Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 15
því betra fyrir mig.“ Þá segir hún: „Ekkert væri mér meira ánægjuefni.“ Þetta er allt og sumt. Þá er allt klappað og klárt. Og ég verð að ná í prest til þess að pússa okkur saman, og þar með erum við Nancy gift og gef- in saman. Giftingarstandið þarf ekki að taka langan tíma, gæti verið búið og gert um miðdegi á morgunn. Það mundi hæfa mér vel og líklega Nancy líka.“ Tuffy gekk yfir garðinn og settist á brennihlaða. „Ég fer yfirum til gamla Berry Millers og geng beint til þeirra, þar sem þau sitja öll úti í and- dyrinu, og geng beint til verks. Berry vill sennilega fá að vita hversvegna ég er í þessum skrúða, í frakka og með nýjan stráhatt og þá segi ég við hann: „Jæja,“ segi ég. „É'g er kominn til þess að giftast Nancy, hvernig lízt þér á það Berry. Við ætlum að gifta okkur snarlega.“ Og það stendur alveg á sama hvað hann segir, ég hræðist hann ekki hót. Vera má að hann geri einhverjar athugasemdir svona í byrjun, en engin mótmæli geta komið í veg fyrir að ég gangi hreint til verks og giftist Nancy. Ég geng bara beint til hennar þar sem hún situr, tek utanum hana og sýni þessari Millersfjölskyldu að mér er full alvara, og að þar gildir ekkert ef.“ Tuffy tók upp brennibút og fór að rífa flísar úr honum með nögl- unum og fleygði þeim í smáhrúgu milli fóta sinna. „Ef Berry gamli fer eitthvað að reisa burstir kyssi ég hana beint fyrir framan enfið á hon- um og allri Millersfjölskyldunni, reisi hana á fætur og leiði hana burtu án þess svo mikið sem að líta til baka. Þá sér Berry að, þegar ég ætla að gifta mig læt ég ekkert í heiminum aftra mér frá því. Þessi Millersfjölskylda skýtur mér alls ekki skelk í bringu." Hann þeytti brennibútnum þvert yfir garðinn og lá nærri að hann rotaði hænu sem svaf undir einum runnanum. Hænan vaknaði við vondan draum og þaut upp með gargi og fjaðrafoki og allur hænsnahópurinn fylgdi henni dauðhræddur á bak við húsið. Tuffy tók upp vasaklút og þurrkaði innan svitagjörðina í nýja stráhattinum. Þetta var steikjandi heitur sólskinsdagur og þykki ullarfrakkinn hafði al- drei verið eins þungur og erfiður og nú. „Ef mér hefði dottið í hug að útvega leyfisbréfið í gær hefðum við Nancy getað gift okkur í dag,“ sagði hann gramur og sparkaði í jörðina. „Því gat mér ekki dottið það í hug í gær. Nú verð ég að bíða með það þangað til á morgunn að fara í sýslu- skrifstofuna." Hann stóð á fætur og gekk að bílnum sínum. Enn þá var hálfri klukkustund of senmmt að fara af stað. Inn í húsið vildi hann ekki fara, en gat ekki haldið kyrru fyrir lengur, hann afréð því að aka nokkra stund í bíln- um á svona tíu til fimmtán mílna hraða til þess að eyða tímanum. Hann ræsti bílinn, ýtti stráhatt- inum þétt ofan á höfuðið, svo hann fyki elcki, og ók af stað. Klukkan var hálf eitt, þegar Tuffy Webb ók heim að húsi Berry Millers og stöðvaði bílinn þar í skugga af tré. Hann kom alveg á réttum tíma, því Millers- fjölskyldan var einmitt að koma út í anddyrið frá hádegisverðar- borðinu. Hitinn óx jafnt og þétt og Tuffy sat nokkrar mínútur hreyfingarlaus í bílnum til að reyna að kæla sig áður en hann gengi inn í húsið. Áður en hann beindi athygli sinni að Millersfjölskyldunni tók hann upp vasaklútinn sinn og leitaðist við að þukrka svita-i straumana, sem runnu niður vanga hans og háls. Þegar því var lokið þerraði hann vandlega innan svitagjörðina á stráhatt- inum. Berry gamli Miller veifaði til ahns ofan úr anddyrinu. Annar Millerstrájcuírinn reis upp við olnboga þar sem hann lá á gólf- inu og skygndist eftir því hvað Tuffy hafðist að. Tuffy reis á fætur og stikaði staurbeinn og stífur yfir garðinn heim að húsinu Það var einhver ónota lympa í honum öllum. Blóðið þaut fram í vanga hans, þegar hann hugleiddi hvað hann ætlaði að gera. Millersfjölskyld- an horfði vanalega þannig á hann, þegar hann kom til henn- ar, að hann gleymdi stundum er- indinu. „Komdu þarna utan úr sólskin- inu hingað in ní anddyrið og fáðu þér sneið af vatnsmelón- unni,“ sagði Berry Miller. „Hér er að vísu ekki af miklu að taka, litlu er leyft, en velkomið er þér það sem eftir er.“ Berry rak burtu flugur með hattinum sínum. Það var heill svermur af flugum í anddyrinu og eftir fáein augnablik höfðu þær setzt á börkinn og kjarnana úr melónunni, sem dreyft var um gólfið. „Daginn,“ sagði Tuffy. Annar strákurinn veifaði handleggnum til Tuffy' og báðar stelpurnar flissuðu. Frú Berry ruggaði sér fram og aftur í stólnum sínum án þess að mæla orð. Melónu- kjarni hafði klestst við kinnina á henni og þornaði þar í sólar- hitanum. Tuffy hugleiddi hvers- vegna enginn skyldi segja henni frá því svo hún gæti þurrkað hann burtu. „Mikill hiti í dag,“ sagði hann og blóðroðnaði, þegar hann leit til ungu stúlknanna. „Liggur við að segja megi,“ sagði Berry. „Þó ekki til a@ kvarta yfir. Hlýindin koma sér vel fyrir okkur.“ Strákurinn settist upp. „Hversvegna ert þú í þessum skrúða Tuffy?“ spurði Henry. „Ertu kannski að fara eitthvað?“ Tuffy leit niður fyrir sig og boraði með tánni í sandinn í húsgarðinum. Nancy flissaði ennþá. Tuffy leit snöggvast upp og horfði á hana. Berry sparakaði melónuhýði út úr anddyrinu. „Það er dáfallegur stráhattur, sem þú hefur eignast Tuffy,“ sagði Berry. „Þú hlýtur að hafa keypt hann í einhverri stórverzl- un og orðið að greiða fyrir hann morð fjár. Svona litskrúðugur borði sézt ekki á neinum hvers- dagshatti." Tuffy kinkaði aðeins kolli. Clyde, annar Millersstrákurinn krafsaði saman handfylli sína af melónukjörnum og fór að grýta þeim með fingrunum að Tuffy, brátt hæfði einn kjarninn Tuffy í andlitið svo hann stökk til hlið- ar eins og skotið hefði verið hnetu með teygjubyssu í augað á honum. Tuffy vildi forðast Clyde vegna þess að þeim hafði aldrei samið sérlega vel, og þetta sumar höfðu þeir oft barist með hnúum og hnefum. Frú Berry ruggaði sér aftur og fram í stólnum sínum og horfði kæruleysislega á Tuffy. Melónu- kjarninn á vanga hennar var nú orðinn þurr og fastur á kinninni. Tuffy leit snöggvast á hana og augu þeirra mættust. Ævinlega þegar frú Berry le4t á hann fannst honum líkast því að hún horfði í gegnum hana á eitthvað sem væri á bak við hann. Hún hafði aldrei mælt til hans auka- tekið orð. Nancy slétti úr hvíta stífaða kjólpilsinu sínu með hendinni og teygði faldinn niður fyrir hnén. Han nsá greinilega upp fyrir sokkfitjar hennar. Systir Nancy leit á Tuffy og hló, og faldi andlit sitt bak við öxlina á systur sinni. „Mér datt í hug að líta hérna inn,“ sagði Tuffy. „Eg hafði' ekki annað fyrir stafni í dag.“ „Hefurðu nokkuð smakkað vatnsmelónu í dag?“ spurði Berry. „Nei,“ svaraði Tuffy. „Ef þú getur gert þér að góðu leifarnar," sagði Berry, „þá eru þær velkomnar!” Hann veifaði hendinni í áttina til melónuleif- anna. Framhald á bls. 34. 9.tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.