn við að semja leikritið
„Lille Eyjolf“, sem hann lauk
við tveimur árum síðar.
En hann hafði ýmsu öðru að
sinna en semja leikrit sín. Þegar
farið var að þýða verk hans á
önnur tungumál, varð hann að
standa í stöðugum bréfaskriftum
við þýðendur, útgefendur og
leikstjóra. Umboðsmenn lista-
manna, eins og nú tíðkast, voru
þá ekki til. Hann varð að gefa
leikurum, leikstjórum og þýð-
endum margvíslegar upplýsing-
ar og leiðbeiningar — og allt
bréflega. Það streymdu til hans
handrit frá ungum höfundum,
sem leituðu álits hans. Slíku
sinnti hann mjög sjaldan. Hann
taldi sig hafa annað við tímann
að gera. Mjög oft varð hann að
ferðast í allar áttir til þess að
vera viðstaddur frumsýningar á
leikritum sínum.
Á bréfum frá honum sést, að
hann varð að vera mikið í sam-
kvæmum, þótt honum væri það
þvert um geð. Fjölmargar sögur
eru sagðar um Ibsen í veizlum,
sem haldnar voru honum til
heiðurs. Sérstaklega er veizlan á
Grand 1891 fræg orðin. Bæði
George Brandes og Thommensen
ritstjóri hafa lýst geðillsku Ib-
sens, meðan á borðhaldinu stóð.
SÖGUSAFN HITCHGOCKS
10 SPENNANDI OG
SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR
Fæst á næsta sölustað.
HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33
POSTHOLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVÍK
____________________________________/
46. tbi. VIKAN 41