Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 3
9. tölublað - 26. febrúar 1970 - 32. árgangur í NÆSTU VIKU Willy Brandt, hinn nýi kanslari Vestur- Þýzkalands, verður á dagskrá hjá okkur i næsta blaði. Þegar jafnaðarmenn unnu kosningasigur sinn í fyrra og Brandt tók við völdum, var það í fyrsta skipti síðan 1930, að jafnaðarmenn fara með stjórnartaumana í Vestur-Þýzkalandi. Margir hyggja gott til þessara þáttaskila og vænta sér mikils af Brandt og mönnum hans. Eins og tilkynnt er í þessu blaði hefst Unga kynslóðin 1970, fegurðarsamkeppni Vikunnar og Karnabæjar, í næsta blaði og verða þá birtar myndir af tveimur fyrstu þátttakendunum. Jafnan ríkir mikil eftirvænting í sambandi við þessa keppni, sem þykir hafa tekizt prýðilega þrjú undanfarin ár. Við höldum áfram að segja ævisögu banda- ríska rithöfundarins og ævintýramannsins Jack London. Þessir þættir um hina viðburðaríku og óvenjulegu ævi hans hafa mælzt vel fyrir og munum við halda þeim áfram um sinn. í næsta blaði segir frá gullleitarmanninum Jack London og Klondyke-ævintýri hans, sem var ærið sögulegt. I ÞESSARI VIKU Skákin setti svip sinn á félagslif höfuðborgarinnar í byrjun þessa mán- aðar, og var ástæðan til þess að sjálfsögðu alþjóðaskákmótið, sem hér var haldið. Mót þetta var mikið sótt og almennur áhugi um úrslit þess, sem sannarlega urðu gleðileg fyrir Island: Sigurvegari varð Guðmundur Sigurjónsson. Vig birtum mynda- opnu frá skákmótinu i þessu blaði. Vikan og Karnabær hafa undanfarin þrjú ár efnt til fegurðar samkeppni meðal ungs fólks og kosið fulltrúa ungu kynslóðarinnar ár hvert. Akveðið er nú að efna til slikr- ar keppni einnig i ár, enda hafa hinar fyrri tekizt prýðilega. Við segjum nánar frá keppninni „Unga kynslóðin 1970" á bls. 9. Það þykir alltaf tiðindum sæta, þegar fleiri en þrjú börn fæðast í einu. Skömmu fyrir áramótin var konu nokkurri i Englandi spáð því, að hún mundi eignast sjöbura. Læknunum skjátlaðist þó of- urlítið, þvi börnin urðu ekki nem sex. Eitt þeirra iézt skömmu eftir fæðinguna, en hin fimm lifa við góða heilsu. Sjá grein og myndir í þessu blaði. FORSlÐAN svipmyndir frá og fleira. minnir okkur á sitthvað af fjölbreyttu efni þessa blaðs, svo sem skákmótinu, táningakeppnina, ítarlega grein um skaðsemi eiturlyfja í FULLRI ALVÖRU Ekkert keimili íkelt Eiturlyfjaneyzla er nú mjög á dagskrá. í síð- asta tölublaði Vikunnar var birt fjögurra siðna efni um þetta alvarlega mál, þar sem reynt var að fræða lesendur um skaðsemi hinna ýmsu eiturlyfja og alveg sérstaklega rætt um hin nýju lyf, sem breiðast út um heiminn eins og eldur í sinu, marijúana og hashish. Með þessu móti vill VIKAN leggja srtt af mörkum til þess að berjast gegn notkun eiturlyfja hér á landi. Einnig má benda á það nýmæli ( sambandi við Ungu kynslóðina 1970, fegurðarsamkeppni Vikunnar og Karnabæjar, að helga sér baráttumál hverju sinni. Fer vel á því í þetta sinn að berjast gegn eiturlyfjaneyzlu meðal islenzkra unglinga. Eng- um ætti lengur að blandast hugur um, að hættan vofir yfir íslenzkri æsku, og ef ekki verður brugð- ið skjótt við, kann ástandið að verða hér á landi svipað og í nágrannalöndum okkar. En mesta athygli hefur frumkvæði unglinganna sjálfra vakið. Ungt fólk boðaði blaðamenn á sinn fund nýlega og skýrði þeim skorinort frá ástand- inu í þessum efnum, eins og það er þegar orðið. Og skyldi nokkurn hafa grunað, að eiturlyfja- neyzlan væri orðin jafn almenn og þetta unga fólk komst að raun um, eftir að hafa kynnt sér málið? Jónas Jónsson, söngvari í hljómsveit- inni Náttúru, sagði meðal annars: „Við verðum meira og minna varir við þetta á hverjum einasta dansleik, sem við spilum á. Það er kannski misjafnt eftir húsum. Það eru jafnvel stórir hópar undir áhrifum af þessu, heilu borðin undirlögð oft og tíðum." „Ekkert heimili er lengur óhult", sagði unga fólkið á blaðamannafundinum og ætti það að vera næg ástæða til þess, að allir sem einhvers eru megnugir liðsinntu því í baráttunni gegn vágestinum. G.Gr. VIKAN Útgefandl: Bllmlr hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Daeur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jensína Karli- dóttir. — Ritstjórn, auglýslngar, afgreiSsla og drelf. ing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerS í lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverS er 475 kr. fyrir 13 tölublöS irsfjórSungsIega, 900 kr. fyrir U tölubiöS misserlslega. ÁskrlftargjaldlS grelSist fyrir- fram. Gjaldd. eru: Nóvember, febrúar, maf og ágúst. 9. tbi. VITCAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.