Vikan


Vikan - 15.01.1970, Síða 15

Vikan - 15.01.1970, Síða 15
Ég vil að allir sem koma til að lilusta á mig fari út án nokk- urra efasemda um það hvað ég er. Allir eiga að fara heim eftir að hafa hlotið fullnægingu sína af Tom Jones. Ég er karlmaður og það geta allir séð það. Kannske gera einhverj- ar konur sér grein fyrir þvi, er þær fara heim til þeirra eigin manna, að þeir eru karlmenn líka. Tom Jones á Ameríku þessa dagana. Ja, kannske ekki alveg, en hann á allavega meirihluta kvenþjóðarinnar þar. Þúsundum saman koma þær á hljómleika hans og játa honum ást sína. Beint og óbeint. Nýlega fór Tom Jones í hljómleikaferð um austurströnd Bandaríkj- anna og byrjaði í Wallingford, Connecticut. Meirihluti áheyrenda (sem jafnframt eru áhorfendur) eru konur. Konur á öllum aldri, af öllum stærðum og af öllum þjóðfélagsstétt- um. Ljósin í salnum eru slökkt og hljómsveitin byrjar að leika; sterkur rythminn er eins og rafknúinn jarðbor. Tom Jones kemur hlaupandi niður eftir ganginum, umkringdur lögregluþjónum, og hoppar upp á sviðið í svörtum, silkilögðum smóking, með vínrautt bindi. Konurnar grípa fyrir munninn svo þær æpi ekki fölsku tönn- unum og það er því líkast sem maður sé staddur í hænsnakofa. Hann smellir fingrunum, stappar niður fótunum og dansar um leið og hann byrjar að syngja „I Can‘t Stop Loving You.“ Næst kemur „What's New, Pussycat?" og konurnar æpa enn meir. Og er hann byrjar á ,,Delilah“ er hann kominn úr jakkanum og búinn að fleygja frá sér bindinu. Nokkrar konur falla í yfirlið. „Danny Boy“, og Tommi er farinn að svitna heilmikið. Konurnar æða fram og henda til hans vasaklútum og öðru lauslegu. Tom stekkur aftur á bak og svitinn rennur af honum í lælcjum. Hann sveiflar sér til og frá, og í einni sveiflunni missir hann stóran demantshring sem rúllar niður í gang- inn. Ung stúlka hrifsar hann til sín og afhendir hann lögregluþjóni sem kernur honum til stjörnunnar. Tom er svo hrifinn að hann býð- ur stúlkunni að koma upp „svo ég geti kysst þig, elskan.“ Hún skelf- ur og titrar, en er hún er að fara upp á sviðið verður það henni um megn og hún dettur kylliflöt ofan í hljómsveitargryfjuna. Eftir hljómleikana þurrkar Tommi af sér svitann í búningsher- berginu og sýpur á kampavínsglasi. Umboðsmaður hans, Gordon Mills, ryður fólki frá dyrunum. Síðan er Framhald á bls. 37. VERKAMABURINN SEM VARB HEIMSERÆGUR 3. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.