Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 11
bárust til Danmerkur skömmu eftir 1960, voru að- eins nokkur þúsund forfalln- ir eiturlyfjaneytendur í land- inu. En sá hópur, sem nú neytir eiturlyfja, er orðinn margfalt stærri. Könnun ráðuneytisins, sem náði til 350.000 ungs fólks, leiddi i ljós, að 20% þeirra (70.000) hafði veirið boðin eiturlyf, en 12% (42.000) höfðu þegið þau og neytt þeirra einu sinni eða oftar. 1% (3845) töldust reglulegir eiturlyfjaneytendur. 3550 höfðu reynt 'jeða neytt oft LSD, en 9800 höfðu reynt amfetamín, preludin, morfin og opíum. Ei turlyfj anevzla ineðal ungs fólks fer stöðugt vaxandi, og geta lögreglan og harnaverndarnefnd bezt vitn- að um það. Á fyrstu tíu mán- uðum ársins 1968 hafði Kaupmann ahaf narlögreglan afskipti af jafnmörgum eit- urlyfjamálum og þrjú árin þar á undan samanlagt. Miklu alvarlegra er eitur- lyfjavandamálið orðið í Bandaríkjunum. Það kom hvað gleggst í ljós, þegar fjölmennasta tónlistarhátið, sem ungt fólk þar í landi hef- ur efnt til, fór fram i ágúst- mánuði síðastliðnum á Betli- el-hæðum í New York. 400. 000 ungmenni voru þar sam- an komin til þess að hlusta á tónlist og hafa í frammi kröfur um frið i heiminum. Hvort tveggja var góðra gjalda vert. En það sem gerði þessa hátíð að óhugnanlegum atburði, var almenn eitur- lyfjaneyzla þátttakendanna. Það hvíldu bókstaflega mari- júana reykský yfir samkom- unni. Einn stúdent komst svo að orði, og voru engan veginn taldar ýkjur, að það hefði verið nóg að setjast niður og anda að sér andrúmsloftinu til þess að komast undir eit- urlyfjaáhrif. Aldrei fyrr hafði almenn- ingur fengið jafn áþreifan- lega sönnun fyrir útbreiðslu eiturlyfja meðal ungs fólks í landinu. Og eiturlyf eru jafn- algeng orðin meðal unglinga af öllum stéttum, jafnt háum sem lágum, menntuðum sem ómenntuðum. Sálfræðingur við Columbíu-háskólann full- yrðir, að meira en helming- ÞETTA ERU EITURLYF Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, skiptir eiturlyfjum i sex eftirfar- andi flolcka: • 1. Verkjastillandi lyf: Opíum, morfin, petidin, heróín, ketogan og svo framvegis. Opium er unnið úr fræblöð- um opium-plöntunnar, sem ræktuð er í Austurlöndum, bæði nær og fjær. Við notkun þess koma fram mjög sterk likamleg vöntunareinkenni, svo sem andlegur og líkamlegur sljóleiki, svefn- leysi, óöruggur gangur, hrollur, sviti, uppköst, magaverkir og svo mætti lengi telja. Morfín er áhrifamesta efnið i op- íum. Það er nú frandeitt efnafræðilega, sprautað undir húðina og hefur sömu áhrif og opium. Heróín er einnig fram- leitt efnafræðilega, með breytingu á morfín-mólekúlinu. Það er enn hættu- legra en morfín, selt sem hvítt duft blandað með mjólkursykri. Það eyðir . kvíða, en laðar fram i svipinn sjálfs- traust og gott skap i staðinn. — Við neyzlu allra lyfja í þessum flokki kem- ur fram hin sigilda hryllingsmynd eit- urlyfjaneyzlu. • 2. Barbitursýrulyf eru þau lyf, sem mest voru misnotuð þar til fyrir 2—3 árum. I þessum floklci eru líka lyf, sem ekki innihalda barbitursýru, t.d. doriden, meprobamat, kloral, bróm, librium og valium og fleiri. Fyn-verandi áfengissjúklingar leiðast oft út í of- neyzlu lyfja í þessum flokki. • 3. örvandi lyf (sentralstimuler- andi): Amfetamin, preludin, ritalin og menadit. Amfetamin eyðir um stundar- sakir þreytutflfinningu. en sljóvgar and- lega hæfileika, þegar til lengdar lætur og framkallar einkenni, sem einnig finnast hjá geðsjúklingum. Líkamleg einkenni við misnotkrn amfetamíns eru hjartsláttur, þvagteppa, sviti og lystar- leysi. Preludin hefur svipuð áhrif og amfetamín. Þessi tegund lyfja er mikið vandamál víða um heim til dæmis í Svíþjóð. • 4. Kokain. Við neyzlu þess brotn- ar sjúklingurinn niður bæði líkamlega og andlega á mjög skömmum tíma. • 5. Cannabis er sameiginlegt heiti fyrir marijúana og hashish. Ofneyzla þessara lyfja hefur breiðzt út eins og farsótt landa í milli á örskömmum tíma og er orðin geigvænlegt vandamál. Þau eru bæði unnin úr hampi og innihalda efnið cannabinol, en áhrif þess skapa um stundarsakir létta stemningu, gott skap, áhyggjuleysi og sjálfsánægju. Marijúana er reykt i pipum eða sígar- ettum, en hashis er í plötum eða kúl- um og einnig reykt í pípum eða tuggið. Þessi lyf eru hættuleg, ekki sizt vegna þess að þau grípa oft fólk, sem er veikt fyrir öðrum tegundum eiturlyfja, sem það svo síðar byriar að neyta. Þar við bætist, að þau eru oftast seld blönduð ópíum af eiturlyfjasölum og eru þvi stórhættuleg. • 6. Ofskynjunarlyf: LSD, meskalin, siliocybin. Efni þessi framkalla ástand sem líkist geðveiki. Viman stendur i 6—8 klukkustundir og sá sem er undir áhrifum getur sem hægast framið voða- verk eins og t.d. morð. Efnið getur breytt erfðaeiginleikum neytandans og valdið því, að börn hans fæðast van- sköpuð. Það var svissneskur læknir, Albert Hofman, sem fyrstur bjó til lyf af þessu tagi árið 1938. Lyfsins er neytt i formi sykurmola og er svo sterkt, að ekki þarf nema 0,000001 gramm af þvi til að greinilegra áhrifa gæti. Ekkert lyf sem þekkist hefur meiri andleg áhrif á neytandann. öll skynjun fer úr skorð- u.m, hljóð verða hærri, litlir sterkari og rökrétt hugsun hverfur, en ofskynjanir og órar ná tökum á huganum. 9-tbl- VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.