Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 44
sterkbyggdir sparneytnir hair fra vegi frabærir aksturshæfileikar odýrastir sambærilegra bíla BRAUTARHOLTI 22 SÍMAR: 23511*34560 HAFRAFELLHF. Hún yppti öxlum. — Hefurðu meiri áhuga á nú- tímalist en klassískri list? — Hvorugu. — Þú hefur ekki áhuga á list- um? — Nei. — Hvers vegna viltu þá tala um það? — Í£g vil það ekki. Benjamin kinkaði kolli og leit aftur niður á teppið. — Má ég fara úr? — Afsakið fröken Metta, en ég er svo óskaplega nærsýnn! — Nei. Hugsaðu um annað umræðuefni. Frú Robinson leit aðeins upp í loftið. — Segðu mér hvað þú gerðir í dag, sagði hún. Benjamín stóð upp og gekk yfir að glugganum. — Frú Ro- binson, sagði hann, — þetta er ömurlegt. — Viltu ekki segja mér hvað þú gerðir í dag? — Hvað ég gerði í dag? —- Komdu í rúmið. — Ég fór á fætur. — Ha? — — Ég er að segja þér frá því sem ég gerði í dag, frú Ro- binson. — Ó. — Ég fór á fætur í morgun. Um tólf. Borðaði morgunverð. Eftir það fékk ég mér einn eða tvo bjóra. Svo fór ég út að sund- lauginni. Ég blés í vindsængina. Ég setti vindsængina á vatnið. Ég fór í vatnið sjálfur. Ég lá á vindsænginni. — Um hvað ert þú að tala? sagði frú Robinson. :— Það er til vindsæng heima sem ég ligg á á daginn. — Ó. — Svo borðaði ég kvöldmat. Eftir kvöldmat horfði ég á tvo spurningaþætti í sjónvarpinu. Svo horfði ég á hálfa kvikmynd, og svo kom ég hingað. Segðu mér nú hvað þú gerðir í dag. — Viltu það í raun og veru? — Já. — É'g fór á fætur, sagði hún. Benjamín fór að hrista höfuð- ið í gríð og erg. — Viltu heyra það eða ekki? — Jú, svaraði Benjamín, — en þú gætir gert það örlítið frumlegra. — Ég fór á fætur, sagði frú Robinson aftur. — Svo borðaði ég morgunverð og fór að verzla. Eftir hádegið las ég bók. — Hvaða? — Hvaða hvað? — Hvaða bók lastu? — Æ, ég man það ekki. Benjamín kinkaði kolli. — Svo útbjó ég kvöldmat handa manninum mínum og beið. . . . — Einmitt! hrópaði Benja- mín og æddi um herbergið og benti í sífellu á hana. — Hvað? Maðurinn þinn, frú Robin- son! Það er nokkuð sem við get- um talað um! — Hann? — Já. og allt það, sagði Benjamín. — Ég veit ekkert um — um hvernig þú ferð að þessu. Ég veit ekki hvernig þú ferð að því að komast út úr húsinu að nóttu til. Ég veit ekkert hvaða áhættur þú tekur. — Það er engin áhætta. — Engin áhætta? át hann vantrúaður upp eftir henni. Hún hristi höfuðið. — En hvernig ferðu að þessu? Hvernig kemstu út úr húsinu? — Ég geng út. — Þú gengur bara út um dyrnar? Hún kinkaði kolli. -— En maðurinn þinn? Hvað segirðu við hann? — Hann sefur. — Alltaf? — Benjamín, þetta er ekki sérlega skemmtilegt umræðu- efni. — Láttu ekki svona, sagði Benjamín. — Segðu mér eitt: Hvernig getur þú vitað að hann vaknar ekki einhvern tíma? Og þá gæti hann jafnvel elt þig. — Hann tekur svefntöflur. — En ef hann gleymir því? — Ha? — En ef hann gleymir því? Og hvað ef þær verka ekki eitt kvöld eða svo? — Hann tekur þrjár svefn- töflur á hverju kvöldi klukkan tíu. Hvers vegna förum við ekki . . - Bíddu við, sagði Benjamín. — Ég vil vita þetta. Ég vil geta hugsað um þetta. Klukkan tíu vil ég geta hugsað mér herra Ro- binson taka inn þrjár litlar töflur. Hann ræskti sig. — Jæja, sagði hann svo. — Hann tekur þessar töflur. En hvað um há- vaðann frá bílnum? Hvað ef. . . . — Útkeyrslan er mín megin. — Við erum að tala saman, sagði Benjamín skyndilega og brosti. — Ha? — Við erum að tala saman, frú Robinson! Við erum að tala saman! — Vertu rólegur, Benjamín. — Nei, höldum áfram, sagði hann og settist í stólinn. — Má ég hátta mig um leið og við tölum saman? — Já. — Þakka þér fyrir. — Jæja, sagði Benjamín. — Þú segir að útkeyrslan sé þín megin við húsið. Hún kinkaði kolli og fór að hneppa frá sér blússunni. — Þá sofið þið ekki í sama herberginu? — Nei. — Svo þið — ég meina — ég vona að það líti ekki þannig út að ég sé að sletta mér fram i einkamál ykkar, en þið sofið þá sennilega ekki saman eða neitt svoleiðis? — Nei. það er rétt, svaraði hún. — Nú, og hve lengi hefur það verið þannig? — Hvað? — Að þið hafið sofið í sitt hvoru herberginu? Sitt hvoru rúminu? Hún leit upp í loftið. — Ó, um 44 VIKAN 9-tM-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.