Vikan


Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 26.02.1970, Blaðsíða 30
(IHE GRADUATEI 5. HLUTI — Ég meinti þetta ekki.... þetta um fílabeinið.... — Allt í lagi, sagði faðir hans, — en Ben.... — Já. — Það verður að gera eitt- hvað. Ef til vill varð ekki mennt- unin sú sem efni stóðu til. Kann- ske varð hún einskis virði. En þú getur ekki haldið svona áfram. — Ég reyni |þara að verða engum til trafala. — Það er ekki atriðið. Það er bara að þetta líferni á þér er að gera út af við móður þína. Ég er því miður hræddur um að móðir þín sé áhyggjufyllri en hún læt- ur í ljós. — Mér þykir fyrir því. — Við skulum vera hrein- skilnir, Ben. Móðir þín og ég berum sízt minni ábyrgð á þessu — hvað sem það nú er — en þú. — Ónei. — Jú. Við höfum alið þig upp. Við höfum reynt að láta þig fá áhuga á vissu manngildi. — Pabbi, ég er ekki að ásaka þig. ■—• Ja. þá geri ég það. — Þú ættir ekki að gera það. — Ben, sagði herra Braddock, eitthvað hræðilegt er að. — Sjáðu nú til, pabbi, sagði Benjamín. — Þetta er orðin nokkurs konar melódrama. Hvers vegna... — Einmitt það? — Ha? — Þetta er bara melódrama í þínum augum, ha? — Sjáðu til, pabbi, sagði hann, — stúdentinn kemur heim. Hann verður ruglaður. Hann verður bitur. Hann slæpist um heima hjá sér og fer í hassið. Foreldrar — Sjáðu til, pabbi, sagði hann, hans sitja örvæntingarfull og ásaka sig fvrir mistök hans. Eg meina — já. Hann kinkaði kolli. — Það er töluverður jarðarfarar- bragur á þessu öllu saman. Herra Braddock ætlaði að fara að segja eitthvað meira, þegar hann var truflaður. Frú Brad- dolk bankaði á dyrnar og kom svo inn. — Robinson-hjónin eru hérna, sagði hún. — Ætlið þið ekki að koma fram og heilsa upp á þau? Benjamín hörfaði aftur á bak. — Ég ætla upp í herbergið mitt, sagði hann. — Ben? — Mamma, ég er hálf-lasinn. Faðir hans starði á hann frá skrifborðinu. — Ben? sagði hann. — Hvað? — Hvað gengur á? — Ég veit það ekki, sagði Benjamín. — Ég fæ stundum krampa eftir matinn. En mér batnar ef ég leggst fyrir. Faðir hans starði enn á hann og reis upp frá stólnum. Benja- mín horfði vandræðalega á þau eitt augnablik en leit svo niður fyrir sig. — Svona, sagði hann, — nú er það betra. Hann kinkaði kolli. — Ætlarðu þá að koma og heilsa upp á Robinson-hjónin? — Ójá, fyrir alla muni. Frú Robinson stóð með bakið að arninum, íklædd sömu brúnu dragtinni og hún var í fyrsta kvöldið sem Benjamín hitti hana á hótelinu. — Hæ, sagði Benjamín. - Sæll, hvernig hefur þú það? — Fínt, þakka þér fyrir. — Hvað, hefur þú verið að synda? spurði herra Robinson og rétti út hendina. — Já, í dag, sagði Benjamín. — Eftir hádegið. Ég hef bara ekki haft mig i það að skipta um föt. — Jæja, sagði herra Robinson, — fáðu þér sæti. Ég hef ekki séð þig lengi. Benjamín settist við hlið herra Robinsons í sófann. — Hvað er títt, — Ha? — Hvað hefur þú verið að gera undanfarið? — O, svo sem ekki neitt. Slappað af. Herra Robinson kinkaði kolli. — Það er einmitt það sem ég myndi gera ef ég gæti. Það hlýt- ur að vera i lagi. — Já, — ég meina nei, þakka þér fyrir. — Og hvaða áform ertu með? spurði herra Robinson. — Engin ákveðin. — Ég reikna með að þú hafir hætt við þessa kennsluhugmynd sem þú gekkst með í maganum, ha? — Það er fullsnemmt að segja nokkuð um það, sagði frú Brad- dock. — Ha? — Eg held bara enn að Ben eigi eftir að verða kennari ein- hvern daginn. — Það gæti verið, sagði Benjamín. — Sennilega er erfitt að segia nokkuð ákveðið um málið á þessu stigi. — Já, auðvitað, sagði herra 30 VIKAN 9-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.