Vikan


Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 15.01.1970, Blaðsíða 46
Gracia Patricia, furstafrú af Monaco, hélt nýlega upp á afmælið sitt. Það var mikil veizla, og til hennar bauð hún frægu fólki, víða að úr heiminum. Flest af þessu fólki var líka fætt í merki sporðdrekans. Yfirleitt varar fólk sig á sporðdrekanum, liann er hættulegt kvikindi. En á þessum dansleik voru ekki hætlulegir sporðdrekar á ferli. Ljósmyndarar blaðanna höfðu nóg að gera. Um sjötíu manns, sem áttu það sam- eiginlegt með húsmóðuriimi að eiga afmæl- isdag í sporðdrekamerkinu, var þarna sam- ankomið, og allt var þetta frægt fólk, þekkt meðal aðalsins, kvikmyndaleikara og iðju- hölda. Á liinu þekkta hóteli „Hcrmitage“ í Monte Carlo var tekið á móti gestunum með sporð- drekaskál, sporðdrekasöngurinn var sunginn í fyrsta sinn og gestirnir liópuðust í kring- um 265 punda afmælisköku, sem var skreytt sporðdrekum úr brúnuðum sykri... SPORHDREKA- RALLIB Richard Burton er sporðdrekamaður, en það er Liz, sem skreytir sig með merkinu. Afmæliskakan var svo stór að það þurfti að koma henni í gegnum dyrnar í tvennu lagri, og setja hana saman á staðnum. * ♦ Brezki leikarinn David Niven og kona hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.