Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 10
EITT STÆRSTA VANDAMÁL NÚTÍMANS ER NEYZLA EITURLYFJA, SÉRSTAKLEGA EFNANNA MARIJÚANA OG HASHISH. ÞAU HAFA BREIÐZT ÚT UM HEIMINN EINS OG FARSÓTT Á ÖRSKÖMMUM TÍMA. VITAÐ ER, AÐ ÞAU HAFA BORIZT HINGAÐ TIL LANDS OG ERU SELD UNGLINGUM. ÞETTA HEFUR TVÍVEGIS AÐ UNDANFÖRNU KOMIÐ FRAM í BLADAVIÐTÖLUM. HÆTTAN VOFIR ÞVÍ YFIR ÍSLENZKRI ÆSKU, OG EF EKKI VERÐUR NEITT AÐ GERT í TÍMA, KANN VANDAMÁLIÐ AÐ VERÐA JAFN ALVAR- LEGT HÉR OG I NÁGRANNALÖNDUM OKKAR. Hættan vofir yfir islenzkri æsku Eiturlyf eru nú orðin eitt mesta vandamál nútímans. Nevzla þeirra, sérstaklega meðal ungs fólks, hefur farið ört vaxandi með flestum þjóðum á síðustu árum. Sér- staklega eru það efnin mari- júana og hashish, sem hafa breiðzt út eins og eldur i sinu á örskömmum tíma. Norður- löndin fjögur munu eiga við þennan vanda að stríða í vax- andi mæli, en verst er ástand- ið i Bandaríkj unum. Við Islendingar höfum hingað til talið okkur svo hólpna að þurfa ekki að hafa áhyggjur af svo óhugnanlegu vandamáli sem eiturlyfja- neyzlu að neinu teljandi leyti. Þó liefur sá orðrómur verið á kreiki að undanförnu, að ófögnuðurinn hefði þegar horizt hingað og nokkur f hópur íslenzks æskufólks væri farinn að neyta marijú- ana og hashish. Orðrómur- inn var staðfestur tvisvar sinnum með stuttu millibili, þar sem unglingar Iýstu því yfir í blaðaviðtölum, að þeir og margir fleiri, sem þeir vissu um hefðu neytt þessara lyfja. Það er því ekki lengur um að villast, að lyfin liafa borizt hingað til lands og hættan vofir yfir íslenzkri æsku. Fyrr en varir getur þvi svo farið, að við stöndum frammi fyrir þessu geigvæn- lega vandamáli, eins og aðr- ar þjóðir, ef ekki verður reynt að taka strax i taum- ana og kveða drauginn niður í eitt skipti fyrir öll. VIKAN vill leggja sitt af mörkum til að berjast gegn útbreiðslu eiturlyfja meðal æskufólks liér á landi. Sagt er á öðrum stað frá þeirri ný- breytni, að Unga kynslóðin, íegurðarsamkeppni Vikunn- ar og Karnabæjar, mun hverju sinni helga sér eitt mál varðandi liagsmuni ungs fólks, og að þessu sinni verð- ur barizt gegn eiturlyfjum. Og á þessum síðum er reynt að fræða lesendur ofurlitið um liin ýmsu eiturlyf og skaðsemi þeirra og reynt að leiða þá í allan sannleika um, hversu alvarlegt mál er hér á ferðum. Á síðasla ári lét heilbrigð- ismálaráðunevti Danmerkur fara fram könnun á eitur- lyfjaneyzlu þar í landi og urðu niðurstöður hennar uggvænlegar og vöktu mikla athygli. I skýrslunni er eitur- lyfjaneytendum skipt í tvo flokka: hina ungu neytendur og hina, sem alltaf hafa verið fyrir hendi. Áður en hin nýju efni, marijúana og hasliish HVERNIG ERU SJUKRAHUS FYRIR EITURL YF JANE YTEND - UR? „Hér á landi er neyzla eit- urlyfja ekki orðið vandamál enn, en ýmislegt bendir til þess því miður, að hér geti orðið breyting á.“ Þetta segrir Óskar Harry Jónsson, hjúkrunarmaður, en hann hefur heimsótt fyrsta sjúkrahúsið, sem stofnað var í Evrópu og sérhæfir sig í meðferð eiturlyfjasjúktinga. Er það Statens Klinikk for Narkomane í Suður-Noregi. Óskar var þarna á ferð í aprílmánuði síðastliðnum, er hann var nemandi í geðhjúkr- unarskóla norska ríkisins, og skrifaði grein um heimsókn- ina í afmælisblað Hjúkrunar- félags íslands. í greininni seg- ir meðal annars: „Þar sem ofnotkun eitur- lyfja er mjög „smitandi“ sjúk- dómur, þá var þörf fyrir sér- staka stofnun fyrir þessa teg- und sjúklinga, þó að Noregur sé land, þar sem þetta vanda- mál er ekki mjög áberandi. Sjúkrahúsið er tveggja hæða með 37 sjúkrarúmum fyrir bæði kynin. Á annarri hæð var lokuð móttökudeild með 20 sjúkrarúmum. Á fyrstu hæð var opin deild, en þangað voru sjúklingar fluttir, þegar leið á meðferðina. I kjallara var eldhús og borðstofa. f ný- byggðu húsi skammt frá aðal- byggingunni voru vinnuher- Oskar Harry Jónsson, hjúkrunar- maður. bergi, baðherbergi, gufuböð og leikfimisalur. Fyrir starfsfólkið voru fjöl- skylduíbúðir og systraheimili. Systraheimilinu átti að breyta í sjúkradeild fyrir 20 sjúk- linga, en byggja fleiri íbúðir fyrir starfsfólkið. Fleiri en 70 sjúklinga vildu Framhald á bls. 40. V_ 10 VIKAN 9'tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.