Vikan


Vikan - 13.11.1969, Síða 45

Vikan - 13.11.1969, Síða 45
Bílabrautir Aðalstræti 8 V____________________ Matchbox Nýjar tegundir Bílabrautir Laugavegi 164 ____________________y r Nýjar tegundir ströngustu reglum. Læknirinn segir, að ég þarfnist algerralr hvíldar, ef ég eigi að ná mér til fulls. Ibsen skrifar mér, að kvöldin séu einmanaleg hjá hon- um. Þau hljóta reyndar að vera það. Bara að hann vildi nú taka sér frí í nokkrar vikur og koma hingað til okkar. Ég hugsa með hryllingi um hættulega, dimma og viðbjóðslega ganginn heima.“ Það er gangurinn í íbúð þeirra í Viktoria Terrasse, sem hún minnist á. Þessi íbúð var engan veginn góð, sérstaklega var hún rök og hafði það slæm áhrif á heilsu frú Ibsen. Þau fluttu skömmu síðar í betri íbúð í Ar- bins-götu. Það leið að jólum. Eg vissi, að þetta kvöld hafði allt frá barn- æsku verið Henrik Ibsen afar hjartfólgið. Frú Werenskiold hefur sagt mér, að einu sinni í Miinchen hafi hún komið að Ib- sen, þar sem hann var önnum kafinn við að klippa jólatrés- skraut. Hann gerði það mjög smekklega. Hann kvaðst hafa gaman af þessu og minntist á, að þetta hefði hann gert, þegar hann var strákur. Og þá hefði Maren gamla sölukerling selt skrautið fyrir hann á torginu í Skien. Nú var hann löngu hættur að klippa jólatrésskraut. Hann lét vinnukonuna skreyta tréð. Það voru aðeins ljós á því og svo hvít baðmull. Við gengum inn í stofuna og ég kveikti á jólatrénu. Ibsen var eldhræddur og skelfing óttasleg- inn á svipinn, meðan logaði á trénu. Skömmu eftir að ég hafði kveikt á því, þurfti ég að bregða mér fram til að sækja eitthvað lítilræði. Þegar ég kom aftur sá ég, mér til mikillar undrunar, hvar Ibsen var lagstur á hnén og farinn að slökkva á ljósunum. Tréð stóð á gólfinu og var ekki hátt. Eg sé enn þá fyrir mér vangasvip Ibsen meðan hann var að þessu. Nefið hvarf næstum, þegar hann blés á kertin. Þegar við sátum síðar um kvöldið saman og ræddumst við, sagði Ibsen mér, að hann hefði uppgötvað, að íbúðin væri full af músum. En hann kvaðst hafa fundið upp sína eigin aðferð til að fæla þær frá sér. Hann sagði: ■— Ég fæ mér alltaf glas af mjólk og nokkrar tvíbökur á kvöldin eins og þú kannski veizt. Ég gef músunum svolítið af þessu á skál og set skálina síðan inn í herbergið við hliðina. Þá koma þær ekki inn til mín. Ibsen skrifaði konu sinni og sagði henni frá þessu jólakvöldi okkar. Hann sagðist hafa keypt tvær landslagsmyndir frá Lofoten handa henni. Bréfið endar á þessa leið: „Nytsamasta og kærkomnasta jólagjöfin, sem ég fékk í ár, var frá Bergljótu. Hún gaf mér gríð- arstóran baðsvamp, sem ég þvæ mér með bæði kvölds og morgna. Mér finnst hann hreinasta fyrir- tak ....“ Þetta var honum líkt. Hann var þrifinn og snyrtilegur og það var ekki algengt í þá daga.... HIIAR ER ttHtlN HAHS HÖA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: Halldór E. Sigurbjörnsson, Ásbraut 11, Kópavogi. Nafn Heimili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 46. 46. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.