Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 24

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 24
IN MEMORIAM PLATA MEÐ POLÓ - BJARKA „Hvar heyrast hljóð úr barka eins himnesk og hjá Bjarka?" syngur Bíó- tríóið í laginu ,,Ég vil bara bítmúsik". Og fljótlega fáum við að heyra meira frá þessum víbrabarka. Um svipað leyti og hljómsveitin Póló, sem Bjarki Tryggvason söng með, lagði hljóðfærin á hilluna í haust, léku þeir inn á tveggja laga plötu sem er væntanleg á markaðinn upp úr mánaðamótum. Lögin eru „í hjónasæng", eftir Birgi Marinósson, þann ágæta lagasmið, og hitt er hið gamalkunna „My Prayer". Ástæðan fyrir „andláti" hljómsveitarinnar er ókunn, og það sama má segja um Geisla, stolt Norðlendinga, sem einnig hættu að bítlast sl. haust. BREYTINGAR HJÁ TRIX Auglýsingarnar þeirra í haust voru einna áþekkastar áróðurstil- kynningum frá Iþróttasambandinu: „ . faeturnir verða sterkari og sterkari og sterkari eftir hvern dansleik hjá Trix". Þetta vakti tölu- verða athygli á sínum tíma, og í allan vetur hafa þeir leikið fyrir dansi í Silfurtunglinu í Reykjavi'k. Lítið hefur borið á þeim, en í síð- asta mánuði komu þeir fram í sjón- varpsþættinum „I góðu tómi". Ekki er hægt að segja að þeir hafi „slegið í gegn" í sjónvarpinu, en við vitum að hljómsveitin Trix er betri en hún virtist vera í þessum sjónvarpsþætti. Við spjölluðum því við bassaleikara hljómsveitarinnar, Guðjón Sigurðsson, og spurðum hann um ástæðuna fyrir þessu. — Astæðan er ósköp einföld, sagði Guðjón. — Þetta var tekið upp á einum degi, föstudeginum áður en þátturinn var sýndur, og TRIX, frá vipstri: Þorsteinn (söngv- ari), Stefán (gítar), Guðjón (bassi), Már (trommur) og Ari (orgel). því má eiginlega setja þetta allt á tímahrak. Þá var Steini söngvari rétt að gefa upp öndina úr kvefi og heilsuleysi, og fleira lagðist á til að hvekkja á okkur, t.d. réðum við mjög litlu um þáttinn sjálfir. — Jú, nú eru að verða þær breyt- ingar á hjá okkur, að við fáum nýjan trommuleikara, Má Elísson, í staðinn fyrir hinn sem varð að hætta skólans vegna. Már lék einu sinni með hljómsveit sem kallaði sig „Axlabandið", en það er líka allt og sumt. Mér finnst hann per- sónulega góður, miðað við þá litlu reynslu sem hann hefur, og við væntum góðs af samstarfinu við hann. — Plötu? Nei, enn hefur ekkert verið ákveðið í þá átt, en við kepp- um að því að koma út tveggja laga plötu í vor, og höfum jafnvel ákveðið hvaða lög fara á hana. I augnablikinu vinnum við bara að því af öllum krafti að verða góðir. Það er það eina sem gildir í þess- um bransa. ☆ HEYRA MÁ (þó lægra sé lótiö) OMAR VALDIMARSSON NÝ PLATA MED RÍÓ Væntanleg er á markaðinn inn- an skamms ný plata með Ríó-tríó- inu. Verður þetta tveggja laga plata,- annað lagið spænskt að upp- runa og heitir á Viva Maria, en hitt hefur ekki verið endanlega ákveð- ið þegar þessar línur eru ritaðar, þó frekar megi búast við að það verði frumsamið. Það er Fálkinn sem gefur plötuna út, og hafa heyrst sögur af því að þeir piltar hugi á að gefa út LP-plötu með haustinu, og þá að taka hana upp að viðstöddum áheyrendum, eins og við sögðum frá um daginn. 24 VIKAN 9 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.