Vikan


Vikan - 13.11.1969, Síða 44

Vikan - 13.11.1969, Síða 44
SMJÖR STÍLHREINN, , FALLEGUR STEREO ÚTVARPSFÓNN | Með fullkomnum Stereo- magnara, tengdum 2 tvö- földum hátölurum. ^ Innibyggt segulloftnet og tveggja skauta loftnet fyrir FM. ^ Rúm fyrir plötuspilara eða segulbandstæki. } Vandaður skápur úr úrvals tekki. ^ Árs ábyrgð. — Greiðslu- skilmálar. Komið og skoðið. EINAR FARESTVEIT & Co. hf. BergstaSastræti 10 — Sími 16995 sen svaraði, að það væri því mið- ur ekki hægt. En næsta dag kom maðurinn aftur og þegar hann sagðist hafa tekið sér ferð á hendur alla leið frá Ameríku gagngert til að sjá Ibsen, þá kenndi frú Ibsen í brjósti um hann. Hún opnaði dyrnar og Amerí- kaninn kom inn og hneigði sig. Ibsen stóð í dyrum skrifstofu sinnar, steinþagði og leit heldur betur reiðilega á komumann. Ameríkaninn sagði heldur ekki neitt. Hann læddist aðeins var- lega meðfram veggnum, framhjá Ibsen og inn á skrifstofuna. Hann læddist áfram að skrifborðinu, hrifsaði í hendingskasti blýant og hljóp síðan út. Án þess að heilsa og án þess að kveðja og án þess að segja eitt einasta orð. Þegar hann var farinn hélf Ib- sen þrumuræðu og skammaði konu sína fyrir að hleypa svona fáráðlingum inn til sín og láta þá stela blýöntum. Frú Ibsen hló hjartanlega. En við vissum vel, að tími hans varð stöðugt dýrmætari. Og samtímis vildu fleiri og fleiri heimsækja hann og njóta sam- vista við hajnn. Allir málarar vildu mála af honum myndir. Og höggmyndarar vildu fá hann til að sitja fyrir. Okkar mikli meistari Gustav Vigeland, óskaði eftir að fá að gera brjóstmynd af honum. Ibsen tók þessari málaleitan afar illa og sagði loks afdráttarlaust nei. Vigeland var þá ungur, en mjög efnilegur, og eftir mikið stapp og krókaleiðir, tókst honum að fá Ibsen til að fallast á að sitia fyrir. En til vinnustofu hans vildi Ibsen alls ekki fara. Vigeland varð að koma heim til hans, — en aðeins þrisv- ar sinnum og Ibsen ætlaði að sitja fyrir tíu mínútur hverju sinni. Vigeland fórnaði höndum í ör- væntingu, en sagði: — Betra lítið en ekkert. Hann hugsaði með sér, að þeg- ar verkið væri hafið, mundi Ib- sen láta undan og sitja fyrir eins og með þurfti. En því var aldeilis ekki að heilsa. Ibsen sat með úr- ið í hendinni og gætti þess vand- lega að sitja ekki mínútu lengur en um var samið. Þá reis hann á fætur og gekk rakleitt inn á skrifstofu sína. Vigeland var niðurbrotinn maður, en samt lauk hann verk- inu og brjóstmyndin er ein af hans beztu myndum. Hún er nú hér í herberginu mínu og stend- ur beint fyrir framan mig. Frægð Ibsen varð konu hans einnig til ama, ekki aðeins á þann hátt, að hún þurfti sýknt og heilagt að gæta þess að eng- inn truflaði hann. Þegar hún var á ferðalögum og fólk komst að því hver hún var, þoldi hún illa forvitni þess og hnýsni. Þess vegna sló hún því eitt sinn fram, að í rauninni ætti hún að skipta um nafn, þegar hún væri erlend- is. Hún gæti til dæmis kallað sig frú Nesbi, það er Ibsen stafað aft- urábak. Ibsen hlustaði á þetta, hnykl- aði brýnnar og sagði loks: - ÍSg vissi ekki fyrr, að ég hefði gert neitt af mér, sem gerði það að verkum, að þú gætir ekki notað nafn mitt. Þar með var það mál úr sög- unni. Heilsu frú Ibsen hrakaði. Hún þjáðist af gigt, sem smám saman gerði hana örkumla. Þess vegna varð hún oft að fara á heilsuhæli erlendis og dveljast þar lengri eða skemmri tíma. Sigurður þurfti alltaf að fara með henni. Það var að sjálfsögðu dapurlegt fyrir mig, að hann skyldi vera fjarverandi svo oft og lengi, en þó gladdist ég hans vegna. Hann hafði gott af tilbreytingunni og hvíldinni, gleymdi um stund bar- áttu sinni og vonbrigðum. Þau fóru í eina slíka ferð síðla árs 1894 og kom það því í minn hlut að hugsa um Ibsen um jól- in. Frá Monsummano, þar sem frú Ibsen dvaldist, skrifaði hún mér mörg og löng bréf og gaf mér ströng og nákvæm fyrir- mæli um hvernig ég skyldi haga undirbúningi undir jólakvöld Henriks Ibsen. Hvað ég ætti að kaupa mikið af eplum og val- hnetum, hvaða kökur ég ætti að reyna að baka fyrir hann og þannig endalaust. Hún endar eitt bréfið á þessa leið: „Þú ert náttúrlega önnum kaf- in, elskan mín, upp fyrir haus við jólaundirbúninginn. Í5g lifi hér í kyrrð og næði og eftir r-------------------------------\ ÞEÍT-A • £H STðiíHÆTTU- LEGT, feyAHÐ rAÐ 'BETGJATFY’RIB.. BLSlK- ANN EÍL. • Þér takið 1 kúbik af vatni .10 kúbik aS wiský og .hundrað microgrömm.af sítrónusafa. GÆTTU PIN A BYSSUNNI, SAM, - HON A PAB TIL AÐ SLA V._________________________ý 44 VIKAN 46-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.