Vikan


Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 3

Vikan - 13.11.1969, Blaðsíða 3
31. árgangur - 46. tölublað - 13. nóvember 1969 í ÞESSARI VIKU í sumar kom í dagblaðinu Verden í Skien í Noregi viðtal og myndir af isienzkum stúlkum, sem voru við bústörf á norskum bóndabæ. Þær heita Helga Jóns- dóttir, 15 ára, og Sigriður Jóhannsdóttir, 16 ára, báðar úr Mosfellssveit. Þær undu sér hið bezta í norskri sveitasælu, og við segjum frá dvöl þeirra í þessu blaði. Lyndon Johnson er setztur i helgan stein og hljótt hefur verið um hann, siðan hann lét af hinu háa embætti forseta Bandarikjanna. Hvernig skyidi hann verja dögunum núna í ellinni? Það segir frá því í grein, sem heitir: „Nú er Johnson aftur orðinn bóndi i Texas". Hann segir þar, að hann njóti lífsins i fyllsta máta og sé feginn að hafa fengið að varpa af sér oki ábyrgðarinnar. Nú er Olof Palme orðinn forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann verður líklega aldrei föður- legur stjórnandi á borð við fyrirrennara hans, enda er ekki lengur i tízku að vera föðurlegur. Unga kynslóðin kærir sig ekki um slíkt. Við birtum hugleiðingu um Paime eftir sænskan blaðamann og ótal myndir af honum og fjölskyldu hans. f NÆSTU VIKU Blaðamaður Vikunnar, Dagur Þorleifsson, dvaldist í nokkra daga í Teheran á liðnu sumri og heimsótti þar íslending, Olaf Sigurðsson, sem hefur verið búsettur í íran um langt skeið. Hann er fæddur í Stykkishólmi, en fluttist ungur til Danmerkur og lauk þar prófi sem verkfræðingur. Litlu munaði, að hann fengi stöðu hér á landi að námi loknu, en svo varð þó ekki og héit hann þá til írans og hefur verið þar siðan. Eftir aldarfjórðung er ráðgert, að búið verði að byggja heila borg á tunglinu. Iverustaðir eru allir að sjálfsögðu í risastórum hylkjum, þar sem fyrir er komið öllu því, sem maðurinn þarf til að geta lifað. Við birtum i næsta blaði tveggja siðna litmynd af hinni ævintýralegu borg á tunglinu. Björgvin Halldórsson er átrúnaðargoð táninganna um þessar mundir. Hann var kosinn popstjarna ársins i Laugar- dalshöllinni og siðan hafa vinsældir hans farið vaxandi með hverjum degi. Lögin hans hljóma í útvarpinu oft á dag. Við birtum í næsta blaði langt viðtal og margar myndir af Björgvini Halldórssyni. í FULLRI ALVÚRU EITURLYF Flugufregnir herma að eiturlyf janeyzla fari nú hraðvaxandi á landi hér, einkum meðal ung- menna, sem brugðið hafi á þetta ráð samkvæmt alþjóðlegri hippatízku. Til dæmis um þetta kváðu tollverðir nýlega hafa berháttað popphljómsveit nokkra, sem var að koma eriendis frá og var grunuð um að fela eitthvað háskagóðgæti á sér innan klæða. Hér er auðvitað voði á ferðum, ef satt er frá sagt. Raunar er um margt og misjafnlega geig- vænlegt að ræða meðal þess, sem hér á landi hefur í ræðu og riti verið sett undir fyrirsögnina eituriyf. Hassís mun vera það lyf, sem hippar eða þeir sem telja sig til þeirra aðhyllast mest. Sá sem þetta ritar hefur sjálfur haft kynni af allnokkrum manneskjum af þessu tagi, og ber þeim saman um að ekki sé erfiðara að venja sig af hassísneyzlu en til dæmis áfengisdrykkju. En hitt mun rétt vera, að hassísneytendum hætti mjög til að sækja í önnur lyf miklu sterkari og hættulegri, þegar hitt verður of hversdagslegt. Og þegar þar á ofan er haft í huga það samnorræna einkenni, sem Islendingar hafa i sérlega ríkum mæli, að misnota sem gróflegast hverskyns nautnalyf, allt niður i kaffi, þá verður að ætla þann grun rökstuddan að eiturlyfin gætu orðið jafnvel enn meiri skaðvaldar hér hjá okkur en þau hafa gerzt víða erlendis. Eiturlyfin hafa þegar í nokkur ár verið ofar- lega á baugi i Danmörku og Svíþjóð, og nú eru þau komin til Noregs, svo ekki verður um villzt. Herma fregnir að margir norskir unglingar hafi farið illa út úr neyzlu eiturlyfja, eins og hrylli- kvikmynd, sem nýlega var gerð þar í landi um afleiðingar þessarar nautnar, gefur til kynna. I Noregi telja margir að kæruleysi það, sem yfir- völd og almenningur í landinu lengi sýndu mál- inu, hafi auðveldað mjög útbreiðslu eiturlyfj- anna. Hér er um að ræða vandamál, sem þarf að fjalla um án ofboðs og ofstækis, en gefa engu að síður fullan gaum að og taka föstum tökum. dþ. VIKAN Útgcfandi Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson og Ómar Vaidimarsson. Útlitsteikning: Halldóra Halldórsdótt- ir. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. — Rit- stjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skip- holti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf: 533. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölu- blöð mlssirislega. Áskriftargjaidið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mai og ágúst. 48 tbl VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.