Vikan


Vikan - 15.01.1970, Page 37

Vikan - 15.01.1970, Page 37
Karl einn af kvikindisætt Framhald af bls. 23. útförina, en trúlega hefur hún verið fámenn og ómerkileg. Og ekki er gott að segja, hvernig Jóni hefði líkað, hefði hann vitað, að dánarafmælisdag- ur hans, yrði 165 árum síðar þjóðhátíðardagur „hans vonda fósturlands“. Helzta heimild: Safn fræðafélagsins, V. bindi. ☆ Tom Jones Framhald af bls. 15. samkvæmi haldið af Ben Segal, eiganda hússins, og manninum sem kallar Tom Jones „mikil- vægustu áhrifin í Ameríku í dag.“ Klukkan eitt eftir mið- nætti heldur Tom til samkvæm- isins, með eigin kampavínsflösku undir hendinni og er þar til klukkan sjö um morguninn. — Fyrst talar hann um tónlist („Hver er Janis Joplin?" spyr hann unga og ákafa dóttur Se- gal's) og síðan um föður sinn og lífið heima í Pontypridd, Wales. „Heima er allt eins. Krakkarn- ir alast upp á sama hátt og áð- ur, slást á sama hátt í sömu göt- unum, drekka bjór á sömu knæp- unum og tala sama málið. fig sé enga breytingu þar á. En A dag virðast allir hræddir. Skíthrædd- ir við að stækka en allir eru hræddastir við krakkana, og hlusta á þá rétt eins og krakk- arnir hafi eitthvað merkilegt að segja. Ef ég reyndi að leggja pabba gamla lífsreglurnar þegar ég var strákur, sagði hann mér annaðhvort að þegja eða þá að ég fékk á glannann. „Þegar þú ert nógu mikill maður til að hafa mig undir, þá skaltu koma aft- ur,“ var hann vanur að segja. Svo var maður vanur að setja á sig axlapúða, klæðast stórum og miklum frökkum og spenna fram brjóstið til að sýnast sem elztur. Svo fór ég út með stúlkuna mína á ball, horfði beint framan í strákana og sagði: „Ef þú snert- ir hana skal ég brjóta hvert ein- asta bein í skrokknum á þér.“ Þá tók ég upp sígarettu og kveikti í henni eins og maður. Maður sér ekkert svona i dag. Það vill enginn berjast; hvorki fyrir konuna sína né landið sitt. Allir vilja hafa það rólegt og þægilegt. Það er akkúrat það sem er svo brjálað við dópið. Maður getur komizt „hátt“ á því að reykja marijuana og svoleið- is og maður verður ekki veikur á því. En ræflarnir verða veikir á því að drekka vín. Það eru að- eins þessi:r fáu raunverulegu menn sem þola það að drekka — eða þá að borga skaðann sem maður veldur.“ Faðir Tom‘s, kolanámuverka- maður, er fyrirmynd hans. „ííg dáist að honum vegna þess að hann vinnur eins og þræll, drekkur eins og þræll og slæst eins og þræll. Hann myndi berj- ast við hvern sem er. Og ég elska hann fyrir það. Stundum hitti ég menn úti á götu og þeir segja: „Heyrðu, þú ert sonur hans Tona!“ Og ég segi: „Jamm.“ Þeir bera virðingu fyrir honum, skal ég segja þér. Hann er raunveru- legur maður og mig hefur alltaf langað til að vera eins og hann.“ Klukkan hálf tvö, daginn eft- ir, heldur Tom til Hartford, þar sem hann hefur boðað til blaða- mannafundar. Það er aðeins hálftíma keyrsla, en Tom er tveimur klukkustundum of seinn. Þessi ókurteisi hefur þó engin áhrif á blaðamennina sem steypa sér yfir söngvarann eins og her- flugvélar, til áð fá eiginhandar- áritanir og ókeypis hljómplötur. Welsmaðurinn er jafn rólegur og klettur, og stúlka í skósíðum kjól, með borða sem á er letrað „Ung- frú Hartford", verður vandræða- leg þegar hún kemst að því að stólfótur heldur kjólnum — og henni — frá stjörnunni. Segal er geysihrifinn og segir að „ . . . jafnvel Jackie Kennedy er ekki jafn merkileg og Tom!“ Tom er merkilegur og hann er „stór“. Hann er ánægður með það. „Ég vissi alltaf að ég varð að sigra Ameríku eftir að ég hafði sigrað England,“ segir hann, ,,vegna þess að það sem ég syng kemur þaðan. Ég hef þel fyrir blues-inum. Ég hugsaði með mér að þeir yrðu að viðurkenna mig. Ef ekki, bá væri ég einskis virði. Og ég er þakklátur fyrir að þeir gerðu það. Einu sinni varð ég benzínlaus á Rolls Royce-inum mínum, á stórum átóbana í Eng- landi. Það var hellirigning og ég var alveg í rusli. Þá leit ég yfir götuna og þar sá ég gamlan mann sem var að sópa upp gler- brot, því það hafði orðið slys þar. Klukkan var um það bil fjögur eftir miðnætti •—- og þá hugsaði ég með mér: „Hvurn andskotann er ég að kvarta? Eg græði penirga, elska það sem ég er að gera og þá þarf ég ekki mikið meira.“ Svo fékk ég mér vindil. Stórkostlegt!“ (f öðru við- tali lét Tommi svo um mælt að peningar væru honum einskis virði.. . .) Einn þeirra síðustu sem yfir- gefa hljómleikastaðinn í Walling- ford, er ung og falleg kona frá Richmond, sem hafði fylgzt með honum um langan tíma. Sonur hennar er vangefinn og þegar hann fór í sumarbúðir fór hún til Connecticut til að horfa á Tom Jones. Hún útskýrir það á einfaldan hátt: „Þegar maðurinn minn dó fyrir ári síðan bjargaði músik Tom Jones lífi mínu. Þessi ferð er það minnsta sem ég gat gert fyrir hann í staðinn." Tom væri þessu sjálfur sam- MIDA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - STMI 35320 " tbi. VIKAN 87

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.