Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 5
• visur vikunnar Það telst ekki frétt þó úfar með ýmsum rísi og annað slagið heimti menn reikningsskil því heimurinn virðist örlítið öðruvísi en óskir manna og hugsjónir stóðu til. Og ennþá er margur á alvöru lífsins gleyminn og áhugalaus um vandamál forn og ný. Þó við séum yfirleitt fædd til að frelsa heiminn við finnum oss annað til dundurs og gleymum því. STÆRSTA SKIP SEM SOKKIÐ HEFUR Ekki vakti það ýkja mikla at- hygli þegar hollenska risaolíu- skipið ,.Marpessa“ fórst nýlega undan strönd Vestur-Afríku. Þó var þetta að vissu leyti mesti skipskaði sögunnar til þessa. Skipið var tvöhundruð og sjö þúsund smálestir og stærsta skip sem nokkrusinni hafði sokkið. Til allrar hamingíu var skipið ekki með neina olíu meðferðis þegar það sökk, svo að það for- pestaði ekki sjóinn á stóru svæði eins og skeð hefur við svipuð til- felii. Sprenging af óútskýrðum orsökum varð í skipinu, og kom þegar að því mikill og óstöðv- andi leki. Tveir af fjörutíu og sex manna áhöfn fórust. ,.Marpessa“ var byggð í Japan og afhent í september eigendum sínum, Shell Tankers í Rotter- dam. Hún var á jómfrúreisu sinni til Persaflóa þegar slysið varð. Skipið var tryggt fyrir um þús- und milljónir króna hjá Lloyds í Lundúnum, en hafði kostað talsvert meira. Dráttarbátar voru gerðir út af örkinni til bjargar skipinu, en það var sokkið áður en þeir náðu á vettvang. í sambandi við þetta mætti geta þess að mesti mannskaði á sjó til þessa varð í febrúar 1945. Þá sökkti sovéskur kafbátur þvzka flutningaskipinu „Wilhelm Gustloff", tuttugu og fimm þús- und smálestir að stærð, á Eystra- salti skammt utan við Danzig. Skipið var með þúsundir flótta- fólks um borð og fórust með því rúmlega fjögur þúsund og eitt hundrað manns. SALAZAR HELDUR SIG RÁÐA ENN Antonio Salazar, fyrrverandi einræðisherra Portúgala og nú áttræður að aidri, lifir ennþá í þeirri trú að hann stjórni land- inu. Hann fékk slag fyrir um seytján mánuðum og liggur síð- an annað veifið í dvala. En eng- inn hefur getað fengið af sér að segja karlinum að Marcello Ga- etano hafi fyrir löngu tekið við af honum sem forsætisráðherra. Og trúlega fær hann að lifa sæll í sinni trú til dauðadags. Fyrrverandi ráðherrar hans heimsækja hann öðruhvoru, taka við fyrirmælum og forðast að koma upp um að þeir séu ekki lengur í stjórninni. Meira að segja hafa blaðamenn fengið að heimsækja sjúklinginn gegn ströngu loforði um að láta ekk- ert uppi við hann. Þess er vand- lega gætt að sá gamli sjái ekki blöð og sjónvarp, því að þá væri aldrei að vita nema sannleikur- inn gæti runnið upp fyrir honum. HÉR SAT FORINGINN Að sjálfsögðu rupluðu Rússar eins og annarsstaðar öllu nýti- legu úr neðanjarðarbyrgi Hitlers í Berlín, þegar þeir ruddust þangað niður í stríðslokin. Það var því ekki mikið eftir handa Guy Harris, brezkum herflug- manni, er hann heimsótti byrgið vorið 1945. Einu höfðu Rússar þó gleymt, og það hirti Harris: set- una í einkasalerni foringjans. Guy Harris kom setunni fyrir í seglbát sem hann átti, en bát- urinn sökk á Tems árið eftir. Setu Hitlers tókst þó að bjarga, og geymir Harris hana nú á heimili sínu í Twickenham, ut- an við Lundúni. Hann hefur aug- lýst gripinn til sölu og vill helzt fá fyrir hann jafnvirði milljón íslenzkra króna. Hann hefur þegar fengið fjölda tilboða. 9. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.