Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 13
HVERT ER ÁLIT ÞEIRRA? YIKAN leitaði álits hjá nokkrum mönnum um hin nýju efni, marijúana og hashish og birtast svör þeirra við spurningum okk- ar hér á síðunni. Við rædd- um við Eíling Edwald, lyf- sölustjóra ríkisins, Arin- björn Kolbeinsson, formann Læknafélags Islands, Guð- laug Bergmann, forstjóra Karnabæjar, sem þekkir manna bezt ungt fólk og hefur dagleg samskipti við það, og loks þrjá unga dægurlagasöngvara og átrúnaðargoð unga fólksins. Tveir þeirra, Björgvin Hall- dórsson og Jónas Jónsson, eiga sæti í nýskipaðri nefnd, sem boðaði blaðamenn á sinn fund nýlega og ætlar að berjast af öllu afli gegn út- breiðslu þessara hættulegu efna. Viðhorf og álit þessa fólks er sannarlega athyglis- vert og til fyrirmyndar, og ekki er minna vert um vitnisburð hinna, sem hafa sérþekkingu til að bera á þessum málum. HÆTTULEG EFNI OG HAFA EKKERT LÆKNINGAGILDI Erling Edwald, lyfsölustjóri ríkisins: Neyzla þessara efna, marijú- ana og hashish, sem ekki er rétt að nefna lyf, er hættuleg, þar sem hún veldur skynvillum og ofskynjunum. Enginn vafi er á því, að þau eru vanamyndandi og að visst orsakasamband er á milli neyzlu þeirra og síðan neyzlu annarra ávana- og fíknilyfja, eins og til dæmis heróíns. Orsakasamband þetta er talið meira en á milli áfengisneyzlu og síðari neyzlu sömu lyfja. Ef sala þessara efna yrði leyfð hér á landi, hefði það í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar, og þegar það er jafnframt haft í huga, að þau hafa ekkert lækningagildi, er augljóst, að ekkert mælir með því, heldur þvert á móti. VINN AF ÖLLU AFLI GEGN ÞESSUM LYFJUM Björgvin Halldórsson, hljóðfæraleikari: Án allra tvímæla tel ég þessi lyf, marijúana og hashish, hættu- leg, og ég hef strengt þess heit að vinna á móti útbreiðslu þeirra af öllum krafti. Mér finnst það ákaflega hæpið, að þetta eigi er- indi hingað og allra sízt eftir að það hefur frétzt, að yfirgnæfandi meirihluti þess magns sem hing- að kemur, er blandaður ópíötum. Ég hef ekki kynnt mér löggjöf- ina um þessi mál nægilega vel til þess að geta farið út í hvert einstakt atriði, en í heild held ég, að hún sé of ströng og þar að auki tel ég varla tímabært að setja slíka löggjöf hér. Held- ur ætti að beina öllu afli í þá átt að fræða fólk um áhrif og skaðsemi lyfjanna og síðan get- ur hver tekið eigin afstöðu. EF ÞAÐ ER EITTHVERT VANDAMÁL, ER ÞAÐ STÓRT VANDAMÁL Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Læknafélags íslands: Marijúana og hasis verða að teljast skaðleg efni, bæði frá sjónarmiði einstaklingsins og þjóðfélagsheildarinnar. Sumir verða háðir þessum lyfjum og það er enginn vafi á því, að þeir sem neyta þeirra, geta beðið heilsutjón, sem ekki verður bætt. Og enginn veit fyrirfram, þegar hann byrjar að neyta þessara efna, hvort hann verður háður þeim eða ekki. Því ber að banna sölu á þeim með öllum tiltækum ráðum. Mér er persónulega ókunnugt um, hvernig ástandið er hér á landi, en mér skilst, að hér sé um eitthvert vandamál að ræða, og þá er það þegar stórt vandamál, sem verður að berjast gegn af alefli. BEZT AÐ VERA LAUS VIÐ ÖLL HÆTTULEG NAUTNALYF Jóhann G. Jóhannsson, hljóðfæraleikari: Nokkrir vísindamenn, sem rannsakað hafa efnið cannabis, sem marijúana og hasish eru unnin úr, eru víst þeirrar skoð- unar, að neyzla þeirra sé skaða- minni en neyzla alkóhóls. Ég vil ekki gerast svo þröngsýnn að fullyrða, að maðurinn geti ekki uppgötvað hentugra nautnalyf en alkóhól, sem af mörgum er talinn einn mesti bölvaldur mannkynsins. Nei, mér finnst það frekar líklegt og er því fylgjandi, að maðurinn reyni að uppgötva skaðminni lyf, sem komi þá í stað neyzlu alkóhóls. Hitt er svo annað mál, að ég tel lang œski- legast og bezt jyrir mannkynið í heild, að vera laust við öll þau nautnályj, sem haja einhverja hœttu x jör með sér. DREIFING LYFJANNA ER í HÖNDUM GLÆPAMANNA Guðlaugur Bergmann, forstjóri Karnabæjar: Að mínum dómi vofir geig- vænleg hætta yfir íslenzkri æsku, og ég treysti henni til að hrista af sér þetta eiturský og losa sig við þessa svokölluðu „vini“ sína, sem látast vera að útvega henni „eitthvað spenn- andi.“ Því hefur verið haldið mjög á lofti meðal þeirra, sem neyta þessara lyfja hér á landi, að þau séu með öllu hættulaus. Þetta eru staðlausir stajir. Þeir sem breiða út slíkan orðróm eru stórhættulegir samfélaginu. Sú staðreynd ein, að dreifing þessara lyfja er í höndum glæpa- manna, ætti að vera nóg tilefni til þess að allir tækju höndum saman og hristu þennan ófögnuð af sér. ÞETTA VERÐUR AÐ TAKA STERKUM TÖKUM Jónas Jónsson, hl j óðfæraleikari: Ég tel, að það ætti að vera nægileg sönnun fyrir afstöðu minni til þessara mála, að hug- myndin að gera baráttuna gegn eiturlyfjum að mottói fegurðar- samkeppni unga fólksins, var einmitt runnin frá mér. Löggjöfin er nokkuð góð, en ég sé alls ekki fram á, að hægt verði að framfylgja henni á neinn hátt. Þegar ekki eru einu sinni til tugthús fyrir þá raunveru- legu glæpamenn sem hér eru, hvar á að setja þessa vesalinga, sem hafa haft cannabis undir höndum. Nei, ég tel það ekki glæp að neyta lyfsins, en ég tel það svívirðilegan glæp að dreifa því blönduðu ópíötum. Þetta verður að taka sterkum tökum, svo ástandið hér verði ekki eins og á hinum Norðurlöndunum. 9. íbi. vikan 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.