Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 41

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 41
vinna fyrir mér á meðan ég lýk námi, eða þá að fara að kenna við einhvern af háskólunum sem buðu mér starf fyrr á árinu. Þetta er eina völin sem ég hef, ef ég ætla mér ekki að vera skítugur slæpingi alla ævi. Eg vona að þú skiljir að þetta kemur alls ekki til vegna þess að ég hafi á móti þér persónulega, girnileika þinn, og svo framvegis, heldur get ég bara ekki haldið þessu lífi áfram á sama hátt og hingað til. Þeg- ar þú og maðurinn þinn voru hér fyrr í kvöld, þá átti ég virki- lega bágt með að hlaupa ekki æpandi út. Ég veit ekki hvers vegna mér líður svona, því ég hef það ekki á tilfinningunni að það sem við erum að gera, geti haft neinar slæmar afleiðingar, en samt sem áður hefur þetta farið illa með mig; ég er orðin taugahrúga og það er nokkuð sem mig langar ekki til að vera það sem eftir er ævinnar.... Hönd Benjamíns stirðnaði á borðinu þegar dyrnar inn í her- bergi hans voru skyndilega opn- aðar. — Ben? sagði faðir hans. Augu Benjamíns hvörfluðu um skrifborðið um stund en svo tók hann kassann undan skrifpapp- írnum, setti hann yfir bréfið, og stóð upp — Ben, sagði faðir hans aftur, — mamma þín var að segja mér að þú hafir töluverðar áhyggjur af því hvað vinum okkar finnst um þig. — Ó, sagði Benjamín. — Já, ég — ég — mér þætti það ægi- lega leiðinlegt ef þeir héldu að ég væri bara að slæpast. — Ben, það sem er að ske er vandamálið. Það er gífurlega al- varlegt vandamál. En hafðu ekki áhyggjur af vinum okkar því þeir vita að þú er heilbrigður piltur. Benjamín kinkaði kolli. — Ja, ég — mér líður ekki vel innan um þá stundum. — Það er frú Robinson, er það ekki? — Hvað??? — Það er frú Robinson, þér líður ekki vel í návist hennar? — Nei ja ... sagði Benjamín og hristi höfuðið sem mest hann mátti. — Hún — ég meina... — Ben, ég hef þekkt þá konu í tæp tuttugu ár og samt þekki ég hana ekki ennþá. — Nú? — Hún er skrýtin. Nú? sagði Benjamín aftur. -— Það er eitthvað við hana sem gerir það að verkum að öll- um líður ekki rétt vel í návist hennar. Ég veit ekki hvað það er. En láttu — láttu það ekki fara með þig. Herra Braddock krosslagði hendurnar á brjósti sér. — Ben sagði hann, — ég er hræddur um að þau séu heldur óhamingjusöm. — Er það? — Já, ég held það. Eg held líka að hún gefi honum ekkert eftir. Ég hef aldrei talað um það við hann, en ég hef það á til- finningunni að hann sé mjög vonsvikinn yfir henni. — Ó, sagði Benjamín og sett- ist aftur. — Ben, þetta er bara á milli okkar tveggja. — Já, auðvitað. — En hún — hún er í raun- inni ekki neitt neitt. Hún segir ekki mikið. Hún tekur aldrei fyrsta skrefið í einu eða neinu. Herra Braddock hristi höfuðið. — Mér þætti gaman að vita hvernig þetta byrjaði hjá þeim. — Ja, sagði Benjamín, — hún er — mér finnst hún nokkuð falleg. — Hún er bara fjandanum meira aðlaðandi, sagði faðir hans. Hann stóð um stund og horfði á gólfið. — En hún er honum ekki trú, Ben. — Jæja? — Nei, ég held ekki. Ég held að hún sé reikul, og ég efast um að henni hafi nokkru sinni verið kenndur mismunurinn á réttu og röngu, eins og mér og þér. Þetta er bara nokkuð sem ég hef á til- finningunni. Eg get ekki útskýrt þetta betur. Hann leit upp og brosti. — Jamm, sagði hann, — láttu hana bara ekki fara með þig- ■— Nei, það er engin hætta á því. — Hvað ertu að gera þarna? — Hvar? -— Ertu að skrifa bréf? — Ó, já. Já, strákur sem ég var með í skólanum. Við lofuð- um báðir að skrifa en ekkert hef- ur orðið úr því hingað til. — Fínt, sagði faðir hans og glotti. — Um að gera að halda samböndunum ferskum. Maður veit aldrei hvenær það kemur sér vel. Hann snerist á hæli og gekk út. Benjamín beið þangað til hann var kominn niður. Þá fór hann og lokaði dvrunum. Síðan settist hann aftur við skrifborðið og byrjaði aftur: . .. Ég veit ekki hvort þér hef- ur nokkurn tíma verið kennt að greina á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt, en þar sem ég hef lært það, finnst mér það vera skylda mín að hætta þessum hættulega leik okkar — og þá að- allega þessu reikula líferni mínu. Þar sem við töpum yfirleitt ekki neinni skynjun yfir snakki, veit ég ekki hvernig þú lítur á málin, en það er greinilegt, að það sem við höfum hafst að getur aðeins leitt til vandræða, svo mér finnst og vona að þú sért á sama máli, að þetta sé rétti tíminn til að hætta. Ég bið þig að halda ekki að mér hafi leiðst að vera með mér „eldri konu“, því ég hef ekki einungis notið þess, heldur lít ég á það sem mikil- vægan hluta af námi mínu og almennum þroska. En ég veit að — Fyrirgefið systir, getið þér sagt mér hvar maðurinn minn liggur . , Þakka yður fyrir, ég held ég viti hvar hann er! — Afsakið farangurinn, en mér var sagt að frúin eldaði alltaf sjálf ... I 9. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.