Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 37
Hann atóð og sneri baki við húsinu meðan Clyde gekk út úr anddyrinu og gekk út á akurinn til að ná í nýja melónu til að kæla niðri í brunninum. Þ F. þýddi. Jack London Framhald af bls. 17 höfðinu og las upphátt fyrir liann. Jack steinsofnaði. Bát- urinn strandaði rétt hjá ströndinni, en Mabel vissi, hve Jack svaf yfirleitt lítið og tímdi elvki að veltja hann. Þegar Jack vaknaði, varð hann að bretta upp buxum- ar og vaða með hana í land. Jack hafði fengið aðra ein- lcunn við fvrsta prófið í skól- anum. Greinar eftir hann og smásögur komu öðru hverju í skólablaðinu, þar á meðal pólitískar greinar, þar sem hann kenndi auðvaldinu um langan vinnutíma, erfið vinnuskilyrði og lág laun. Hann hrópaði; „Ameríkumenn, föður- landsvinir og bjartsýnis- menn. Vaknið þið og takið taumana af stjórninni!“ Jack var sannfærandi ræðumaður og var því feng- inn að tala við skólaslit. Hann hafði ekki talað leng- ur en í tvær mínútur þegar liann réðist í ræðu sinni á nemendurna, fjölskyldur þeirra og vini. Einn áheyr- endanna sagði síðar, að hann hefði aldrei heyrt aðra eins gagnrýni. Hann sagði, að þjóðfélagið. eins og það væri yrði að eyðileggja og sjálfur kvaðst hann vera reiðubúinn til að gera sitt til þess. Hann talaði þannig, að áheyrend- urnir héldu, að hann væri ekki með öllum mjalla. Sumir áheyrenda urðu óttaslegnir. aðrir skemmtu sér vel og enn aðrir kenndu í brjósti um vesalings mann- inn. Það er \el líklegt, að Jack hafi viljað nota þetta tæki- færi því að hann fór aldrei í menntaskólann aftur. Hann átti eftir tvö ár enn og þar sem hann var tvítugur, fannst honum hann engan tima hafa til að slæpast i skólanum. t þess stað fór hann á námskeið í Alameda, þar sem fólk var búið undir inntökupróf i háskóla. Eliza gaf honum fyrir skólagjald- inu. Honum gekk svo vel á námskeiðinu, — segir hann sjálfur, — að slcólastjórinn greiddi honum peningana aftur eftir fjóra mánuði og sagði honum að fara, því að það mæltist illa fyrir, ef upp kæmist, að hann hefði lokið tveggja ára námi á fjórum mánuðum. Á námskeiðinu lærði hann aulc lexíanna að læra undir timana. í næstu þrjá mánuði lokaði hann sig inni á her- berginu sínu heima hjá móð- ur sinni og las hverja bókina á fætur annarri af miklum dugnaði. Nitján klukku- stundir á sólarhring las hann stærðfræði, efnafræði, sögu og ensku. Á meðan skipti hann sér ekki af neinu öðru, ekki einu sinni Mabel. Siðan gekk hann til prófs — og prófið stóðst hann. Þá fékk hann lánaðan bát og sigldi um San Francisco-fló- ann. í Benica hitti hann vini sína frá sjómannsárunum og settist að drykkju með þeim. Jack, sem hafði ekki bragð- að víndropa í hálft annað ár, varð ölvaður á ný. Um nóttina fékk hann lán- aðan laxabát, og þó brim væri mikið, sigldi hann út á haf. Að viku liðinni kom hann hress og endurnærður heim til að byrja háskólanámið. James Hooper lýsir honum á þessum tima sem einkenni- legu samblandi af norrænum sjómanni og grískum guði. í áflogum liafði hann misst tvær framtennur, og það lýtti hann mjög. Hooper seg- ir, að sér hafi strax dottið í hug sólskin, þegar hann sá Jack í fyrsta skiptí. Hár hans var liðað, hálsinn, sem stóð upp úr mjúkri fráflakandi skyrtu, brúnn og augun eins og sólgylltur sær. Fötin hengu utan á honum, og hann vaggaði öxlunum, þeg- ar liann gckk. Hann var full- ur áhuga á ensku, náttúru- fræði, sögu og heimspeki. I háskólanum var ágætt bókasafn og rannsóknarstofa, og þar var Jack á sinni grænu grein. Hann skrifaði pólitísk- ar greinar i ..Oakland Times“ og smásögur í ýmis timarit, en ekkert virðist hann liafa MIDA PREIMTUIM HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 » »'■ VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.