Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 33
Hringur soldánsins Framhald af bls. 19 Þér eruð ekkert annað en heimsk stelpa, of heimsk til að ná í nokk- urn mann! Hvað þykizt þér vera? Og hún spýtti fyrir framan fæt- ur mína. Þetta var einmitt það sem ég þurfti. Það birti skyndilega yfir hug- skoti mínu. Ég hló. — Ég þarf ekki að reyna að ná í nokkurn mann, ég hef haft hann í tuttugu ár. Og hvað því viðvíkur hver ég sé, þá er ég frænka lafði Harriet, matmóðir yðar. Og líklega er ég nú eigandi þessarar hallar, að minnsta kosti að hálfu. Hallarinnar og alls sem inn! í henni er. Svo, til að byrja með, arabiska frekju- dós, þá vil ég fá hringinn hennar frænku minnar. — Takið hann. Hann er einskis virði, takið hann, tíkarhvolpur. Og hún fleygði honum til mfn, svo hann lenti í súpuskálinni. Mér var Ijóst að Grafton hafði talað við hana um hringinn. — Þetta er ágætt, sagði ég, þetta þvær af honum skítinn. Eða kannski hann verði ennþá skítugri. Ég hef ekki séð eldhúsið hérna, en þegar ég var gestur, neyddist ég til að treysta hreinlætinu. Nú, þegar ég er fangi, þarf ég ekki að borða það sem þér berið fyrir mig. Ég tók gaffalinn af bakkanum og veiddi hringinn hennar frænku upp úr súpunni, skolaði hann í vatns- glasinu og þurrkaði hann á munn- þurrkunni. — Viljið þér ekki borða? Hún virtist fara algerlega úr jafn- vægi. — Ég borða brauðið og ostinn. Takk fyrir hringinn! Og ég dró hann á fingur mér. — Ekki súpuna? — Nei, ekki súpugutlið, Halide. — Ég skal fara með hana og koma með heitari súpu. — Það er ástæðulaust. En viljið þér fara strax til Graftons og Ég lauk ekki við setninguna. Við lutum báðar fram jafnsnemma, hún til að taka skálina og ég til að aftra henni frá því, og við horfðumst í augu. Svo rétti ég fram höndina og greip um úlnlið hennar. — Leyfið mér að fara. — Hvað hafið þér sett ( súpuna? — Ekkert. Kjúkling og grænmeti og svolítið saffran, og . — Og nokkra dropa af eitri? Hún hörfaði undan. — Eitri?É Hvers vegna hefði ég átt að setja eitur í súpuna? Hún þagnaði og hörfaði enn lengra undan, þegar Henry Grafton birtist ( dyrunum. — Hvað gengur hér á? Hver er að tala um eitur? Hún sneri sér snöggt að honum og teygði fram hendurnar, eins og til að halda honum frá sér. — Ég, sagði ég. — Þessi litla ketta hefur sett eitthvað f súpuna, eitthvað sem hún þorir ekki að tala um. Hann leit á bakkann. í — Hafið þér borðað af súpunni? — Nei, þá væri ég líklega liggj- andi á gólfinu. — Hvernig vitið þér að eitthvað er athugavert við þessa súpu? — Ég veit það ekki, en mig grun- ar það. Lítið á hana Og til hvers væri að spyrja hvar hún hefur náð í það. Hún þarf ekki að fara langt til að ná í eitthvað görótt. Spyrjið bara þessa litlu ungfrú Borgia sjálf- ur! Svipurinn á honum og hræðsla stúlkunnar gerði mig undrandi. Hún greip höndunum um hálsinn, og hélt að sér silkisloppnum, eins og henni væri kalt. — Er það satt? — Það er haugalygi. Hvers vegna ætti ég að eitra fyrir henni? Það — Ég skal borða súpuna, til að sýna að ég segi satt, en þér þurfið á mér að halda ( nótt. Við getum látið annan hur.dinn eða Jassim borða hana, þá getið þér séð. . . . Grafton var orðinn sótrauður í framan, — Hvar náðirðu í þetta, það er engin laxerolía í herberginu. Engin hættuleg lyf heldur. Þegar hún fékk köstin, aðgætti ég alltaf lyfjaskáp- inn, til að ganga úr skugga um hvort hún hefði tekið eitthvað inn. Fékkstu þetta frá þorpinu, eða er það eitthvað sem þú hefur sjálf soðið saman? — Nei, þetta var eitthvað sem John átti. Éa tók það í herberginu hans. — John? Hvað ætti hann að gera Úrval Kemur út mánaðarlega Gerizt áskrifendur er ekkert í súpunni annað en kjöt, laukur og saffran.... — Þá hefur þú sjálfsagt ekkert á móti því að borða hana sjálf? sagði herra Grafton. Og áður en ég skildi hvað hann ætlaði að gera, hafði hann tekið skálina og var á leið til stúlkunnar. — Hvers vegna viltu ekki súp- una? Er það satt sem hún sagði? — Nei, það er ekki satt. Ég get svarið það. Hvar hefði ég átt að ná í eitur? — Þar sem herbergi frænku minnar er eins og meðal lyfjabúð, þá hefur það ábyggilega verið vandræðalaust, sagði ég þurrlega. Hann leit ekki á mig, hann beindi allri athygli sinni að stúlkunni, sem starði á hann eins og dáleidd hæna. Svo gafst hún upp. — Ég setti svolítið í hana, en það er ekki eitur,, heldur hægðarmeðal, svo hún gæti fengið hressilega í magann. Hún er tík, og ttkardótt- ir, og þér söguð mér að fá henni hringinn, henni sem er nógu rík, — ég setti olíu í súpuna, svo hún yrði veik, reglulega mikið veik, . . Röddin brást henni. — En sniðugt, sagði ég. við slíkt? Olía, segirðu. Áttu við rísínolíu? — Nei, nei, nei, ég er að segja að ég hafi ekki vitað hvað það var. Það var svört flaska. Hvers vegna spyrjið þér ekki John sjálfan. Hann getur sagt yður að þetta er hættu- laust. Hann sagði að þetta væri sterkt á bragðið, svo ég kryddaði súpuna vel . . — Hvenær notaðirðu þetta síð- ast? Þegar ég var f Chiba? — Já, já, en hvers vegna eruð þér svona á svipinn. Þetta var svo lítið, aðeins einn eða tveir dropar, — svo varð hún svolítið lasin . . . en svo batnaði henni fljótt, og þá var svo gott að eiga við hana, hún var svo róleg . Ég hefði ekki þorað að hreyfa mig, hvað sem í boði hefði verið. Skálin fór að hristast í höndum hans, en stúlkan virtist ekki taka eftir hættuboðanum. Hún var ekki einu sinni hræðsluleg, en góndi á hann. Ég veit ekki hve fljótt mér var það Ijóst að þau voru ekki að tala um mia, heldur um Harriet frænku. — Róleg, hafði hann upp eftir henni. — Ég skil. Ég varð svo hissa á heilsufari hennar. Gerðirðu þetta ( hvert sinn sem ég fór burt? — Ekki alltaf. Stundum, þegar hún var erfið. Þér vitið hve vel ég hugsaði um hana. Og þér vitið líka að hún hringdi dag og nótt, ég fékk aldrei frið, þurfti að vera á sí- felldum hlaupum, , . En þér vitið að ég hefði aldrei viljað gera henni illt. Ég gaf henni aldrei nema nokkra dropa, og svo sinnti ég henni vel, — þá var hún róleg í marga daga á eftir. — Og hún var þér þakklát. Þú ert sniðug, Halide. Var það í slíku ástandi sem hún gaf þér hringinn? — Hún gaf mér margt fleira. Hún sagðist vilja að ég ætti þetta, ætti að eiga þetta til minningar, vegna þess hve vel ég hugsaði um hana. Þér getið ekki tekið þetta frá mér. Ég fékk föður mínum allt sem hún gaf mér, nema hringinn. Og svo, þegar ég verð ensk frú. — Þú drapst hana, hvæsti hann milli samanbitinna tannanna. Skil- urðu það, fjandans asninn þinn. — Það gerði ég ekki! Nú var rödd hennar orðin skræk af illsku. — Hvernig vogið þér að segja það? Þetta var aðeins skaðlaust lyf, ég tók það úr skúffu í herbergi Johns. . . . Það var í gamalli lyfjatösku, sem maður frúarinnar átti og nof- aði á ferðum sínum — Því eldgamla eiturbrasi, guð má vita hvað það var. Vissi John um þetta? — Nei. En ég spurði hann hvað þetta væri. Það var ekki eitur, hann sagði að þetta væri laxerolta, sem væri búin til úr einhverri jurt. Já, euphorbia. Hann lyktaði upp úr skálinni. Svo hristi hann sig, eins og hann væri að kafna. — Krotonelía! Drottinn minn! Að- eins nokkra dropa, segirðu! Tuttugu dropar nægja til að drepa úlfalda. Og þetta léztu gamla, sjúka konu eta .... — Ef þú hefðir ekki slett þér fram í þetta, þá hefði hún verið á lífi nú, og við hefðum ekki þurft að hafa þessa krakkaskratta hér, — allt hefði gengið eins og ( sögu. En þú — þú þín auma Og hann fleygði skálinni með súpunni framan í hana, og lyfti upp höndinni, eins og til að slá hana. Ég hljóp til og greip föstu taki í handlegg hans. — Nú ei nóg komið! Hættið þessu! Hann rykkti sér til og ég var nærri hrokkin út að dyrum. Og allt í einu sá ég eitthvað blika í hendi hennar. Hún fleygði sér á hann. Það var hnffur, sem hún hélt á. Hann var vopnlaus, og greip til þess sem hendi var næst. Ég hélt að hann ætlaði að ná ( keyriS, sem hékk uppi á veggnum, en hann náði ekki til þess, svo hann greip lurk, sem lá á gólfinu, og fleygði honum til hennar Lurkurinn kom í ennið á stúlk- unni. Höndin með hnífnum geigaði, þegar stúlkan féll á gólfið, með- vitundarlaus . Framhald í næsta blaði. 9. tbi. viKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.