Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 21

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 21
ur áhrifamanna eigi að sk• Ija ‘eigin- menn sína. Það getur verið álita- mál. Þegar Bismarck var forsætis- ráðherra Prússlands, árið 1864, þá las Johanna það í kvennablaði að Prússar ætluðu að leggja undir sig Jótland, að ráði mannsins hennar. — Ég vissi ekkert um þetta, Ottó minn, sagði Johanna. — Það er heldur ekki nauðsyn- legt, vina mín, sagði forsæitsráð- herranna glaðlega. Það er skrítið, en einmitt vegna þess hve barna- lega kvenleg hún var, elskaði þessi mikli maður konu sína. Maður skildi ætla að það hefði verið ákjósanlegt fyri rslíkt stór- menni sem Bismarck var að eiga lífsförunaut, sem skildi tilfinningar hans og áform. En þegar Otto von Bismarck sagði konu sinni, hryggur í bragði, að Frakkar hefðu misst 100.000 manns á vígvellinum á tveim dögum og að keisari þeirra væri flúinn, (í þriðju sigursælu styrjöldinni við Frakka), sagði Jó- hanna: — Mér er sama þó ekki standi steinn yfir steini í Frakklandi. Hún hafði ekki hugmynd um að maður hennar hafði innilega vonað að geta samið frið. Hinn fráfarna keisara, Napoleon III. kallaði hún aldrei annað en „gamlan apa" sem ekki ætti betra skilið en að sitja inni alla ævi upp á ,,vatn og brauð". — Það er honum að kenna að Herbert er haltur og að Billchen missti bezta hestinn sinn. Herbert og „Billchen" voru synir þeirra hjóna; annar særðist í stríð- inu, en ekkert kom fyrir hinn. Þessi einfeldni og ást á fjölskyld- unni hentaði Bismarck vel. Margir munu halda þvl fram að Johanna von Bismarck hafi einfald- lega verið heimsk, en þá hefir það verið þægilegt fyrir Bismarck, sem var margslunginn persónuleiki og alltaf ofhlaðinn störfum. En svo einfaldlega er þó ekki hægt að Bismarck clskaði systur sína Malvine mjog miklð; sá í henni mynd af sjálf- um sér. skýra sambúð þeirra. Johanna von Bismarck hafði tvo góða eiginleika. í fyrra lagi tilbað hún þennan eina mann, sem alls ekki alltaf var sjálfum sér samkvæmur. Hinn svo- kallaði „járnkanslari" var greindur maður, en viðkvæmur, og á ein- hvern snilldarlegan hátt hafði hann lag á að koma áformum sínum I framkvæmd, hann sveifst einskis til að beygja mótstöðumenn undir vilja sinn. Fyrir slikan mann var kona eins og Johanna ómetanleg, hún var fasti grundvöllurinn í lífi hans. I öðru lagi; Bismarck var marg- slungin persóna, og hann átti draum, sem var mjög ólíkur um- brotamiklu stjórnmálastarfi hans, og það var að vera stórbóndi, eins og forfeður hans höfðu verið á óð- alssetrum sínum. Hvernig hún gat gert þessa hlið lífs hans svo ham- ingjusama, er saga þessa 47 ára hjónabands. Johanna von Puttmeier sá þenn- an mann, sem síðar varð hennar eitt og allt, í fyrsta sinn 4. október 1844. Þá var hún aðeins tvítug, einkadóttir óðalseiganda, lagleg stúlka með svart hár. Bismarck sagði að augu hennar væru „grá-blá- svört og stór". Johanna var álitin lagleg stúlka, og mjög trúuð á sinn einfalda hátt. Þegar þessi saklausa sveitastúlka hitti Bismarck, sem þá var orðinn 29 ára gamall lögfræðingur, hlýt- ur henni að hafa verið eitthvað álíka innanbrjósts og trúboða, sem lendir með frumskógaþjóðflokki. Bismarck var þekktur sem kvennabósi, en var þó reyndar bú- inn að hlaupa af sér hornin, sem lífsglaður lagastúdent í Göttingen og Berlín, og var farinn að líta í kringum sig eftir heppilegu kvon- fangi. Einu sinni elti hann enska hefðarkonu um Evrópu þvera og endilanga, án þess að taka tillit til þess að hann hafði störfum að sinna sem embættismaður í Aachen. Hann átti erfitt með að ákveða hvaða lífsstarf hann ætti að taka, hvort hann ætti að fara út I stjórnmál eða setjazt að sem gósseigandi í Schon- hausen við Elbu, og þessi óvissa kom fram í áköfu skaplyndi hans. Hann sagði um sjálfan sig: „Ann- aðhvort verð ég auðnuleysingi eða æðsti maður Prússlands." Bismarck var skotfimur og lenti sí og æ í einvígum, drakk mikið og reykti eins og skorsteinn. Hann var líka mikið fyrir veiðar og átti góða hesta og veiðihunda. Hann var ófyrirleitinn,, stórskuldugur og Bismarck kvæntist Jóhönnu von Puttmeyer árið 1847, og hún varð honum tryggur lifsförunautur í 47 ár. trúlaus í ofanálag. Hann hafði ótrúlegt dálæti á Malwine systur sinni, sem var tólf árum yngri en hann, og hann sýndi bezt óhemju- skap sinn, þegar hún gifti sig. Þá varð hann sem vitstola og sóaði eigum sínum í spilavíti á Norden- ey í Norðursjónum. Það voru ekki miklar líkur til að hann liti á hina smágerðu Johönnu von Puttmeier, sem var mjög hlé- dræg. En í Pommern voru tvær stórfallegar aðalsmeyjar nábúar Bismarcks (hann var þá búinn að erfa Kniepehof góssið), og þær voru beztu vinkonur Jóhönnu, Hedwig von Blankenburg og Marie von Tadden. Þær höfðu allar mik- inn áhuga á að snúa Bismarck til Framhald á bls. 45 Járnkanslarinn var f augum konu sinnar aðeins venjuiegur maður. 9. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.