Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 8
FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6614. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÓÐINSTORG - SÍMI 10322 Þér sparié með áskrift 1IIKAN Skípholti 33 - sími 35320 MIG DREYMDI Epli og egg Kæri draumráðandi! Fyrir stuttu dreymdi mig dá- lítið skrýtinn draum sem mig langar til að biðja þig að ráða. Hann er á þessa leið: Mér fannst ég koma gangandi að húsinu heima. Úti var þoku- súld og fannst mér þvottur hanga úti á snúru, en eiginlega gaf ég honum engan gaum nema hvað ég tók eftir gallabuxum af ca. 4—5 ára barni. Svo kem ég inn í ganginn heima. Þar kemur mamma á móti mér og biður hún mig að elda matinn fyrir sig þar eð hún væri að þvo þvott. É'g var treg til og fannst mér sem ég þyrfti endilega eitthvað að fara. Þá fannst mér mamma reiðast og taka epli og henda í mig, svo mörgum að ég gat engri tölu á komið. Ekki fann ég til neins samvizkubits og fannst mér það skrýtið. Ég hugsaði bara með.mér að hún mætti víst henda eins og hún vildi, en epl- in fengi hún ekki aftur. Ég ætla svo að fara að tína þau upp, en þá fannst mér þau vera orðin svo skemmd að ég lét þau eiga sig. Því næst sat ég við eldhús- borðið heima. Á borðinu var fat, með 3 steiktum eggjum á, og dáðist ég mjög að því hve fal- leg þau voru, og vel steikt. Eitt var hringlaga en hin voru rétt- hyrnd í laginu. Svo fannst mér pabbi koma til mín mjög bros- hýr og spurði hann mig hvort ég vildi ekki borða eggin. Ég var eins og snúið roð í hund og anzaði engu, og fannst mér pabbi og mamma vera að gera grín að mér. Ekki voru þau samt vond. Ég var ekkert nema þrjózkan og sat grafalvarleg, þótt undir niðri væri mér hlátur í hug. Að lok- um gátu þau svo fengið mig til að brosa. og þá vaknaði ég. P.S. Stundum hefur mig dreymt að ég sé að fljúga líkt og fugl, ýmist ein eða með öðr- um. Getur þú sagt mér hvað það þýðir? Ég vonast svo eftir svari sem fyrst. Ein þerdreymin. Þvettur boðar tíðindi, sem ekki falla öllum í geð. Hins vegar eru bæði epli og egg góð tákn í draumi. Ógiftu fólki er það fyr- ir giftingu að dreyma epli, og það boðar gæfu að dreyma egg. Að borða egg í draumi táknar gleðitíðindi og fjölgun á heimil- inu og fer þá barnafjöldinn eftir tölu eggjanna Við ráðum draum- inn á þann hátt, að þú munir senn festa ráð þitt. Móðir þín verður í fyrstu mótfallin ráða- hagnum, en þá kemur faðir þinn til hjálpar og kippir öllu í lið- inn. Allir aðilar verða sem sagt ánægðir með maka þinn og hjónaband ykkar fyrir rest. Og auðvitað eignizt þið þrjú börn. — Það táknar frægð, aðdáun eða háa stöðu í þjóðfélaginu að dreyma að maður sé að fljúga í lofti, hvort heldur er á vængjum eða í flugvél. Þrír hringar á sömu hendi Kæri draumráöandi! Fyrir nokkru dreymdi mig eft- irfarandi draum, sem mig mundi mikið langa til að fá skýringu á. Mér fannst ég vera send á vegum skrifstofunnar þar sem ég vinn að sækja hring, sem ein- hver átti og var í viðgerð. — Frænka mín að nafni Guðlaug þótti mér vera með mér. Þegar komið var að staðnum opnaði ég hurð og sá inn í mjög stórt herbergi og virtist okkur enginn vera þar. Þegar við ætluðum að fara þá sjáum við tvo menn og kemur annar á móti okkur og er með hinn umrædda hring. Mér fannst hringurinn vera sá fallegasti, sem ég hef séð, með stórum grænum steini og það glitraði af honum í allar áttir. Mér fannst ég taka hringinn og láta hann á fingur mér en hann var of stór á baugfingur svo ég setti hann á löngutöng. Þá tók ég eftir því, að ég var komin með tvo aðra hringa sitt hvorum megin við hinn, annan fékk ég í fermingargjöf frá móður minni og er hann með hvítum steini, hinn fékk ég í trúlofunargjöf frá eiginmanni mínum og er hann með grænum steini. Þá tekur maðurinn um hönd mína með öllum þremur hringunum og seg- ir: „Ég sé hér dálítið sorglegt. Þú munt einungis eignast eitt barn, sem mun deyja ungt, — kringum 19—30 ára.“ Við þetta hrökk ég upp og var ólýsanlega hrygg. Eins barns móðir. Þessi draumur er sannarlega svo- lítið óliugnanlegur. En ekki er allt sem sýnist í draumi og stund- um merkja þeir þveröfugt viS *»ð'i sitt. eins og kunnugt er. — Hringur með grænum steini er hamingiutákn í draumi, svo að við teljum af og frá, að þú mun- ir missa einkabarn bitt. Ekki vit- um við hve gömul þú ert né barn bitt. en við snáum því, að þegar **n bitt er orðið fullorðið muni mikil brevting verða á högum þínum. Þessi breyting verður siálfri þér til ánægju, en barni þínu mun líka hún illa. 8 VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.