Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 50
Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar.- BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með. því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum 'þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. —. 11 1 1 11 Húsið með járnhliðunum Framhald af bls. 47 — Ef Tim vill vita eitthvað, sagði hann, — þá skaltu segja honum það. En þú verður að fara varlega í sakirnar og kenna honum bara einn hlut í einu. £g hef ekkert á móti því að honum sé kennt. En ég óttast um heilsu hans. Aftur heyrðist gjallandi hlátur Tims úr baðherberginu. — En hringdu nú, sagði Rees. — Þessi náungi hlýtur að bíða með óþreyju eftir að heyra frá þér. Hann gekk út úr herberginu og lokaði dyrunum. „Við þörfnumst þín hér,“ hafði hann sagt. Ef hann hefði bara sagt „Eg“ í staðinn fyrir „Við“. En þrátt fyrir það fannst mér, að hann hafi sagt þetta af heil- um hug. Eg var sannfærð um, að ég gæti orðið honum til góðs með því að vera áfram. Eg lyfti tólinu og hringdi. Framhald í næsta blaði. HEIMSMYND Mannréttindi eru sífellt fótum troðin, eins og sjá má á þessum nýlegu tölum frá Amnesty Int- ernational: Indónesía: Hundruð þúsunda hafa verið myrtir og um það bil 117.000 hafa verið settir á bak við lás og slá fyrir pólitískar skoðanir sínar — eða þá ástæðu eina að vera með einhvern sér- stakan litarhátt. Grikkland: Engar nákvæmar tölur hafa borizt þaðan, en það er vitað að þúsundir á þúsundir ofan hafa verið settir í fangelsi og sæta þar pyntingum fyrir að setja sig upp á móti herforingja- stiórninni. Sovét: Þaðan fást heldur eng- ar nákvæmar tölur, en stórir hópar sitja inni — eða þræla í Síberíu — fyrir trúarskoðanir sínar, fyrir pólitískar skoðanir og fyrir það að vilja hugsa sam- kvæmt eigin höfði. frak: Á síðustu níu mánuðum hafa 54 manns verið teknir þar af lífi — langflestir sennilega saklausir, þó þeir hafi verið ákærðir fyrir njósnir. Þá benti Amnesty Internati- onal á ófriðinn fyrir botni Mið- jarðarhafs. á kynþáttaágreining- inn í S.-Afríku, Rhódesíu og síð- ar — og eins voru menn beðnir að eleyma ekki harmleiknum í Víet Nam. Sú stúlka, sem getur bölvað sér upp á, að hún hafi aldrei verið af karlmanni kysst, — ja, hún hefur sannariega rét til að bölva! 50 VIKAN 48-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.