Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 18
; .* Fjarri heimsins glaumi anna. hann vakti hænsnin á prikum sínum og augu kattanna lýstu eins og smaragðar í næturhúminu. Bats- heba var aldrei hrædd á þessum kvöldgöngum sínum, Hér var allt svo heimilislegt og öruggt, ekkert að óttast. Batsheba Everdene fann öryggið í því að ganga um sínar eigin eignir. Þarna var sáðkornið og hálmurinn, allt í snyrtilegum stökkum. Batshebu var það ennþá í fersku minni, þegar við lá að öll uppskeran eyðileggðist af eldi, svo hún fór aðra ferð umhverfis stakk- ana, til að gá hvort allt væri i lagi. Milli tveggja yztu stakkanna var mjór gangvegur að hlaðinu. Hún gekk nú hraðar, það var orðið kalt í náttmyrkrinu. Allt í einu festist pilsfaldur hennar í einhverju; hún rykkti í og hrasaði, hefði fallið um, ef tvær sterklegar hendur hefðu ekki gripið hana. Hún varð alltof hissa til að vera hrædd. — Sleppið mér, hrópaði hún. Hver var þetta? Karlmaður! Hvað var hann að gera þarna? Hendurnar voru sterkar og við- koma þeirra ekki óþægileg. — Sleppið mér, endurtók hún, en ekki í eins miklum skipunarrómi. — Ég ætla ekki að gera yður mein, sagði stríðnisleg rödd. Hendur hans losuðu takið og hann greip Ijós- kerið af henni og lýsti framan í hana. Hún leit upp. Dökkir, fastmótað- ir andlitsdrættir, skarlatsrautt og gullitað — hermaður — hvað var hann að gera hér? — Stúlkukorn! sagði stríðnislega röddin. O . . — Þér hafið á réttu að standa, svaraði Batsheba og reigði sig. — Það er hárrétt, ég er stúlka. — Fyrirgefið, sagði hann, — hefð- armær hefði ég frekar átt að segja. Þau stóðu í sömu sporum og virtu hvort annað fyrir sér. Batsheba fann hvernig roðinn hljóp fram í kinnar hennar, og hún var þakklát fyrir að skinið frá Ijósinu var svo dauft. Hjarta hennar barðizt óhugn- anlega hratt. Hendur hans, — aug- un, — og hann var svo nálægur , . . Frank Troy breytti ekki um svip, en hugsaði því hraðar. — Hver gat hún verið? Hvað var hún að gera hér á bænum? Hefðarfrú, — og á þessum tíma sólarhrings? Og hvern- ig átti hann sjálfur að skýra nær- veru sína. Hann gat ekki einu sinni spurt hana hvar Fanny væri niður- komin. Það var vegna Fannyar að hann var hér. Hún hafði verið eins og þurrkuð út af yfirborði jarðar, frá því augnabliki sem hann gekk burtu frá henni á hlaðinu íyrir framan Allra Hsilagra kirkju. Hann hafði aldrei ætlað sér að svíkja hana, heldur vildi hann gefa henni ráðningu, en nú var hún horfin. Hann hafði leitað hennar á litla, sóðalega gististaðnum, þar sem hann hafði fengið handa henni her- bergi, en hún hafði farið þaðan, þennan eftirminnilega dag, sem átti að verða brúðkaupsdagur þeirra. Farið án þess að láta nokk- urn mann vita hvert. Og hann hafði ekki fengið leyfi til að yfirgefa herdeild sína fyrr en nú En stúlkan sem stóð frammi fyr- ir honum nú, var allt önnur mann- gerð, það sá hann strax. Ilmurinn af henni bar það með sér að hún var hefðarkona, og það sýndi líka öll reisn hennar. Það glitti í dökk augu Franks. Hann þurfti svo sem ekki að byrja á því að spyrja um Fanny. Það var ekki á hverjum degi að svona fögur kona féll í fang hans. Batsheba rykkti aftur í pilsið, en hún gat ekki losað sig, faldurinn hlaut að hafa flækst í sporum hans og orðið þar fastur. Hann kraup á kné fyrir framan hana og leit upp. — Ég skal losa pilsfald yðar, sagði hann og þóttist gera sitt bezta. — En það getur orðið seinlegt Sterklegir fingur hans gripu um ökkla hennar, en hún rykkti til fæt- inum. — Nei, sagði hún, — látið mig vera. — Sem yður þóknast! Hann reis upp og leit niður á rjótt andlit henn- ar. — En annars held ég að ég geti losað pilsfalainn, án þess að rífa allt í sundur. — Gerið það þá! Batsheba var stutt í spuna og rykkti til fætinum. Hún hafði fallið um koll, ef hann hefði ekki gripið hana, í annað sinn. — Þér kærið yður varla um það? sagði hann. — Að ég rífi fötin yð- ar, á ég við. Þess þarf ekki held- 18 VIICAN 46- tbL Batsheba sat hnarreist viS annan borðendann, og Gabriel viS hinn . . . ur, ef þér hafið svolitla þolinmæði. Hann féll aftur á kné við hlið hennar og tók aftur um fótinn. Hún beit á jaxlinn, reyndi að standa kyrr og leit niður á dökkt og mikið hár hans. Hjarta hennar barðist nú hrað- ar og henni lá við svima. Þetta voru óvenjuleg augu svo dökk og heill- andi, varirnar og reisnin En hún hristi af sér þessi áhrif eftir megni. — Þér reynið ekki að losa mig, sagði hún ásakandi. — Jú, sagði hann og horfði beint í augu hennar, ég geri það sem ég get. Ég er að horfa á fagurt and- lit, — það fegursta sem ég hefi augum litið! Orðin streymdu Ijúflega af vör- um hans. Batsheba varð vand- ræðaleg. Var hún fögur? Það hafði enginn sagt henni fyrr. Ekki einu sinni Gabriel, þegar hann bað hennar. Hann hafði talað um skepn- ur og vinnu. William Boldwood hafði sagt að hann elskaði hana og að hann vildi fá hana fyrir konu, en hann hafði ekki sagt nokkurt orð um að hún væri lagleg! Batsheba fann hvernig blóðið þaut um æðar hennar. En hún þekkti ekki þennan mann, vissi ekkert um hann. Hún gat ekki verið þekkt fyrir að standa í skjóli við heystakk og láta þennan mann daðra við sig, rétt eins og hún væri ein af þjónustustúlkunum. Hún rétti úr sér. — Ég get ekki gert að því að ég er andlitsfríð, sagði hún drembi- lega. — Ég get ekkert gert við þvi. En viljið þér nú gjöra svo vel — Og ennþá fegurri, þegar þér eruð svona reið. Jafnvel ókurteisi yðar er töfrandi. Hann lá ennþá á hnjánum og leit upp til hennar. Hendur hans fikruðu sig eftir pilsfaldinum, en ekki til að losa hann frá sporan- um. — Þér gerið þetta allt af ásetn- ingi! sagði Batsheba fokvond. — Farið burt og látið mig í friði! Hann reis upp og gekk nokkur skref, en þá féll hún í faðm hans í þriðja sinn. — Þarna sjáið þér, sagði hann, — þetta er vonlaust. Ef ég fer, þá verðið þér að fylgja mér eftir, oq ef ég verð kyrr, þá hljótið þér að standa hjá mér En Batsheba þóttist ekki heyra lága rödd hans. Hún beit á jaxlinn og reif í pilsið, svo faldurinn rifn- aði frá og hún losnaði. En hún gerði ekki það sem hún hafði hugs- að sér, að reigja sig og rigsa í burtu. Hún stóð kyrr og horfði f augu hans, dökku augun. — Ég heiti Frank Troy, sagði hann, án þess að líta undan. — Og ég er ekki svo framandi í þessu byggðarlagi, þótt ég hafi aldrei hitt yður fyrr. Aður en ég gerðist liðþjálfi í her Hennar Hátignar, þá bjó ég hér í grenndinni. Hún sneri við til að ganga burtu, en bak við sig heyrði hún rödd

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.