Vikan


Vikan - 15.01.1970, Síða 43

Vikan - 15.01.1970, Síða 43
hissa á því að hún hafði ekki að fyrra bragði spurt um hann. Ég var í miðri setningu, að segja henni frá heimili okkar, þegar hún, allt í einu, greip í klukkustrenginn. Klukkuhljómurinn heyrðist greini- lega inn til okkar, sömuleiðis hund- gá. Ég þagnaði, en þá sagði hún, næstum reiðilega: — Haltu áfram! Hvert fóru ferða- félagar þínir? — Til London á laugardagsmorg- un. — Svo þú ert þá ein á ferð núna? Er það heppilegt- — Hversvegna ekki? Ég get séð um mig. Og í rauninni .... — Ég efast ekki um það. Hvað er stúlkuráfan að gera. Hún beindi orðum sínum að John Lethman, sem hrökk við. — Halide? Hún getur ekki verið langt í burtu. Ef það eru töflurn- ar . . — Ég vil fá pípuna mína! Jæja, þarna kemur þú þá! Hvar hefurðu verið? Halide flýtti sér gegnum fremri hluta herbergisins. Hún var lafmóð og hræðsluleg. — Þér hringduð? — Það fer ekki á milli mála, ég hringdi, sagði Harriet frænka hvasst. — Ég vil fá pípuna mína. Halide leit vandræðalega á John Lethman. — Sæktu hana; sagði hann. Stúlkan leit hræðslulega á rúm- ið, en flýtti sér svo að skápnum. Ég horfði undrandi á eftir henni. Aður hafði ég haft það á tilfinningunni að ekki væri svo auðvelt að hræða þessa stúlku, svo mér fannst fram- ferði hennar skrítið. En svo varð mér hugsað til sögunnar um lafði Hester Stanhope, sem hafði kaghýtt þjóna sína, og ef það dugði ekki, lét hún hella laxerolíu ofan í þá með valdi. Gat það verið að frænka mín notaði slíkar aðferðir? Ég virti „lafði" Harriet fyrir mér. Hún sat í hnipri innan um allar druslurnar, mér fannst eðlilegt að það væri ónotalegt að þjóna henni, en tæp- lega hræðsluefni. En svo varð mér litið upp á vegginn fyrir ofan rúm- ið. Þar voru krókar, einir þrír, og svei mér ef ekki héngu á þeim bæði svipa og byssur. En það hlutu að vera takmörk fyrir því sem hægt var að framkvæma á tuttugustu öld- inni, jafnvel hér. Stúlkan dró út skúffu og tók upp tréskrín, sem leit út fyrir að vera fyrir tóbak. Hún bar það yfir að rúminu. Ég gat ekki séð hvað hún var að bauka, en eftir andartak heyrði ég soghljóð í vatnspípunni. — Haltu áfram með ferðasöguna, stúlka litla, sagði frænka mín. — Hvað gerðirðu í Damaskus? — Það var nokkuð skrítið, ég rakst af tilviljun á Charles frænda. — Charles? sagði hún snöggt, og ég sá að þau Halide og Lethman horfðu hvort á annað. — Er hann á þessum slóðum? Er þetta eins- konar ættarmót? Hvað er Charles bróðursonur minn að gera hér? — Ég á ekki við Chas frænda, föðurbróðir minn, það var Charles, sonur hans. Hann er líka á ferð um þessar slóðir. Við vorum að hugsa um að verða samferða til þín, en hann kemúr ekki til Libanon fyrr en á morgun, og ég hálf skammast mín fyrir að hafa farið á bak við hann. Hann langar svo til að hitta þig. Það gutlaði í pípunni og lyktin var hræðileg, loftið í herberginu var alveg óþolandi. Ég reyndi samt að sitja bein í stólnum. —■ Þú — þú manst líklega eftir Charles, Harriet frænka? — Það er nú líklegt. Hann var myndarlegasti piltur. En mér hefir aldrei líkað reglulega vel við lag- lega pilta. Dökku augun litu á mig. —• Þið eruð nokkuð lík. Hún tinaði og fálmaði við sjalið á herðum sér. — Lafði Harriet, sagði John Leth- man allt í einu. — Nú verðið þér að hvíla yður. Ungfrú Mansel. — Já, ef Harriet frænka vill að ég fari, en ég vil fá að vita hvað ég á að segja við Charles, sagði ég og stóð upp. — Berðu hcnum kveðju mína. Nú var röddin svo dauf, að hún var líkust skrjáfi í laufi. — En ég leit undrandi á hana. — Viltu ekki hitta hann? Má hann ekki koma og heimsækja þig á mánudaginn? — Nei. Ég er búin að taka á móti þér, og það er nóg, það verður að duga. — En hann verður mjög vonsvik- inn. Og hann verður líka reiður við mig. — Nei! Ég gat ekki talað um fyrir henni. — Þá skal ég bera honum kveðju þína. Góða nótt, Harriet frænka! — Góða nótt; John, komdu strax þegar þú ert búinn að fylgja frænku minni til herbergis hennar. — Sjálfsagt, sagði hann, og það var greinilegt að honum létti mikið. Hann ýtti mér bókstaflega út úr herberginu. Ég nam andartak staðar í dyra- gættinni, og ieit í kringum mig, Halide stóð við rúmið, og ég sá að hún hristi einhverjar töflur úr glasi. Ég sá einhverja hreyfingu í skugganum við fótagaflinn, og eitt- hvert litið loðið kvikindi. Ég stirðn- aði, gátu verið rottur þarna. En svo sá ég dýrið stökkva upp f rúmið, og sá að þetta var lítill köttur. Ég sneri mér snöggt við og fylgdi eftir John Lethman. Hann lyfti vasaljósi, sem hann hélt á, og lýsti framan í' mig. — Hvað er þetta, er yður kallt? — Nei, það er ekkert. Ég andaði djúpt. Það var sannarlega hressandi að koma út ,í gott loft. — Fannst yður óþægilegt að tala við hana? — Já, að sumu leyéti, játaði ég. — Ég verð að viðurkenna að þetta var furðulegt samtal. Hún er svo- lítið öðruvísi en annað fólk . . . — Það var leiðinlegt að þér sögð- uð henni ekki fyrr frá Charles frænda yðar. Þá hefði kannski verið hægt að fá hana til að hitta hann. — Ég hafði það á tilfinningunni að ég yrði fyrst að vita hvernig landið lá. En þetta er ótrúlegt, hún tilbað hann bókstaflega, já, hann var sá eini, sem hún kærði sig nokk- uð um. Og hann hefur mikinn áhuga á því að hitta hana. — Hve lengi verður hann hér í Libanon? — Éq veit það ekki. — Ég skal gera það sem ég get og láta yður vita. Ég hringi til yðar. Það rigndi um nóttina. Ég var komin til herbergis míns um klukk- an tvö. Þá var ekki rigning og ekki minnsti andblær, ekkert sem boðaði óveðrið, sem síðar skall á. Mér er ekki Ijóst hvort það voru eldingar eða þrumurnar, sem vöktu mig, eða jafnvel rigningin. Ég hefi aldrei heyrt í annarri eins rigningu. Ég reis upp ,og gekk hálfnauð- ug út að glugganum, til að loka honum. Meðan ég var að þreyfa í myrkrinu eftir gluggajárninu, heyrði ég ámátlegt ýlfur í hundun- um. Það var ónotaleqt hljóð. Ég fékk gæsahúð um allan líkamann. Að lokum gat ég lokað glugganum og fálmaði í myrkrinu eftir handklæði til að þurrka mér. Það var engin furða, þótt einhverntíma hafi verið sagt að slíkt ýlfur boðaði dauða. Ég fleygði frá mér handklæðinu og staulaðist í rúmið aftur. Eftir stundarkorn heyrði ég að hætt va/ að rigna, regnið hætti eins snögglega og það kom, rétt eins og skrúfað hefði verið fyrir krana. En ég gat ekki sofnað. I kyrrð- inni eftir óveðrið heyrðist annað hljóð. Það var fuglasöngur, í fyrstu heyrðist aðeins í einum fugli, síð- an tók annar við og að lokum var þetta unaðslegur kór. Ég opnaði dyrnar og gægðist út, og sá þá að dyrnar opnuðust út í fagran lysti- garð. Rykið var horfið af trjánum, silf- urtærir regndropar siluðust af grein- um þeirra, og næturgalasöngurinn ómaði allsstaðar. Eitthvað eða einhver var á hreyf- ingu undir gluggahvelfingunni. Það var maður. Hann gekk hljóðlega, og ég sá að það var ekki Arabi, það hlaut að vera John Lethman. Ég hugsaði með mér að hann væri að athuga garðinn eftir óveðrið. En ég sá honum ekki bregða fyrir aft- ur. Það var ekkert fyrir mig að gera annað en að fara inn aftur og loka dyrunum. Ég vaknaði við að barið var að dyrum. Það var Halide, sem kom með morgunverðinn. Ég þvoði mér og fór svo með bakkann út í sólskinið. Rétt hjá var lítið garðhús, alþakið vafningsrós- um og næturgalarnir sungu milli rósanna. John Lethman kom, hálftíma síðar. — Góðan dag! sagði ég. — Ég var að hugsa um að fara á kreik og leita yður uppi, vonaði lika að hundarnir væru lokaðir inni. — Það eru þeir alltaf á daginn, sagði hann. Vöknuðuð þér í nótt? Heyrðuð þér í óveðrinu. — Já, en mér tókst að fá blund undir morguninn. IIIAB H DBIIIIIIAH5 Wðfl? ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur ftmdið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. SiSast er dregið var hlaut verSlaunin: Bjarni Þórarinsson, Kleppsvegi 2, Reykjavík. Vinninganna má vitja I skrifstofu Vikunnar. Nafn Helmlli Örkin er á bls. 3. 3. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.