Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 47
Manhattan í ísnum þar sem hann var þykkastur. Vísindamcnnirnir, sem voru með því, brugðu sér oftsinnis út á ísinn til athugana. Eitt af mestu keppikeflum sæfara fyrri tíma var að komast Norðvesturleiðina, það er að seg-ja norður fyrir Ameríku milli At- Iantshaf og Kyrrahafs. Margir hraustir menn létu líf sitt í ísnum á þessari leið, án þess að mikill árangur næðist. Olían sem fannst í Alaska hefur á ný gert leið þessa mikilvæga, og hið tröllaukna bandaríska olíuskip Man- hattan varð fyrst kaupskipa til að komast hana. j — . " , jfp'' " I ,, . ™’ " ' '' " '' '' 1 Manhattan er hundrað og fimmtán þúsund smálestir að stærð og stefni þess sérstaklega byggt og hert með það fyrir augum að kljúfa ís. Auk áhafnar var með i förinni hersing vísindamanna og sérfræðinga um ís. Til- gangur ferðarinnar var að sanna að hægt væri að halda uppi árlegum flutningum sjó- leiðis þessa leið, frá hinum nýfundnu olíu- lindum við norðurströnd Alaska. Manhattan hafði sér til fylgdar tvo ísbrjóta og flutti nokkrar þyrlur til könnunar, og eru þetta nokkuð meiri þægindi en John Cabot og aðrir, sem reynt hafa að ryðjast Norðvesturleiðina allt frá 1498, hafa getað státað af. Þrátt fyrir þetta varð ferðin all- erfið hjá Manhattan. Skipið varð að ryðjast gegnum lagís, sem í hryggjum varð allt að tólf metra þykkur. Það skemmdist talsvert, en á tuttugasta og öðrum degi ferðar komst það út á auðan sjó í Beaufortshafi. Leið skipsins var alls fjórtán þúsund og fjögur hundruð kílómetrar. Hún lá frá aust- urströnd Bandarikjanna til Point Barrow á Alaskaströnd, og þaðan aftur til Bandaríkj- anna. Ferðin tók þrjá mánuði og kostaði fjörutíu milljónir dollara. Stefni Manhattans var sérstaklega byggt og brynjað með þessa ferð í huga. Flest skip láta sér nægja einn skipstjóra, en Manhattan hefur þá þrjá. Hér er einn þeirra að mæla út stöðu skipsins. Það varð að gera oft, því að mikill hluti svæðisins þarna í hafísnum er enn illa kortlagður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.