Vikan


Vikan - 15.01.1970, Side 49

Vikan - 15.01.1970, Side 49
dómarassötið, hef ég komið því til leiðar. að hann komist ekki hjá að hugsa stöðugt um það, sem hann hefur gert. Ég hjálpa honum að muna það á hverjum einasta degi. Hann hélt svo fast um hendur mínar, að mig kenndi til. — Skilurðu hvað ég á við, Carol? Hverju átti ég að svara? Hvað gat ég sagt? Loks tókst mér að stynja upp: — Rees. Ég hef alltaf haft samúð með þér vegna þeirra hörmunga, sem yfir þig hafa dunið. Dauði eiginkonu þinnar, bæklun Tims . . . allt er þetta skelfilegur harmleikur og ennþá skelfilegra er, ef þessi maður er ábyrgur fyrir því, sem gerðist. En hefurðu ekki hefnt þín nóg á honum? Stephen var sem sagt ennþá á lífi. Enn hafði Rees tækifæri til að bjarga honum og ef til vill sjálfum sér um leið. Ef ég gæti aðeins talað um fyrir honum, ef mér tækist að koma orðum að því, sem ég vissi að var hið eina rétta. — Ég fæ aldrei nóg, aldrei. Hann hló hátt og kyssti hend- ur mínar aftur og aftur. Og ég sá, að hann var nú eins og svo oft áður, þegar hann kom heim úr steinhúsinu, rjóður í framan, með blik í augum, glaður og hress.. . . Það þyrmdi yfir mig. Kaldur sviti spratt fram á enni mínu og mér fannst ég vera að kafna. Rees stóð á fætur og fór fram í baðherbergið og sótti vatnsglas. Eg gat ekki drukkið af glas- inu. Hann stóð með það í hend- inni og horfði á, hvernig ég barð- ist við vanlíðanina. Á þessari stundu stóð mér á sama, hvað yrði um mig: hvort ég slyppi lif- andi úr greipum hans eða ekki. Að nokkrum sekúndum liðn- um leið mér ögn betur, og ég leit upp á hann og sagði: — Rees! Ef hann er enn á lífi, Framhald á næstu síðu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.