Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 12
Hættan vofir yfir íslenzkri æsku urinn af slúdentum þar hafi að minnsta kosti reynt mari- júana. Könnun, sem gerð var árið 1967, sýndi, að 40% nemenda í Yale-háskólanum reyktu marijúana og ári síð- ar kom í ljós, að helmingur- inn af nemendum Harvard- háskóla, sem er virðulegasta menntastofnun í Bandaríkj- unum, reyktu marijúana. Á síðasta ári voru 50.327 manns handteknir í Kaliforn- íu sakaðir um að hafa neytt marjúana, og af þessum stóra hópi var þriðjungurinn undir átján ára aldri. Þessar tölur sýna svo að ekki verður um villzt hina gífurlegu útbreiðslu marijú- ana í Bandaríkjunum. En það sem verst er, er viðhorf almennings til þessa mikla vanda. Sú skoðun er útbreidd, að marijúana sé alls ekki iiættulegt lyf og margir vilja leyfa neyzlu þess, rétt eins og tóbaks og áfengis. Lyfið er enn svo nýtt af nálinni, að það hefur ekki verið rann- sakað til fullnustu vísinda- lega, en unnið er kappsam- lega að slíkri rannsókn og verður vonandi ekki langt að bíða, þar til endanlega verð- ur hrakinn sá misskilningur, að þessi stórhættulegu lyf séu skaðlaus. Fyrir skömmu kom út bók um eiturlyfjamál eftir Norð- manninn Karl Evang. Hann er yfirmaður heilbrigðiseftirj litsins í Noregi og nýtur mik- ils álits meðal heilbrigðisyf- irvalda bæði í heimalandi sínu og erlendis. Hann hefur starfað á vegum Sameinuðu þjóðanna og verið formaður nefnda, sem hafa rannsakað eiturlyfjamál. í þessari bók sinni segir Karl Evang með- al annars: „Það er fullkomlega ljóst, að alþjóðaglæpahringur með margra ára reynslu í smygli og deyfilyfjaverzlun hefur hafizt handa um sölu og út- breiðslu marijúana á nýjum mörkuðum í Bandaríkjun- um, Kanada og Vestur-Ev- rópu. Ungu kaupendurnir eru ginntir af áróðri sölumann- anna.. Til dæmis segja þeir: „Marijúana er ekki hættu- legt og því engin hætta á, að menn venjist á notkun þess, þótt neytt sé. Þú verður fé- lagslyndur og lærir að þekkja sjálfan þig. Þú lcynn- ist nýjum viðhorfum og losn- ar undan þvingandi fjötrum vanans.“ Allar þessar fullyrðingar, sem settar eru fram af eitur- lyfjasölunum á mismunandi hátt, hafa ekki við rök að styðjast. Sú fullyrðing, að marijúana sé hættulaust eru bein ósannindi. Marijúana er liættulegt nautnalyf, sem ger- ir menn háða sér á stuttum tíma og er mjög auðvelt að útbreiða það. Evang segir, að marijúana og hashish myndu eyðileggja allt samlíf og leggja atvinnu- vegi Norðurlandanna í rúst, ef þessi eiturlyf væru notuð í sama mæli og tóbak og vín í þessum löndum. Viðvaranir í sama dúr hafa komið fram í Bandaríkjun- um. Forráðamenn háskóla og menntastofnana, sem þekkja vandamálið hetur en aðrir og hafa það fyrir augunum næstum daglega, eru mjög uggandi um þessa þróun. Þeir sem svartsýnastir eru hika ekki við að fullyrða, að bandarísk æska fljóti sofandi að feigðarósi, og stór hluti liennar glatist, ef elcki verði gripið til róttælcra ráðstaf- ana. Dr. Dana L. Farnsworth, yflirmaður heilbrigðismála við Harvard-háskóla, maður sem hefur áratuga reynslu í starfi sínu og gjörþekkir and- legt og líkamlegt ástand bandarískrar slcólaæsku, full- yrðir, að hér sé á ferðinni al- varlegri hætta en nokkurn Framhald á bls. 40 Milljón króna sekt og sex ára fangavist Góðu heilli virðast islenzk stjórnvöld ætla að taka hugs- anlegt eiturlyfjavandamál mjög föstum tökum og reyna eftir mætti að koma í veg fyr- ir, að eiturlyfjaneyzla verði jafn alvarlegt vandamál hér og í ýmsum nágrannalöndum okkar. Á Norðurlöndum hefur verið talið nauðsynlegt að setja miklu strangari refsingu við brotum á eiturlyfjalögun- um en áður var og er sama stefna mörkuð hér í þessum efnum í frumvarpi, sem nú bíður afgreiðslu á alþingi. f frumvarpinu er gert ráð fyrir, að refsing vegna stórfelldra brota á lögunum verði fjár- sektir allt að einni milljón króna eða varðhald og fang- elsi allt að sex árum. Frumvarp þetta er samið á vegum dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins í samráði við dr. Þorkei Jóhannesson, prófessor í lyfjafræði við læknadeild Háskóla íslands og ráðunaut heilbrigðisstjórnarinnar í lyfjamálefnum. í fyrstu grein frumvarpsins segir: Óheimilt er að hafa undir höndum eða varðveita, veita viðtöku, gefa, afhenda, selja eða verzla með hvers konar lyf og efni, sem ákvæði þessara laga taka til og- ólög- lega eru flutt inn eða fram- leidd. f reglugerð, sem dómsmála- ráðuneytið setti 28. nóvember sl. um ávana og fíknilyf eru upptalin þau efni, sem lögin ná þegar til og að auki efnin, sem nefnd eru í frumvarpinu, en þau eru: Cannabis (mari- júana og hasihsh), LSD, meskalín og psílócybin, svo og hvers konar blöndur og sam- setningar, sem þessi efni hafa að geyma. f athugasemdum um laga- frumvarpið, sem nú hlýtur meðferð alþingis, segir, að í lögunum um tilbúning og verzlun með ópíum og fleira frá 1923 og breytingu á þeim frá 1968, sé ekkert hann við vörzlu eða meðferð þeirra efna, sem lögin taka til, eða úrskurða megi að falli undir ákvæði þeirra og ólöglega eru flutt eða framleidd. Sömu- leiðis séu ekki í lögunum ákvæði um upptöku slíks varnings eða ágóða af verzl- un með hann. Ennfremur er á það bent, að refsiákvæði laganna séu orðin úrelt. í lagafrumvarpinu eru refsiákvæðin miklu strangari en áður var. Lögð er fangels- isrefsing við stórfelldum hrot- um og hámark sett sex ár. Þetta er í samræmi við refsi- ákvæði nágrannalandanna við sams konar brotum, en þar hafa slík ákvæði verið sett í lög á undanförnum árum. Það er að sjálfsögðu hin óheilla- vænlega þróun í meðferð ávana- og fíknilyfja í næstu nágrannalöndum okkar, sem gert hefur að verkum, að tal- ið er nauðsynlegt að setja svo ströng refsiákvæði við brot- um á lögunum — til þess að reyna að vinna bug á vágest- inum. ☆ 12 VIKAN 9 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.