Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 19
hafði séð áður, var þarna fullt af kössum og brúsum. Þótt aðeins nokkur hluti þessara íláta innihéldi hash eða opium, þá var þetta greni mörgum sinnum meira virði en s|álf- ur hellir Aladdins. Á kössunum, sem næstir mér voru, sá ég greinilega myndina af hundinum. Þarna var þá sönnunin, þetta lúsféll allt saman. Hampurinn, sem var ræktaður í fja 11lendinu, — John Lethman, sem samdi við bænd- urna um að koma með uppskeruna eftir hendinni, og það hefur hann llklega verið að gera, þegar við Charles sáurn hann hitta manninn við bakdyrnar. Dar Ibrahim var ör- ugglega kjörinn staður fyrir þessa starfsemi, og þess utan fyrirtaks felustaður fyrir mann eins og Henry Grafton,- þetta eyðilega fjallagreni, sem hafði verið í eigu gamallar, sérvitrar konu. Ég gat ekki ímynd- að mér að Harriet frænka hefði haft hugmynd um það sem gekk fyrir sig, enda hafði læknirinn gefið henni sennilegar skýringar á starf- semi þeirra Lethmans. Grafton hafði sennilega smátt og smátt gert John Lethman háðan eiturlyfjunum, sagt honum fyrst í stað að það væri hættulaust að reykja marijuana, en komið honum svc síðar á sterkari og hættulegri vanalyf, og þar með gera hann háðan honum. Harriet frænka var ekki fórnardýrið í þess- um leik, það var John Lethman. Og ég var mjög hrædd um að fórnardýrin yrðu tvö í viðbót. Henry Grafton yrði líklega neyddur til að drepa okkur tvö, til að bjarga sfnu eigin lífi. Ég hafði ekki heyrt neinn um- gang, en skyndilega opnuðust dyrn- ar og Halide kom inn með bakka. — Jæja, svo þér eruð vakandi. Hér er maturinn Og þér skuluð ekki láta yður detta I hug að þér getið skotizt út á bak við mig, Jass- im stendur þarna fyrir utan og herrarnir eru I herbergi frúarinnar. Hún setti bakkann á kassa. — Halide Þér vitið hvað hér er að gerast, hvers vegna ég og frændi minn erum innilokuð? — Já, herra John segir mér allt. — Hefur hann líka sagt yður hvaða hegning er fyrir að smygla eiturlyfjum? Hún hló. — Það vita allir I Liba- non. ( mörg ár, löngu áður en læknirinn kom hingað, fór bróðir minn upp I fjöllin til að sækja hash. Það eru aðeins hugprúðir menn sem fást við slíkt. Þér skuluð ekki hafa áhyggjur, én held þeir hafi ekki hugsað sér að myrða ykkur. — Ég er ekki hrædd, Halide. Hlustið á mig, ég held að þér skilj- ið ekki hvað það er sem læknirinn fæst við. Þér vonið að þér og John geti komið ykkur undan, þegar þessi sending er farin, og John hef- ur fengið sinn hluta af söluverð- inu. Hvert getið þið svo farið? Ekki til Sýrlands, það verða strax hafðar hendur í hári ykkar. Ekki til Tyrk- lands, þar er dauðadómur fyrir eit- urlyfjasmygl. Sama er að segja um Iran og Egyptaland. Hér er engin framtíð fyrir ykkur. Hann getur heldur ekki farið með ykkur til Englands, þar verðið þið tekin föst, um leið og við segjum orð. í — Það getur verið að þið verðið að vera hér lengi. — Verið ekki með þessa vitleysu sagði ég. Lögreglan í Damaskus kemur hingað á hverri stundu, til að leita okkar, og þeir rekja örugg- lega spor okkar til Dar Ibrahim. Það getur meira að segja verið að Graf- ton læknir komi ekki vörum sínum af stað. — O-jú. Þér vitið ekki hve fljótt það verður gerf. Núna, í kvöld klukkan tólf Úlfaldalestin er á leið hingað. Hér verða allar geymslur tómar í fyrramálið. Ég vissi ekki með vissu hvað klukkan var. Ég þrýsti höndunum að gagnaugunum, til að reyna að muna allt sem skeð hafði. — Hlustið nú á, Halide. Fjöl- skylda mín er það sem kallað er auðugt og áhrifaríkt fólk. Ég býð yður hjálp, og yður er sannarlega þörf á því. Ef að þér hleypið okkur frænda mínum út, og þér John ber- ið vitni móti Grafton, þá held ég að þið verðið látin sleppa. Og ég skal sjá til þess að fjölskylda okkar launi ykkur vel. — Þér! Ég hlusta ekki á yður. Framhald á bls. 33. 9. tM. VTKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.